Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

25.10.2023

Ólögmætir skilmálar Sante.is

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um brot Santewines SAS, rekstraraðila vefsíðunnar sante.is, vegna ólögmætra skilmála um rétt neytenda til að falla frá samningi. Í skilmálum félagsins kom fram að ekki væri hægt að skila vörum gegn endurgreiðslu nema samkvæmt sérstöku samkomulagi þegar um væri að ræða kaup í miklu magni fyrir veislur eða þess háttar.
Meira
19.10.2023

Duldar auglýsingar Blush

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart Blush, Pipar auglýsingastofu og Birnu Rún Eiríksdóttur vegna dulinna auglýsinga. Um var að ræða fasteignaauglýsingu fyrirsvarsmanns Blush þar sem vörum Blush hafði verið stillt upp. Umfjöllun um fasteignaauglýsinguna sem dreift var á Instagram og Tiktok og aðrar umfjallanir um vörur Blush á Instagram og Tiktok sem ekki voru merktar sem auglýsing.
Meira
17.10.2023

Áskorun til áhrifavalda og efnishöfunda

Markaðssetning á samfélagsmiðlum er orðinn stór hluti af stafrænu hagkerfi og er áætlað að alþjóðlegt virði hennar nemi 19,98 billjón Evra á þessu ári.
Meira
12.10.2023

Vefnámskeið um auglýsingar á samfélagsmiðlum

Neytendastofa vekur athygli á að þann 16. október n.k. verður boðið upp á stafræna kynningu á lagalegri miðstöð fyrir áhrifavalda (e. Influencer Legal Hub). Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur að verkefninu í samstarfi við sérfræðinga um málefnið. Tilgangurinn með þessu er að veita áhrifavöldum, auglýsendum, markaðs- og auglýsingastofum og fleirum á þessu sviði almenna aðstoð um hvernig hægt er að fylgja eftir neytendaverndarlögum innan ESB.
Meira
TIL BAKA