Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
23.12.2025
Gleðilega hátíð

Starfsfólk Neytendastofu óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
Meira19.12.2025
Sekt fyrir óviðunandi verðmerkingar
Neytendastofa gerði skoðun á ástandi verðmerkinga í verslunum sem staðsettar voru á Smáratorgi og Dalvegi í byrjun október sl. Farið var í 18 verslanir og skoðað hvort verðmerking væru sýnilegar á söluvörum og ústillingum verslananna. Í kjölfarið voru gerðar athugasemdir við 9 verslanir sem bæta þurftu verðmerkingar.
Meira18.12.2025
Piknik sektað fyrir brot gegn ákvörðun
Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart SH Import, rekstraraðila Piknik og vefsíðunnar piknik.is í júní 2024, vegna auglýsinga og markaðssetningu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum. Niðurstaða Neytendastofa í málinu var að félagið hafi brotið gegn auglýsingabanni með ólögmætum auglýsingum á slíkum vörum og lögð stjórnvaldssekt á Piknik. Var félaginu gefinn fjögurra vikna frestur til að fjarlægja markaðsefnið sem ákvörðunin laut að.
Meira15.12.2025
Ákvörðun um verðupplýsingar á vefsíðu Fasteignaskoðunar
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í máli Fasteignaskoðunar vegna skorts á upplýsingum um endanlegt verð á vefsíðunni fasteignaskodun.is. En á verðskrá vefsíðunnar er einungis að finna upplýsingar um verð á þjónustu án virðisaukaskatts.
Meira11.12.2025
Ilva sektað fyrir villandi auglýsingar um afslætti
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart ILVA ehf. vegna viðskiptahátta og markaðssetningu félagsins er viðkom tíðum afsláttarkjörum og auglýsingum um afslætti.
Meira3.12.2025
Villandi auglýsingar Á. Óskarssonar og Co.
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Á. Óskarsson og Co. ehf. vegna auglýsinga félagsins á samfélagsmiðlum. Í auglýsingunum, sem voru tvennskonar, var annarsvegar auglýst lægsta verð vöruflokks og birt mynd af talsvert dýrari vöru innan vöruflokksins og hinsvegar auglýstar vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða.
Meira