Fara yfir á efnisvæði

Hættuleg rafföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 23-33

03.09.2009

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:

1. Stjórnvöld á Spáni hafa tekið af markaði brauðrist vegna hættu á rafstuði þar sem snúran getur skemmst þegar henni er ofið utan um þar til gerða króka. Vöruheitið er Nevir. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

2. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa tekið af markaði og afturkallað lampa vegna hættu á rafstuði þar sem fráleiðara skortir. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd sbr. tilkynning nr. 793/09. Framleiðsluland er óþekkt og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

3. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa tekið af markaði og afturkallað hleðslutæki fyrir rafhlöður vegna hættu á rafstuði þar sem unnt er að snerta einangraða hluta vörunnar. Vöruheitið er Stronger. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 797/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

4. Stjórnvöld Í Ungverjalandi hafa tekið af markaði og afturkallað  hárþurrku vegna hættu á rafstuði og eldhættu þar sem rafmagnssnúran er ekki fest með réttum hætti. Vöruheitið er Sokany. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 806/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

5. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa tekið af markaði og afturkallað  borðlampa sem snýst vegna hættu á rafstuði vegna ýmissa galla. Vöruheitið er óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 807/09. Framleiðsluland er Kína.

6. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa tekið af markaði og afturkallað  fjarstýrða dyrabjöllu vegna hættu á rafstuði þar sem hlutar vörunnar hafa ekki nægilegan vélrænan styrk. Vöruheitið er Gallop. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 808/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

7. Stjórnvöld í Búlgaríu hafa sett sölubann á, tekið af markaði og afturkallað færanlegan lampa vegna hættu á rafstuði þar sem ekki er nægjanlega komið í veg fyrir að lampahaldan snúist. Vöruheitið er Power G. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 0813/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

8. Stjórnvöld í Búlgaríu hafa sett sölubann á og tekið af markaði lampa vegna hættu á rafstuði þar sem aðgangur er að rafspennu og enginn spennubreytir er fyrir umframspennu. Vöruheitið er Esto Qualität. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 818/09. Framleiðsluland er Austurríki og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

9. Innflytjandi í Póllandi hefur tekið af markaði hrekkjadót vegna hættu á rafstuði þar sem rafstuð sem vörurnar gefa frá sér fer yfir leyfileg mörk. Vöruheitin eru Shock, Haoke og óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 832/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

10. Seljandi straumbreyta í Þýskalandi hefur tekið vöruna úr sölu vegna hættu á rafstuði þar sem unnt er að stinga amerískri kló í innstunguna. Vöruheitið er Neuling. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 843/09. Framleiðsluland er óþekkt og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

11. Stjórnvöld í Búlgaríu hafa tekið af markaði og afturkallað hrekkjapenna vegna hættu á rafstuði þar sem rafstuð sem varan gefur frá sér fer yfir leyfileg mörk. Vöruheitið er 99 Мarker – M. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 893/09. Framleiðsluland er Kína.

12. Innflytjandi í Bretlandi hefur tekið af markaði og innkallað kaffikvörn vegna hættu á meiðslum þar sem blað kvarnarinnar getur haldið áfram að snúast eftir að slökkt er á tækinu. Vöruheitið er Starbucks Barista. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 913/09.  Framleiðsluland er Kína.

13. Fulltrúi framleiðanda hitablásara í Bretlandi hefur innkallað vöruna vegna eldhættu þar sem hún getur ofhitnað. Vöruheitið er Sealey Power Products. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 923/09.  Framleiðsluland er Kína.

14. Stjórnvöld í Finnlandi hafa tekið af markaði loftnetsmagnara vegna hættu á rafstuði vegna ýmissa galla. Vöruheitið er XJ. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 924/09.

15. Dreifingaraðili gufustraujárns í Þýskalandi hefur tekið vöruna af markaði vegna hættu á rafstuði þar sem rafmagnssnúran slitnar á átakspunkti. Vöruheitið er HERU. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 939/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

16. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa tekið af markaði vélknúin verkfæri vegna hættu á rafstuði við snertingu á ytri hlutum tækjanna. Vöruheitið er Bumac. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 941/09  Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

17. Stjórnvöld í Póllandi hafa tekið af markaði þráðlausan ketil vegna hættu á bruna og rafstuði þar sem rangt efni er notað í hitaeinangrun, víra og leiðara. Vöruheitið er Dynora. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 945/09.  Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

18. Framleiðandi hitadrifs í Þýskalandi hefur tekið af markaði og afturkallað vöruna vegna hættu á rafstuði þar sem plastlok getur brotnað og unnt er að snerta rafmagnshluta. Vöruheitið er Oreg/Eberle. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 951/09. Framleiðsluland er Þýskaland og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

19. Dreifingaraðilar fjarstýrðs kveikibúnaðar fyrir flugelda í Danmörku hafa tekið vöruna af markaði vegna hættu á bruna og meiðslum þar sem unnt er að sprengja flugelda með styttri fyrirvara en þegar það er gert handvirkt. Vöruheitið er Launch Kontrol Pyrotechnic System. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 959/09. Framleiðsluland er Kína.

20. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa tekið af markaði og afturkallað ljósaseríu vegna hættu á rafstuði vegna ýmissa galla. Vöruheitið er ANTE. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 993/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

21. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa tekið af markaði og afturkallað hitablásara vegna eldhættu og hættu á rafstuði þar sem vörurnar geta ofhitnað og unnt er að snerta rafmagnshluta. Vöruheitin eru OK og NIMBUSZ. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynningar nr. 995/09 og 998/09. Framleiðsluland er Kína og vörurnar eru CE-merktar þótt þær samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

22. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa sett sölubann á innandyraloftnet vegna hættu á rafstuði þar sem stærð klóar er röng og rafmagnshluti snertir loftnetið. Vöruheitið er Qiaohua. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 996/09

23. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa tekið af markaði og afturkallað lampa vegna hættu á rafstuði þar sem kló er ekki í samræmi við staðla. Vöruheitið er Playboy. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1003/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

24. Stjórnvöld í Slóvakíu hafa sett sölubann, tekið af markaði og afturkallað framlengingarsnúru vegna eldhættu og hættu á rafstuði þar sem festing leiðara og togþol eru ekki nægjanleg. Vöruheitið er Merox. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1035/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

25. Stjórnvöld á Kýpur hafa tekið af markaði og sett sölubann á ljósaseríur vegna eldhættu og hættu á rafstuði þar sem ekki er notaður kapall af réttri gerð o.fl. Vöruheitin eru Merry Christmas, Cinlights Indoor, Super C, Quality products og óþekkt. Nánari upplýsingar og myndir má finna hér, sbr. tilkynningar nr.1039/09, 1166/09, 1168/09, 1169/09, 1170/09 og 1171/09. Framleiðsluland er Kína og vörurnar eru CE-merktar þótt þær samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

26. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa tekið af markaði og afturkallað ljósaseríur vegna hættu á rafstuði vegna ýmissa galla. Vöruheitin eru 140 Rice Light, ICICLE LIGHTS 180, NTH og Royal. Nánari upplýsingar og myndir má finna hér, sbr. tilkynningar nr. 1045/09, 1054/09, 1059/09, 1060/09, 1061/09, 1148/09 og 1152/09. Vörurnar eru CE-merktar þótt þær samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

27. Dreifingaraðili blandara í Grikklandi hefur afturkallað vöruna vegna hættu á rafstuði þar sem vökvi getur lekið í innri hluta blandarans. Vöruheitið er FIF. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1048/09.  Framleiðsluland er Kína.

28. Innflytjandi bökunarofna í Bretlandi hefur gert ráðstafanir til úrbóta vegna eldhættu vegna rangrar samsetningu viftu og rásar. Vöruheitin eru Electrolux / Zanussi / Moffat / John Lewis / Tricity Bendix. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1055/09. Framleiðsluland er Ítalía.

29. Innflytjandi ferðamillistykkja í Þýskalandi hefur tekið af markaði og innkallað vöruna vegna hættu á rafstuði þar sem unnt er að snerta rafmagnshluta. Vöruheitið er Geheimshop. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1057/09. Framleiðsluland er Þýskaland og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

30. Stjórnvöld á Kýpur hafa sett sölubann á næturljós vegna ýmissa galla. Vöruheitin eru GOYA og Mothercare. Nánari upplýsingar og myndir má finna hér, sbr. tilkynningar nr. 1078/09 og 1162/09. Framleiðsluland er Kína og vörurnar eru CE-merktar þótt þær samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

31. Stjórnvöld á Kýpur hafa sett sölubann á vatnsskammtara vegna hættu á rafstuði, bruna og meiðslum vegna mikils þrýstings og leka á samskeytum lagna. Vöruheitið er Home classic. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1079/09 og 1094/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

32. Innflytjandi lampa í Frakklandi hefur afturkallað vörurnar vegna hættu á rafstuði vegna ýmissa galla. Vöruheitin eru CRISTALMER og Interior spotlight. Nánari upplýsingar og myndir má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1098/09, 1102/09, 1103/09, 1104/09 og 1159/09. Framleiðsluland er Kína.

33. Stjórnvöld í Tékklandi hafa sett sölubann á og afturkallað halógenlampa vegna hættu á rafstuði þar sem spennubreytir er ekki nægjanlega öflugur, lampinn er óstöðugur o.fl. Vöruheitið er Ecoplanet. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1118/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

34. Stjórnvöld á Spáni hafa tekið af markaði spennubreyti vegna hættu á rafstuði vegna ýmissa galla. Vöruheitið er NC - New Casty. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1125/09. Framleiðsluland er Kína.

35. Innflytjandi ferðahleðslutækja fyrir farsíma í Frakklandi hefur tekið vörurnar af markaði vegna hættu á rafstuði þar sem unnt er að snerta innri hluta vörunnar. Vöruheitin eru óþekkt. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1136/09 og 1138/09.

36. Stjórnvöld í Hollandi hafa sett sölubann á ferðamillistykki vegna hættu á rafstuði vegna ýmissa galla. Vöruheitið er Brunner. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1144/09. Framleiðsluland er Ítalía og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

37. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa tekið af markaði handþeytara vegna hættu á rafstuði þar sem innri vírar eru ekki nægjanlega festir og klóin ekki í samræmi við staðla. Vöruheitið er Sanusy Austria. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1145/09. Framleiðsluland er óþekkt og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

38. Stjórnvöld á Möltu hafa sett sölubann á og tekið af markaði ferðamillistykki vegna hættu á rafstuði þar sem unnt er að snerta rafmagnshluta. Vöruheitið er Duwell. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1147/09. Framleiðsluland er óþekkt og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

39. Dreifingaraðili rafals hefur tekið af markaði og afturkallað vöruna vegna hættu á meiðslum þar sem unnt er að setja fingur inn um op og snerta vélina. Vöruheitið er SDMO. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1161/09. Framleiðsluland er Kína.

40. Stjórnvöld á Kýpur hafa sett sölubann á halógenhitara vegna eldhættu og hættu á rafstuði þar sem hitarinn er ekki nægjanlega stöðugur, hlífar ekki í samræmi við staðla o.fl. Vöruheitin eru Adam og Malber. Nánari upplýsingar og myndir má finna hér, sbr. tilkynningar nr. 1163/09 og 1167/09. Framleiðsluland er Kína og varan er CE-merkt þótt hún samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

41. Stjórnvöld á Kýpur hafa sett sölubann á viftur vegna eldhættu og hættu á rafstuði þar sem leiðari er af rangri stærð o.fl. Vöruheitin eru Baumann og Imperial. Nánari upplýsingar og mynd má finna hér, sbr. tilkynning nr. 1164/09 og 1185/09. Framleiðsluland er Kína og vörurnar eru CE-merktar þótt þær samræmist ekki Evrópustöðlum um framleiðsluna.

Neytendastofa hvetur neytendur og innflytjendur til að senda ábendingar til stofnunarinnar um framangreindar vörur telji þeir að þær sé að finna á markaði  hér á  landi, sbr. www. neytendastofa.is, nafnlausar ábendingar eða undir nafni með skráningu notenda  í þjónustugátt stofnunarinnar, sjá nánari upplýsingar og leiðbeiningar á heimasíðu Neytendastofu.

Neytendastofa 3. september 2009.

TIL BAKA