Fara yfir á efnisvæði

Leikvallatæki

Þann 10. janúar 2003 tók gildi reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að öryggi barna og annarra með því að leikvallatæki og leiksvæði sé hönnuð, frágengin og þeim viðhaldið á öruggan hátt.

Eftirlit
Eftirlit með leikvallatækjum er tvískipt. Neytendastofa hefur eftirlit með nýjum leikvallatækjum á markaði en Umhverfisstofnun hefur eftirlit með leikvallatækjum og leiksvæðum í notkun. Nánari upplýsingar um leikvallatæki í notkun má finna hér.

Kröfur til nýrra leikvallatækja á markaði
Þeir sem flytja inn, framleiða, markaðssetja, leigja eða dreifa leikvallatækjum hér á landi eða ætla að flytja þau út til annarra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu skulu geta sýnt fram á að viðkomandi tæki uppfylli kröfur sem fram koma í stöðlum um leikvallatæki og undirlag þeirra, ÍST EN 1176 ásamt ÍST EN 1177. Þetta skal a.m.k. gert með yfirlýsingu framleiðanda, ásamt rökstuddri umsögn þar sem fram koma tæknilegar upplýsingar um einstök leikvallartæki unnin af aðila með sérþekkingu á framangreindum stöðlum og með hliðsjón af ÍST EN 45004. Leikvallatæki teljast vera almenn framleiðsluvara og eiga ekki að vera CE-merkt.

Leikvallatækjum eða undirlagi skal fylgja yfirlýsing framleiðanda um samræmi við staðla. Í því felst eftirfarandi:

1 Með yfirlýsingu framleiðanda skal fylgja rökstudd umsögn (tæknilegar upplýsingar) sem styður yfirlýsingu framleiðanda.

2. Tæknilegu upplýsingarnar um einstök leikvallatæki skulu unnar af aðila með sérþekkingu á umræddum stöðlum og með hliðsjón af ÍST EN 45004.

Eftirfarandi staðlar gilda um leikvallatæki og undirlag þeirra.
 
Alla staðla um leikvallatæki og undirlag leikvallatækja er hægt að fá keypta hjá Staðlaráði Íslands


Staðlalisti

 

Gildandi staðlar um leikvallatæki:
ÍST EN 1176-1 Leikvallatæki - 1. hluti: Almennar öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
ÍST EN 1176-2 Leikvallatæki - 2. hluti: Rólur, sérkröfur um öryggi og prófunaraðferðir.
ÍST EN 1176-3 Leikvallatæki – 3. hluti: Rennibrautir, sérkröfur um öryggi og prófunaraðferðir.
ÍST EN 1176-4 Leikvallatæki – 4. hluti: Hlaupakettir, sérkröfur kröfur um öryggi og prófunaraðferðir.
ÍST EN 1176-5 Leikvallatæki – 5. hluti: Hringekjur, sérkröfur um prófunaraðferðir.
ÍST EN 1176-6 Leikvallatæki – 6. hluti: Rugguhestar, sérkröfur um prófunaraðferðir.
ÍST EN 1176-7 Leikvallatæki – 7. hluti: Leiðbeiningar um uppsetningu, eftirlit, viðhald og rekstur.

Gildandi staðlar um undirlag leikvallartækja:
ÍST EN 1177 Yfirborðsefni á leiksvæðum, öryggiskröfur og aðferðir við prófun.

Allir staðlar eru til sölu hjá Staðlaráði Íslands.

TIL BAKA