Fara yfir á efnisvæði

Endurmenntunarnámskeið á Akureyri í október

21.09.2010

Ákveðið hefur verið að halda endurmenntunarnámskeið til löggildingar vigtarmanna á Akureyri fimmtudaginn 14. október nk. Námskeiðið verður heldur dýrara en sambærilegt námskeið í Reykjavík þar sem viðbótarkostnaður s.s. ferðakostnaður bætist við. Þátttökugjald verður birt um leið og það liggur fyrir ásamt frekari upplýsingum. Þangað til verður eingöngu hægt að skrá sig á námskeiðið í gegnum Neytendastofu.

Endurmenntunarnámskeiðið sem haldið verður í Reykjavík 11. október er orðið fullt en ennþá er laust á almenna námskeiðið sem verður haldið 4.- 6. október 2010 hjá Neytendastofu, Borgartúni 21. Skráning á almenna námskeiðið (grunnnámskeið til löggildingar vigtarmanna) fer fram á heimasíðu Neytendastofu www.neytendastofa.is, undir hlekknum „Skráning á námskeið“ (ekki þörf á innskráningu) eða undir Mælifræðisvið.

Athygli er vakin á því að gerðar eru kröfur um íslenskukunnáttu þar sem öll kennsla fer fram á íslensku - það gildir einnig um skriflegar spurningar á prófi og svör við þeim. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Neytendastofu.

TIL BAKA