Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

19.10.2022

Að velja fasteignalán

Neytendastofa vill í tengslum við umræðu síðustu daga um hækkun vaxta og greiðslubyrði fasteignalána vekja athygli á því að neytendur eiga að fá ýmsar upplýsingar áður en samningur um fasteignalán er gerður. Tilgangurinn með upplýsingunum er að neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun um það hvaða lánsform hentar þeim best auk þess að vita hvernig lánið og greiðslubyrði þess getur breyst á lánstímanum.
Meira
10.10.2022

Shopify gerir ráðstafanir til að koma í veg fyrir brot á réttindum neytenda

Í kjölfar viðræðna á milli Shopify og neytendayfirvalda í Evrópu hefur Shopify samþykkt ákveðnar skuldbindingar til þess að koma í veg fyrir brot á réttindum neytenda.. Aðgerðirnar eru liður í tilkomu nýrrar reglugerðar um rafræna þjónustu (Digital Services Act) og fólu m.a. í sér að koma fyrir hröðu og skilvirku tilkynningarferli fyrir bæði neytendur og neytendayfirvöld. Samþykkti Shopify jafnframt að breyta sniðmátum sínum þannig að seljendur eru neyddir til að veita upplýsingar um sig sjálfan í vefverslun sinni. Er þetta í raun nýstárleg nálgun á neytendavernd sem er gjarnan kölluð „framfylgni með hönnun“ (e. compliance by design).
Meira
TIL BAKA