Fara yfir á efnisvæði

Tölvutek sektað

07.07.2017

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt að fjárhæð 1 milljón á Tölvutek fyrir að brjóta eldri ákvörðun stofnunarinnar. Málið snýr að fullyrðingu um að Tölvutek sé stærsta tölvuverslun landsins. Með fyrri ákvörðun Neytendastofu komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að Tölvutek væri heimilt að birta fullyrðinguna ef fram kæmu þær skýringar að átt væri við stærð verslunarrýmis. Tölvutek birti skýringarnar ekki í öllum auglýsingum og því hefur Neytendastofa nú sektað fyrirtækið.

Málið hófst með erindi Tölvulistans þar sem kvartað var líka yfir fullyrðingum og nýjustu eða heitustu græjurnar og betra verð auk þess sem kvartað var yfir því að gefið væri í skyn að fartölvur væru af tiltekinni árgerð.

Niðurstaða Neytendastofu var sú að Tölvutek hafi ekki sýnt fram á betra verð og því voru þær fullyrðingar bannaðar. Stofnunin taldi ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna annarra fullyrðinga.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA