Fara yfir á efnisvæði

Tilkynntur aðili

Fyrir ákveðna vöruflokka sem geta haft mikil áhrif á öryggishagsmuni almennings t.d. hættulegar vélar eða stóra þrýstiloka, er nauðsynlegt  að „samræmismatsaðili“ skoði vöruna og staðfesti að varan uppfylli viðeigandi lagakröfur og hvort gefa megi út EB-samræmisyfirlýsinguna. Í tilskipunum ESB eru skýr ákvæði um hvaða vörutegundir útheimta að samræmismatsaðili komi að samræmismatsferlinu.

Hvert land sér um að tilnefna þá samræmismatsaðila sem munu annast samræmismat hverrar tilskipunar innan yfirráðasvæðis þess. Viðkomandi stjórnvald tilkynnir þá formlega til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tilkynntir aðilar eru skráðir í sérstakan og opinn gagnagrunn sem ber heitið NANDO  (New Approach Notified and Designated Organisations).

„Tilkynntu“ aðilarnir þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði ,þ.á.m. um tæknilega hæfni, óhlutdrægni og trúnað. Starfsemi tilkynntu aðilanna felur í sér að þeir framkvæma skoðun og rannsókn vöru, fara yfir hönnun hennar og framleiðslumáta. Þegar tilkynnti aðilinn hefur staðfest samrýmanleika vörunnar getur framleiðandinn gefið út EB-samræmisyfirlýsinguna og fest CE-merkið á hina skoðuðu vöru.

Hægt er að sjá vefsíður NANDO hér.

 

TIL BAKA