Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir árum

28.12.2022

Veitingastaðir í mathöllum sektaðir

Neytendastofa hefur sektað 12 veitingastaði fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Í kjölfar ábendinga um að magnstærðir drykkja vantaði á matseðla margra veitingastaða í mathöllum fóru fulltrúar Neytendastofu í verðmerkingareftirlit í mathallir. Athugaðar voru almennar verðmerkingar og hvort magnstærðir drykkja kæmu fram. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir neytendur til að meta verð drykkja þar sem þeir geta verið í mjög ólíkum magnstærðum.
Meira
22.12.2022

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Neytendastofu óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Um leið viljum við vekja athygli á að stofnunin er lokuð á Þorláksmessu. Hægt er að senda ábendingar í gegn um mínar síður á heimasíðu Neytendastofu.
Meira
21.12.2022

Fiskbúðir sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar

Neytendastofa framkvæmdi nýverið athugun á ástandi verðmerkinga í fiskbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Var athugað hvort vörur væru verðmerktar með söluverði og einingarverði.
Meira
20.12.2022

Fyrra verð og útsala hjá Ormsson

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Ormsson ehf. vegna kynninga fyrirtækisins á lækkuðu verði ýmissa sjónvarpa. Neytendastofu bárust ábendingar um að sjónvörp á vefsíðunni hafi aldrei verið til sölu á uppgefnu fyrra verði og að auglýstur afsláttur hefði verið umfram sex vikur. Þá hefði skort tilgreiningu prósentuafsláttar á auglýstum TAX FREE afslætti félagsins.
Meira
20.12.2022

Neytendastofa sektar ILVA vegna TAX FREE auglýsinga

Neytendastofu varð vör við TAX FREE auglýsingar ILVU sem birtust á facebooksíðu ILVA og á vefsíðu félagsins, www.ilva.is en ekki var tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins. Við meðferð málsins kom fram af hálfu ILVA að vegna mistaka hafi láðst að tilgreina afsláttarprósentu á hluta þeirra auglýsinga sem voru birtar.
Meira
20.12.2022

Tax free auglýsingar Heimkaupa

Neytendastofu barst ábending um að Wedo ehf., rekstraraðili vefsíðunnar heimkaup.is, hefði auglýst tax free afslætti á vefsíðu sinni án þess að tilgreina prósentuhlutfall verðlækkunarinnar.
Meira
9.12.2022

Verðmerkingar á vefsíðunni heitirpottar.is

Neytendastofu barst ábending vegna skorts á verðupplýsingum á vefsíðunni heitirpottar.is, sem rekin er af Fiskikóngnum ehf. Undir meðferð málsins var bætt við verðmerkingum á margar vörur á vefsíðunni en þrátt fyrir ítrekanir Neytendastofu var ekki bætt við verðmerkingum á yfirlitssíður og eingöngu tilgreint „verð frá“ þar sem hægt er að velja mismunandi útgáfur af sömu vöru.
Meira
9.12.2022

Fullyrðingar í auglýsingum Verna

Neytendastofu barst ábending vegna auglýsinga og markaðssetningar tryggingafélagsins Verna MGA ehf. á samfélagsmiðlum þar sem auglýstur var allt að 120.000 kr. sparnaður með því að færa sig yfir til Verna. Varðaði ábendingin fullyrðingarnar „Teitur lækkaði tryggingarnar sínar um 120 þúsund krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“, „Heba lækkaði tryggingarnar sínar um 54 þúsund krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“ og „Svala lækkaði tryggingarnar sínar um 74.500 krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“. Fór Netyendastofa fram á að félagið sannaði fullyrðingarnar.
Meira
14.11.2022

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar erindi frá Volcano hótel ehf. Í erindinu er kvartað yfir notkun Skjálftavaktarinnar ehf. á heitinu Hótel Volcano eða Volcano hótel í rekstri sínum. Erindinu var vísað frá með vísan til þess að áhersla skuli lög á mál sem brýnust þykja fyrir heildarhagsmuni neytenda.
Meira
10.11.2022

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Neytendastofa tók ákvörðun um að kynning Costco á endurnýjun aðildar væri villandi. Í skilmálum Costco um endurnýjun aðildar kemur fram að endurnýjun sé fyrir 12 mánaða tímabil miðað við upphaflega skráningu, aðild sem sé endurnýjuð innan tveggja mánaða frá því að núverandi aðild rann út, verði endurnýjuð í 12 mánuði frá því að gildistíminn rann út en að aðild sem sé endurnýjuð tveimur mánuðum eða seinna, eftir að hún rennur út, verði framlengd um 12 mánuði frá dagsetningu endurnýjunar.
Meira
10.11.2022

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók ákvörðun um að ekki væri tilefni til aðgerða vegna notkunar City Bikes ehf. á auðkenninu og vörumerkinu ZOLO.
Meira
19.10.2022

Að velja fasteignalán

Neytendastofa vill í tengslum við umræðu síðustu daga um hækkun vaxta og greiðslubyrði fasteignalána vekja athygli á því að neytendur eiga að fá ýmsar upplýsingar áður en samningur um fasteignalán er gerður. Tilgangurinn með upplýsingunum er að neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun um það hvaða lánsform hentar þeim best auk þess að vita hvernig lánið og greiðslubyrði þess getur breyst á lánstímanum.
Meira
10.10.2022

Shopify gerir ráðstafanir til að koma í veg fyrir brot á réttindum neytenda

Í kjölfar viðræðna á milli Shopify og neytendayfirvalda í Evrópu hefur Shopify samþykkt ákveðnar skuldbindingar til þess að koma í veg fyrir brot á réttindum neytenda.. Aðgerðirnar eru liður í tilkomu nýrrar reglugerðar um rafræna þjónustu (Digital Services Act) og fólu m.a. í sér að koma fyrir hröðu og skilvirku tilkynningarferli fyrir bæði neytendur og neytendayfirvöld. Samþykkti Shopify jafnframt að breyta sniðmátum sínum þannig að seljendur eru neyddir til að veita upplýsingar um sig sjálfan í vefverslun sinni. Er þetta í raun nýstárleg nálgun á neytendavernd sem er gjarnan kölluð „framfylgni með hönnun“ (e. compliance by design).
Meira
20.9.2022

CBD ehf. sektað vegna fullyrðinga á vefsíðunni atomos.is

Neytendastofu barst ábending frá Umhverfisstofnun vegna fullyrðinga á vefsíðu CBD ehf., atomos.is. Fullyrðingarnar lutu að virkni og notkunarmöguleikum snyrtivara sem auglýstar voru á vefsíðunni.
Meira
31.8.2022

Nýjar leiðbeiningar Neytendastofu um merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum

Neytendastofa hefur nú gefið út uppfærðar leiðbeiningar stofnunarinnar um merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum.
Meira
12.8.2022

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar, erindi frá Símanum hf. Í erindinu var kvartað yfir fullyrðingum í auglýsingum keppinautar. Erindinu var vísað frá með vísan til þess að áhersla skuli lögð á mál sem brýnust þykja fyrir heildarhagsmuni neytenda.
Meira
12.8.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa bannaði Bonum ehf., sem rekur Sparibíl, að birta fullyrðinguna „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ og aðrar fullyrðingar um verðhagræði þar sem þær væru ósannaðar. Þá gerði stofnunin Bonum að birta skýringar með auglýsingum um 5 ára ábyrgð bifreiðanna.
Meira
11.8.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um sektir fyrir skort á verðmerkingum.
Meira
11.8.2022

Ákvörðun Neytendastofu vísað til nýrrar meðferðar

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til aðgerða vegna notkunar Fríhafnarinnar á heitunum „Duty Free“ og „Fríhöfn“. Kvartendur kærðu ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur ógilt ákvörðunina og vísað málinu til nýrrar meðferðar stofnunarinnar.
Meira
26.7.2022

Verðhækkun Tripical Travel óheimil

Neytendastofu bárust kvartanir frá ferðamönnum vegna hækkunar Tripical Travel á verði pakkaferða. Í svörum félagsins kom fram að hækkunin væri vegna verulegra hækkana á eldsneytisverði sem félagið hefði ekki geta séð fyrir.
Meira
19.7.2022

Fullyrðingar um ódýrasta rafmagnið og birting verðupplýsinga

Neytendastofu bárust ábendingar um að N1 rafmagn ehf. birti ekki verðupplýsingar fyrir svokallaða þrautavaraleið, ætlaða neytendum sem velja sér ekki raforkusala, ásamt því að birta fullyrðingar í markaðsefni sínu um ódýrasta rafmagnið þrátt fyrir að vera ekki eini raforkusalinn á raforkumarkaði sem biði upp á auglýst verð félagsins til almennra viðskiptavina.
Meira
18.7.2022

Frestur til athugasemda að renna út

Neytendastofa minnir á að frestur til að skila stofnuninni umsögn eða athugasemd við drög að leiðbeiningum um merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum rennur út 25. júlí n.k.
Meira
13.7.2022

Ársskýrsla Neytendastofu er komin út

Ársskýrsla Neytendastofu fyrir árið 2021 er komin út.
Meira
12.7.2022

Tilboðsmerking Costco villandi

Neytendastofu barst ábending um að tilboðsmerking Costco Wholesale Iceland ehf. á nautahakki væri villandi fyrir neytendur þar sem óljóst væri af tilboðsmerkingunni hvað fælist í raun og veru í tilboðinu.
Meira
11.7.2022

Fyrra verð útsöluvara á vefsíðu Forlagsins

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Forlagið ehf. fyrir brot á útsölureglum.
Meira
1.7.2022

Graníthöllin sektuð

Neytendastofu barst ábending um að Graníthöllinn ehf. hafi auglýst verðlækkanir í lengri tíma en sex vikur og að ákveðnar vörur hafi aldrei verið seldar á því fyrra verði sem tilgreint var sem fyrra verð. Í kjölfar ábendingarinnar sendi stofnunin bréf til félagsins þar sem óskað var skýringa og athugasemda.
Meira
30.6.2022

Norrænar eftirlitsstofnanir leggi áherslu á hagsmuni neytenda í stafrænu umhverfi

Neytendastofa fundaði með fulltrúum annarra neytendastofnana frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Noregi og Svíþjóð í júní þar sem rædd voru vandamál neytenda og aðferðafræði stofnananna við eftirlit vegna rafrænna viðskipta.
Meira
23.6.2022

Drög að nýjum leiðbeiningum Neytendastofu um merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum

Neytendastofa vinnur að uppfærslu leiðbeininga um merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum og birtir hér drög að leiðbeiningum til umsagnar.
Meira
22.6.2022

Orkusalan ehf. sektuð

Neytendastofu barst kvörtun frá Orku Náttúrunnar ohf. (ON) vegna viðskiptahátta Orkusölunnar ehf. Málið varðaði annars vegar flutning tiltekinna viðskiptavina ON yfir til Orkusölunnar án fyrirliggjandi samþykkis viðskiptavinanna og hins vegar upplýsingagjöf Orkusölunnar til nýrra viðskiptavina.
Meira
27.5.2022

Auglýsingar Aventuraholidays

Neytendastofu barst ábending um auglýsingar Aventuraholidays. Í ábendingunni voru gerðar athugasemdir við verðlækkun sem kynnt var í auglýsingunum og við fullyrðingarnar „Besta verðið til Tenerife í vetur“ og „Aventura tryggir þér bestu hótelin á Tenerife á miklu betra verði.“
Meira
25.5.2022

Auglýsingar um fría heimsendingu

Neytendastofa tók til skoðunar auglýsingar Nettó um fría heimsendingu ef verslað væri fyrir meira en 5.000 kr. Í ákvörðuninni er um það fjallað að stofnunin geri ekki athugasemdir við það þó fyrirtæki bjóði neytendum kaupauka. Til þess að unnt sé að kynna kaupauka með orðinu „frítt“ þarf hann sannanlega að vera neytendum að kostnaðarlausu, allar forsendur að koma skýrt fram og neytendum ekki veittar villandi upplýsingar með öðrum hætti.
Meira
4.5.2022

Auglýsingar um tilboð á notuðum bílum

Neytendastofa skoðaði vefsíður bílasala með notaða bíla í júlí 2021. Tilgangur skoðunarinnar var að athuga hvort þar væru að finna tilboðsauglýsingar á bifreiðum án þess að fram kæmi fyrra verð. Skoðaðar voru 72 vefsíður og kom í ljós að tilefni var til athugasemda við 53 þeirra.
Meira
27.4.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa tók á síðasta ári ákvörðun gagnvart Cromwell Rugs vegna auglýsinga félagsins um verðlækkun. Neytendastofa tók fyrst bráðabirgðaákvörðun þar sem lagt var bann við háttseminni meðan málið var til meðferðar. Í framhaldinu var tekin stjórnvaldsákvörðun þar sem lögð var 3.000.000 kr. stjórnvaldssekt á Cromwell Rugs því félagið sýndi ekki fram á að verðlækkunin væri rauðveruleg og sannaði ekki fullyrðingar tengdar henni.
Meira
26.4.2022

Sektarákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lagði 100.000 kr. stjórnvaldssekt á Gulla Arnar ehf. fyrir skort á verðmerkingum í bakaríinu.
Meira
26.4.2022

Ákvörðun um að hafna endurupptöku felld úr gildi

Neytendastofu barst krafa frá Orku ehf. um að taka til meðferðar kvörtun yfir notkun Poulsen ehf. á léninu orka.is. Neytendastofa og áfrýjunarnefnd neytendamála höfðu áður fjallað um notkun Poulsen á léninu og því leit Neytendastofa á að nýja kvörtunin væri beiðni um endurupptöku málsins. Var endurupptöku hafnað þar sem skilyrði stjórnsýslulaga til endurupptöku þóttu ekki uppfyllt.
Meira
6.4.2022

Nýjar leiðbeinandi reglur Neytendastofu

Neytendastofa hefur nú gefið út leiðbeinandi reglur um upplýsingar seljanda við fjarsölu sem eru ætlaðar öllum þeim sem selja vörur t.d. á netinu.
Meira
4.4.2022

Cromwell Rugs sektað

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Cromwell Rugs ehf. hafi í auglýsingum sínum viðhaft viðskiptahætti sem væru óréttmætir.
Meira
29.3.2022

Upplýsingar í auglýsingum NúNú lána ehf. um neytendalán

Neytendastofu bárust ábendingar vegna auglýsinga NúNú lána ehf. Ábendingarnar snéru annars vegar að auglýsingu félagsins og hins vegar upplýsingagjöf á vefsíðu þess.
Meira
21.3.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa taldi BPO Innheimtu hafa brotið gegn góðum viðskiptaháttum með innheimtu krafna sem tilkomnar voru vegna smálánaskulda. Í ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að birting krafna í netbönkum neytenda, með öllum gjöldum og áföllnum vanskilakostnaði, áður en neytendur voru upplýstir um efni eða eiganda krafnanna bryti í bága við góða viðskiptahætti. Þá var það niðurstaða Neytendastofu að birting krafna með gjalddaga og eindaga sama dag og kröfurnar voru birtar í netbönkum neytenda þar sem kröfurnar hækkuðu umtalsvert skömmu eftir birtingu þeirra fæli í sér óréttmæta viðskiptahætti. Enn fremur var það niðurstaða Neytendastofu að tilkynning BPO Innheimtu þar sem staðhæft var að allri óvissu um lögmæti krafnanna hafi verið eytt, hafi verið villandi gagnvart neytendum. Neytendastofa bannaði félaginu að viðhafa þessa viðskiptahætti og lagði á það stjórnvaldssekt.
Meira
18.3.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest Skanva

Neytendastofa sektaði Skanva fyrir brot á útsölureglum og eldri ákvörðun stofnunarinnar með kynningum um 35% lægra netverð. Neytendastofa fór fram á að félagið sannaði að verðlækkunin væri raunveruleg en Skanva lagði ekki fram fullnægjandi gögn eða sýndi fram á það með öðrum fullnægjandi hætti að vörurnar hefðu verið seldar á hærra verði áður en verð þeirra lækkaði.
Meira
18.3.2022

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lagði bann við sölu og afhendingu á kertum sem seld voru í verslunum Samkaup þar sem ekki var sýnt fram á öryggi kertanna.
Meira
25.2.2022

Drög að leiðbeiningum fyrir seljendur við fjarsölu

Neytendastofa hefur sett upp drög að leiðbeiningum fyrir seljendur við fjarsölu. Í leiðbeiningunum er fjallað um upplýsingaskyldu seljenda þegar vara eða þjónusta er boðin til sölu t.d. á netinu. Leiðbeiningarnar byggja á ákvæðum laga um neytendasamninga, laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu og laga um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.
Meira
8.2.2022

Sektir vegna verðmerkinga

Neytendastofa hefur sektað Flamingó, Heimaey, N1 Friðarhöfn, Póley, Salka og Tvistinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar.
Meira
25.1.2022

Viðskiptahættir Stóru bílasölunnar ehf.

Neytendastofu barst ábending yfir auglýsingum Stóru bílasölunnar ehf. um að í auglýsingum félagsins kæmu fram rangar fullyrðingar um þá bíla sem félagið selji. Málið varðaði annars vegar skort á lögboðnum upplýsingum um auglýst bílalán og hins vegar fullyrðingar félagsins „ódýrasti smájeppinn fyrir íslenskar aðstæður“ og „allt að 100% lánamöguleiki“ ásamt verðsamanburð við ótilgreint listaverð hjá umboði.
Meira
21.1.2022

Frávísun mála – Málsmeðferð Neytendastofu

Neytendastofa vísaði 11 erindum frá án eflislegrar meðferðar á árinu 2021 sem er veruleg aukning frá því sem verið hefur. Fjölgun frávísunar mála á rætur að rekja til lagabreytingar sem gerð var árið 2020 sem kveður á um að Neytendastofa ákveði hvort erindi sem berst stofnuninni gefi nægar ástæður til rannsóknar.
Meira
17.1.2022

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar, erindi frá Flekaskilum ehf. Í erindinu var kvartað yfir auglýsingum keppinautar á hótelbókunarkerfi.
Meira
TIL BAKA