Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd staðfestir ákvörðun Neytendastofu

24.11.2020

Neytendastofa bannaði Sýn birtingu fullyrðingar um að Stöð 2 Maraþon væri stærsta áskriftarveita landsins með ákvörðun nr. 57/2019.

Sýn kærði ákvörðunin til áfrýjunarnefndar neytendamála sem staðfesti niðurstöðu Neytendastofu. Fyrir áfrýjunarnefnd gerði Sýn einnig athugasemdir við að rannsókn málsins af hálfu Neytendastofu hafi verið ófullnægjandi og að félagið hafi ekki notið andmælaréttar. Áfrýjunarnefndin tók ekki undir þá málaleitan Sýnar og taldi ekki tilefni til athugasemda við meðferð málsins hjá Neytendastofu.

Úrskurðinn má lesa hér.


TIL BAKA