Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

31.5.2017

Ársskýrsla Rapex

Rapex er tilkynningarkerfi fyrir hættulegar vörur innan Evrópska efnahagssvæðisins, hvert land hefur sinn tengilið, en á Íslandi er það Neytendastofa. Gefin hefur út ársskýrsla Rapex fyrir árið 2016. Samtals bárust alls 2044 tilkynningar í Rapex kerfið um hættulegar vörur. Flestar tilkynningarnar bárust vegna leikfanga (26%), bifreiða (18%) og fatnaðar og fylgihluta (14%). Algengustu hætturnar fyrir neytendur voru líkamstjón (25%), efnahætta (23%) og köfnunarhætta (11%).
Meira
18.5.2017

BL ehf. Innkallar Land Rover bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 39 bifreiðum af gerðinni Range Rover, Range Rover Evoque, Discovery Sport, framleiðsluár 2016
Meira
17.5.2017

Duldar auglýsingar Krónunnar og 17 sorta

Neytendastofa hefur bannað fyrirtækjunum Krónunni og 17 sortum að nota duldar auglýsingar í markaðssetningu. Neytendastofu barst fjöldi ábendinga vegna stöðufærslna einstaklinga á Instagram þar sem fjallað var um ágæti vara og vörumerkja Krónunnar og 17 sorta. Fór Neytendastofa því fram á upplýsingar um það hvort einstaklingarnir hafi fengið greitt fyrir umfjallanirnar og hvernig staðið hafi verið að markaðssetningunni.
Meira
15.5.2017

BL ehf. Innkallar Renault bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 10 bifreiðum af gerðinni Reanult Talisman, framleiðsluár frá 2016-2017. Ástæða innköllunar er að í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós að bæta þarf festingu hljóðeinangrunar í mælaborði yfir pedulum bifreiðar. Þetta er gert til að minnka líkur á að hljóðeinangrun geti losnað frá.
Meira
12.5.2017

Upplýsingar á vefversluninni pantadu.is ófullnægjandi

Neytendastofu hafa borist fjölmargra kvartanir og ábendingar frá neytendum um að þeir nái ekki í forsvarsmenn vefsíðunnar pantadu.is. Við skoðun Neytendastofu á síðunni kom í ljós að nauðsynlegar upplýsingar um þjónustuveitanda komu ekki fram. Stofnunin vakti athygli forsvarsmanns vefsíðunnar á þessu og fór fram á að upplýsingagjöfin yrði bætt.
Meira
11.5.2017

Auðkennið Ísfabrikkan

Neytendastofu barst erindi Nautafélagsins ehf. þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins Gjóna ehf. á auðkenninu „Ísfabrikkan“. Taldi Nautafélagið að notkun Gjónu á auðkenninu væri villandi og til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna.
Meira
9.5.2017

Orku bönnuð notkun lénsins cromax.is

Neytendastofu barst kvörtun frá Coatings Foreign IP Co. LL. vegna notkunar Orku ehf. á auðkenninu CROMAX og skráningar lénsins cromax.is. Í erindinu kom fram að Coatings Foreign IP væri eigandi vörumerkisins CROMAX og að hætta væri á að neytendur rugluðust á vörumerkinu og léninu cromax.is
Meira
5.5.2017

Bílaumboðið Askja innkallar Kia bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 3 Kia Niro bifreiðum, framleiddar frá 23. desember 2016 – 4. janúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er sú að Kia Motors hefur gefið það út að raftengi við stýristúpumótor gæti verið skemmt eftir samsetningu hjá birgja.
Meira
3.5.2017

BL ehf. Innkallar BMW bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á tveim bifreiðum af gerðinni BMW Alpina F10, framleiðsluár frá 2010-2011
Meira
TIL BAKA