Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

31.7.2020

Spilavinir innkalla Crazy Aarons leikfangaslím

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning í gegnum Safety Gate kerfið um hættulegt leikfangaslím frá Crazy Aarons. Um er að ræða slímin Mini Electric Thinking Putty og Mini Hypercolour Thinking Putty. Þegar leikfangið var prófað kom í ljós að það innihélt of mikið magn af bórati.
Meira
30.7.2020

Thule innkallar Thule Sleek barnakerrur

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Thule AB vegna innköllunar á Thule Sleek barnakerrum með tegundarnúmerum 11000001 - 11000019. Barnakerrurnar sem verið er að innkalla voru framleiddar á tímabilinu maí 2018 til september 2019.
Meira
29.7.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf. um að innkalla þurfi Mercedes-Benz E-Class, S-Class, AMG-GT og G-Class bifreiðar.
Meira
29.7.2020

Tuskudýr

Bangsi með umbúðir
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni ásamt níu öðrum ríkjum þar sem athugað var öryggi tuskudýra. Tuskudýr er eitt af þeim leikföngum sem þurfa að uppfylla kröfur fyrir alla aldurshópa þar með talið ungbarna. Því var sérstaklega kannað hvort að tuskudýrin stæðust togprófanir.
Meira
28.7.2020

Íþróttavöruverslanir þurfa að bæta verðmerkingar

Neytendastofa gerði, dagana 8. til 9. júlí sl. könnun á ástandi verðmerkinga hjá 18 íþróttavöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
23.7.2020

Leyfi til notkunar þjóðfána í vörumerki

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fengið þó nokkuð af fyrirspyrnum um hvort að það megi merkja vörur með íslenska fánanum. Samkvæmt lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldamerkið er fyrirtækjum heimilt að nota íslenska þjóðfánann í markaðssetningu og merkingum umbúða ef vara uppfyllir skilyrði laganna um að teljast íslens
Meira
22.7.2020

Kvörðunarþjónustan lokuð 27. - 31. júlí vegna sumarleyfa

Mynd með frétt
Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð dagana 27. - 31. júlí næstkomandi vegna sumarleyfa starfsmanna.
Meira
17.7.2020

Heimild Icelandic Water Holdings hf til að e-merkja framleiðslu sína framlengd

Mynd með frétt
Neytendastofa framlengdi á dögunum eftir úttekt heimild fyrirtækisins Icelandic Water Holding hf til e-merkingar.
Meira
15.7.2020

Barnaköfunarbúnaður innkallaður

Barnaköfunarbúnaður  Gul Tetra
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Sports Direct vegna innköllunar á barnaköfunarbúnaði. Búnaðurinn heitir Gul Tetra 10 – Children´s mask & snorkel með vörunúmerinu 882001.
Meira
13.7.2020

Auðkennið RÖRVIRKI

Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Rörviki sf. á auðkenni sínu. Í kvörtuninni kemur fram að kvartandi hafi skráð einkafirma í eigin nafninn hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði árið 1982 undir heitinu Rörvirki. Fjórum árum síðar hafi félagið Rörvirki sf. verið skráð.
Meira
13.7.2020

Sala stoppuð á dúkku

Innkölluð dúkka frá Happy People
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá HB Heildverslun um að þeir séu hættir sölu á dúkku frá Happy people. Dúkkan hefur verið seld í verslanir frá árinu 2016 og er vörunúmerið 50383
Meira
10.7.2020

Máli Ecommerce 2020 gegn Neytendastofu vísað frá dómi í Danmörku

Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Ecommerce 2020 á síðasta ári um að félagið hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að krefjast of mikils kostnaðar af lánum sem það veitir. Ecommerce 2020, bauð íslendingum lán frá 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og Smálán.
Meira
10.7.2020

Tíu ísbúðir þurfa að bæta verðmerkingar

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá 30 ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu, dagana 23. til 26. júní sl. Samhliða því skoðaði Neytendastofa vefsíður 17 ísbúða til að athuga hvort þar væru veittar upplýsingar um fyrirtækin.
Meira
8.7.2020

Apótek sektuð fyrir verðmerkingar

Neytendastofa skoðaði ástand verðmerkinga í apótekum á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú lagt stjórnvaldssektir á fjögur þeirra. Skoðunin tók til 49 apóteka á höfuðborgarsvæðin
Meira
1.7.2020

15 ára afmæli Neytendastofu

Mynd með frétt
Í dag 1. júlí fagnar Neytendastofa 15 ára afmæli sínu. Á þessum tímamótum hefur Neytendastofa opnað nýja gátt þar sem neytendur geta athugað á einfaldan hátt annað hvort með bílnúmeri eða vin-númeri bílsins hvort að í gildi sé öryggisinnköllun fyrir viðeigandi bifreið.
Meira
TIL BAKA