Fara yfir á efnisvæði

Eftirlit með vogum og eldsneytisdælum

16.01.2009

Neytendastofa var með eftirlit frá 12. nóvember til 17. desember 2008 með löggildingu voga og á eldsneytisdælum.  Skoðað var hvort vogir í verslunum og eldsneytisdælur á sölustöðum eldsneytis væru með löggildingu í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi, Hveragerði Akranesi og Borgarnesi.

Farið var í 86 verslanir og reyndust 20 verslanir vera með vogir með útrunna löggildingu eða 23%. Fjórar verslanir voru með vogir þar sem löggilding var útrunnin fyrir meira en tveimur árum.

Skoðaðir voru 92 sölustaðir eldsneytis bæði með þjónustu og sjálfsafgreiðslu. Af þessum 92 sölustöðum reyndust sjö sölustaðir vera með dælur með útrunna löggildingu eða án löggildingarmiða, 13%.  Var þeim aðilum bent á að koma því í lag.

Neytendastofa hyggst halda eftirliti sínu áfram með mælitækjum og mælikerfum.

Ábendingum vegna útrunna löggildingu voga eða eldsneytisdæla má koma til Neytendastofu í gegnum rafræna Neytendastofu á vefslóðinni www.rafraen.neytendastofa.is.

 

TIL BAKA