Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á snudduböndum frá Dr. Brown´s

26.04.2018

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á hættulegum snudduböndum frá Dr. Browns. Þegar snudduböndin voru prófuð kom í ljós að keðjan slitnar auðveldlega. Þá geta smáir hlutir keðjunnar valdið köfnunarhættu. Snudduböndin eða snuddukeðjurnar sem um ræðir eru með model númerið No. AC037-INTL. Samkvæmt upplýsingum frá versluninni Fífu er um að ræða snuddubönd sem voru flutt inn árið 2015.

Neytendastofa vill beina þeim tilmælum til fólks að hætta strax notkun þessara snuddubanda og skila þeim í verslun Fífu eða farga þeim. Ef fólk er í vafa hvort það sé með svona keðju eða ekki þá endilega hafa samband við Fífu.

TIL BAKA