Auðkennið Matarboxið

03.05.2018

Neytendastofu barst erindi Boxið verslun ehf. þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins Matarboxið ehf. á heitinu „boxið“. Taldi Boxið verslun að notkun Matarboxins á heitinu væri til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna.
Neytendastofa taldi að litir leturgerð og myndræn framsetning auðkenna fyrirtækjanna skildi þau að verulegu leyti að og að ólíklegt væri að neytendur teldu tengsl milli fyrirtækjanna. Þá væri nokkur munur á einkennum vöru og þjónustu fyrirtækjanna enda þótt þau tengdust bæði með einum eða öðrum hætti heimsendingu matvæla.
Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunarinnar.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA