Fara yfir á efnisvæði

Kannaðu upplýsingar um seljanda

Þú skalt leita eftir m.a. þessum upplýsingum:

        • Er vörunni lýst nægilega vel? 
        • Eru verðupplýsingarnar skýrar og ótvíræðar? 
        • Eru sölu – og afhendingarskilmálar alveg skýrir? 
        • Hvað stendur um rétt þinn til að falla frá samningi og fá endurgreiðslu? 
        • Finnur þú leiðbeiningar um hvernig þú skulir senda inn kvörtun ef varan reynist vera gölluð? 
        • Telur þú að öryggi sé tryggt þegar að greitt er með greiðslukorti? 
        • Finnur þú upplýsingar um með hvaða hætti fyrirtækið verndar þínar persónuupplýsingar?

Lestu einnig allar upplýsingar um seljandi á að veita þér í tengslum við viðskipti þín.

Ekki treysta á www.xxx.IS

Þú skalt ekki reikna með því að starfsstöð netverslunar sé í því landi sem að gefin er upp í vefslóðinni. Þrátt fyrir að netfang verslunar endi t.d. með .is þá getur þessi verslun alveg eins verið í Kína eða öðru fjarlægu landi.

Þú getur ávallt leitað uppi hver sé skráður fyrir is léni með því að kanna það hér http://www.isnic.is/is/

Þegar ekki eru um að ræða lén sem hefur endinguna .is þá getur þú ávallt kannað hver sé skráður rétthafi á viðkomandi léni hér: http://who.is./

Kannaðu fyrirtækjaskrá RSK

Þegar um íslensk fyrirtæki er að ræða þá getur þú ávallt leitað nánari upplýsinga um fyrirtæki á fyrirtækjaskrá RSK sjá hér: http://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/

Mikilvægt getur verið að kanna hvort að fyrirtækið sé starfandi en ekki t.d. gjaldþrota eða hefur hætt starfsemi

Leitað að netverslun á Netinu

Áður en þú kaupir vöru eða þjónustu getur verið gott ráð að leita að nafni verslunarinnar í leitarvélum á Netinu. Neytendur sem hafa haft slæma reynslu í viðskiptum við verslunina hafa oft skrifað lýsingar og viðvaranir á Netið sem koma upp þegar leitað er eftir nafni vefverslunarinnar eða fyrirtækisins.

Heimasíður með áliti neytenda

Til eru ýmsar síður þar sem hægt er að finna skoðanir og álit um hvernig er að eiga þar viðskipti. Þarna er þess oft getið hvort mjög gott sé að eiga viðskipti við viðkomandi seljanda og hvort hann tryggi viðskiptavinum mikla neytendavernd og góða þjónustu. Hér skal þú þó gæta vel að því að þessi álit geta komið frá öðrum neytendum og eru því ekki alltaf sett fram undir eftirliti opinberra aðila. Því ekki í sjálfu sér nein trygging hvort að viðkomandi verslun sé örugg eða sé að fylgja öllum lögum og reglum sem gilda um réttindi neytenda.

Það getur verið margir kostir við vefverslun, s.s. meira vöruúrval og betra verð. Gott er þó ávallt að sýna venjulega aðgæslu.

Hér er myndband með ýmsum góðum ráðum um hvernig að þú getur verið öruggari í viðskiptum þínum við vefverslanir (á dönsku).

TIL BAKA