Fara yfir á efnisvæði

Tiger innkallar viðarvélmenni

11.06.2015

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna  innköllunar á viðarvélmenni vegna verksmiðjugalla. Þessi útgáfa af vélmennum getur verið hættuleg þar sem eyrun á hliðunum geta dottið af og valdið köfnunarhættu. Varan hefur verið í sölu síðan í nóvember 2014. Aðrar útgáfur af þessum vélmennum eru öruggar. Hafir þú keypt þessa vöru biðjum við þig vinsamlega að skila vörunni í verslunina Tiger þar sem þú getur fengið endurgreitt eða inneignarnótu, kassakvittun er óþörf.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi málið hafðu endilega samband í s.528 8200 eða á netfangið tiger@tiger.is

TIL BAKA