Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

28.1.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Aftur-nýtt á auðkenninu AFTUR. Stofnunin taldi ekki tilefni til að banna notkunina þar sem heildarmat stofnunarinnar á aðstæðum félaganna leiði til þess að lítil hætta sé á að neytendur ruglist á auðkennunum tveimur.
Meira
26.1.2021

BSI á Íslandi er nýr löggildingaraðili voga

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur veitt BSI á Íslandi ehf. Skipholti 50c, umboð til að löggilda sjálfvirkar vogir og ósjálfvirkar vogir upp í 3.000 kg hámarksgetu. BSI á Íslandi veitir þessa þjónustu um allt land og stefnir að því að hafa fastar starfstöðvar á Norðurlandi og Austfjörðum. Tæknilegur stjórnandi sviðsins er Hrafn Hilmarsson sem hefur áralanga reynslu á sviði löggildinga.
Meira
20.1.2021

BL innkallar 86 Land Rover bifreiðar

Land Rover
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 86 Land Rover Discovery Sport MHEV og Range Rover Envoqe MEHV bifreiðar af árgerð 2019 - 2020.
Meira
11.1.2021

BL Hyundai ehf. innkallar 16 Hyundai bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai ehf um að innkalla þurfi 16 Hyundai OS PE, OS PE HEV/EV, TM PE, PE HEV/PHEV, BC3, NX4e bifreiðar af árgerð 2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla valdi því að skráningarnúmer bílsins sé ekki sent til neyðarþjónustu ef loftpúði spryngur út. Viðgerð felst í hugbúnaðaruppfærslu.
Meira
8.1.2021

Villandi viðskiptahættir Bílainnflutnings frá Evrópu

Neytendastofu barst kvörtun frá Toyota á Íslandi hf. vegna viðskiptahátta Bílainnflutnings frá Evrópu. Gerðar voru athugasemdir við auglýsingar um sölu á nýjum og óskráðum Toyota Land Cruiser bifreiðum með 5 ára verksmiðjuábyrgð. Í kvörtuninni kom fram að verksmiðjuábyrgð á Toyota bifreiðum væri aðeins 3 ár og að bifreiðarnar sem auglýstar væru til sölu væru skráðar erlendis áður en þær væru fluttar til Íslands. Því væru þær ekki nýjar þó ekki endilega væri búið að aka þeim.
Meira
8.1.2021

Brimborg ehf. innkallar 33 Volvo bifreiðar.

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 33 Volvo V40 og V40CC bifreiðar af árgerð 2015-2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að lofttappi getur myndast við áfyllingu kælivökva. Gerist það, leiðir það til ófullnægjandi kælingar á velarhlutum og jafnvel valdið eldhættu. Viðgerð felst í uppfærlsu á kælihosum milli forðabúrs og vatnskassa.
Meira
7.1.2021

BL Hyundai ehf. innkallar 49 Hyundai KONA EV bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai ehf um að innkalla þurfi 49 Hyundai KONA EV bifreiðar af árgerð 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla valdi því að bremsupetali verður þungur. Viðgerð felst í hugbúnaðaruppfærslu.
Meira
6.1.2021

Booking.com og Expedia laga viðskiptahætti sína

Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins um samkomulag sem gert hefur verið við Booking.com og Expedia. Í tilkynningunni kemur fram að Booking.com og Expedia hafi samþykkt að breyta því hvernig leitarniðurstaða á gistingu birtist á vefsíðum síðum auk þess að gera grein fyrir þáttum sem hafa áhrif á röðun niðurstaðna. Með breytingunum eiga neytendur að fá skýrari upplýsingar svo auðveldara sé að bera saman gistimöguleika.
Meira
5.1.2021

Vaxtahækkun Arion banka var óheimil

Neytendastofu barst erindi vegna skilmála fasteignaláns sem tekið var árið 2005 með vaxtaendurskoðunarákvæði frá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Erindið beindist að Arion banka þar sem lánið hefur verið framselt Arion banki og hann þar með tekið yfir réttindum og skyldum sem nýr kröfuhafi. Kvartað var yfir upplýsingagjöf af því að í greiðsluáætlun og útreikningum með láninu hafði ekki verið tekið tillit til verðbóta.
Meira
TIL BAKA