Fara yfir á efnisvæði

Ný reglugerð um vigtarmannanámskeið

01.06.2010

FréttamyndÍ maí síðastliðnum kom út ný reglugerð um vigtarmannanámskeið sem Neytendastofa heldur nokkrum sinnum á ári. Reglugerðin er sett með vísan í 23. gr. laga nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn. Reglugerðin tekur til námskeiða til löggildingar vigtarmanna sem haldin eru á ábyrgð Neytendastofu ásamt prófum, endurnýjunar réttinda, endurmenntunarnámskeiða og starfshátta vigtarmanna. Í kjölfarið mun Prófnefnd setja ítarlegri reglur eins og tilgreint er í 24. gr. sömu laga. Setning reglugerðarinnar festir í sessi framkvæmd námskeiðanna hvort sem um ræðir grunnnámskeið eða endurmenntunarnámskeið.

TIL BAKA