Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir árum

29.12.2015

Neytendur sýni varúð

Mynd með frétt
Flugelda og skotkökur er leyfilegt að selja og nota á tímabilinu 28. desember til 6. janúar. Skoteldar eru í eðli sínu hættuleg vara sem gerir ríkar kröfur til þess að neytendur sýni aðgæslu við meðferð og notkun þeirra.
Meira
23.12.2015

Móttaka og skiptiborð lokuð í dag

Mynd með frétt
Móttaka Neytendastofu verður lokuð á Þorláksmessu og á aðfangadag. Hægt verður að senda fyrirspurnir á postur@neytendastofa.is. Starfsfólk Neytendastofu óskar landsmönnum gleðilegrar hátíða.
Meira
22.12.2015

Skoðun á forpökkuðum laxi og tígrisrækjum.

Neytendastofa skoðaði í byrjun desember forpakkaðan lax frá Betri vörum og forpakkaðar tígrisrækjur frá Innnes. Ákveðið var að skoða umræddar vörur eftir að athugasemdir bárust frá neytendum um að ekki væri samræmi á milli merkinga á umbúðum og nettóþyngdar vöru. Þyngd laxins var ekki í samræmi við það sem stóð á pakkningunni heldur var 20% lægra verð.
Meira
22.12.2015

Neytendastofa bannar tilboðsauglýsingar PEP flugelda

Neytendastofa hefur bannað birtingu auglýsingar PEP flugelda þar sem kemur fram að tilboð sé á flugeldum.
Meira
22.12.2015

Dagsektir á Kredia og Smálán felldar úr gildi

Neytendastofa lagði dagsektir á félögin Kredia og Smálán með ákvörðun nr. 3/2015 þar sem félögin höfðu ekki farið að ákvörðun stofnunarinnar nr. 28/2014 og úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2014.
Meira
21.12.2015

Veitingastaðir sektaðir

Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum á veitingastöðum í og við miðbæ Reykjavíkur sektað níu veitingastaði vegna ástands verðmerkinga hjá þeim.
Meira
16.12.2015

Hekla innkallar Volkswagen Caddy

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Volkswagen AG um innköllun á Caddy bifreiðum sem framleiddar voru frá maí 2012 til janúar 2013. Ástæða innköllunar er sú að möguleiki er á að jarðsamband fyrir rafmagnsstjórnbox sé ekki fest með réttum hætti.
Meira
14.12.2015

Jokumsen innkallar barnakjóla

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá Jokumsen netverslun. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd í þremur barnakjólum samræmast ekki lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og staðalinn ÍST EN 14682:2014 um öryggi barnafatnaðar. Vörurnar sem um ræðir eru fjólublár kjóll með blómum og slaufu, túrkís kjóll með pallíettum og blómi og bleikur og silfurlitaður pallíettukjól
Meira
14.12.2015

Brimborg innkallar Volvo bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg á Íslandi varðandi innköllun á 65 Volvo XC60, V60, V60cc, S60, XC70, V70 og S60cc bifreiðum af árgerðinni 2016.
Meira
2.12.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða í tilefni af notkun Go Green ehf. á léninu gogreencars.is. Taldi Neytendastofa auðkennin innihalda almenn orð auk þess sem áhersluorðið „go“ fremst í vörumerki Go Green dragi úr hættu á ruglingi.
Meira
30.11.2015

Áfrýjunarnefnd bannar lénið heklacarrental.is

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að banna Guðmundi Hlyni Gylfasyni ekki að nota lénið heklacarrental.is þar sem lénið væri ekki notað í atvinnustarfsemi og engin atvinna rekin undir léninu. Þá teldi stofnunin ekki hættu á að neytendur villist á léninu og auðkennum Heklu hf.
Meira
27.11.2015

Hópkaupum gert að greiða dagsektir

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Hópkaup skuli greiða dagsektir kr. 50.000 á dag þar til félagið breytir upplýsingum á vefsíðu sinni og skilmálum. Neytendur hafa lögbundinn rétt til að skila vöru sem keypt er á netinu í 14 daga frá gerð samnings og fá endurgreiðslu kaupverðsins. Nánari upplýsingar um skilarétt má sjá hé
Meira
26.11.2015

Endurmenntunarnámskeið vigtarmanna.

Neytendastofa mun í byrjun næsta árs bjóða upp á í fyrsta sinn í fimm ár endurmenntunarnámskeið fyrir vigtarmenn. Með útgáfu laga nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn var gildistími löggildingar vigtarmanna lengdur úr fimm árum í tíu ár.
Meira
25.11.2015

Neytendastofa sektar Íslenskt meðlæti

Árið 2009 tók Neytendastofa ákvörðun um að Eggert Kristjánsson hf. hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að veita neytendum villandi upplýsingar um uppruna frosins grænmetis sem selt er undir vörumerkinu Íslenskt meðlæti. Í kjölfar ákvörðunarinnar var bætt við upplýsingum á umbúðum vörunnar um uppruna hennar og var afskiptum Neytendastofu af málinu þar með lokið.
Meira
23.11.2015

Heimkaup sektað fyrir brot á útsölureglum

Neytendastofa tók til skoðunar framkvæmd Heimkaupa við tilboð og útsölur. Málið snéri fyrst og fremst um það að stofnunin gengi úr skugga um að vörur hafi verið seldar á tilgreindu fyrra verði áður en afsláttur var auglýstur. Við meðferð málsins kom fram að flestar af þeim vörum sem málið snéri að höfðu ekki verið til sölu áður og var að sögn Heimkaupa um að kynningartilboð að ræða.
Meira
20.11.2015

1909, Múla og Hraðpeningum gert að greiða dagsektir

Neytendastofa hefur nú tekið ákvörðun um að Neytendalán ehf., rekstaraðili smálánafyrirtækjanna 1909, Múla og Hraðpeningar, skuli greiða 250.000 kr. dagsektir.
Meira
20.11.2015

Upplýsingagjöf í tengslum við neytendalán

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir um að Heimkaup og Elko hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að birta ekki fullnægjandi upplýsingar á heimasíðum sínum um lán sem veitt eru til kaupa á vörum.
Meira
19.11.2015

Tölvuskeyti Beiersdorf til viðskiptavina Celsus

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun vegna kvörtunar Celsus hjúkrunar- og heilsuvörur ehf. yfir fullyrðingum í tölvupósti Beiersdorf ehf. til tiltekins hóps viðskiptavina félaganna.
Meira
18.11.2015

Hundasnyrtistofur þurfa að bæta verðmerkingar

Mynd með frétt
Neytendastofa kannaði í kjölfar ábendinga verðmerkingar í gæludýraverslunum, hundasnyrtistofum og á vefsíðum þeirra. Í byrjun nóvember var farið í 10 gæludýraverslanir og fjórar hundasnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu. Athugað var hvort vörur í verslununum væru verðmerktar og hvort verðskrá yfir þjónustu hundasnyrtistofa væri sýnile
Meira
17.11.2015

Bernhard innkallar 414 Honda Jazz bifreiðar

Vörumerki Honda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi 414 Honda Jazz bifreiðar af árgerðinni 2004-2006.
Meira
16.11.2015

Hekla hf innkallar tvær Mitsubishi Outlander bifreiðar

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Hekla hf varðandi innköllun á Mitsubishi Outlander PHEV vegna möguleika á að tengistykki milli bensínrörs og hosu sé
Meira
12.11.2015

BL ehf innkallar 186 Hyundai bifreiðar

Lógó Hyundai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 186 Hyundai I30 bifreiðum, framleiddar frá 1.nóvember 2009 til 30. apríl 2010.
Meira
9.11.2015

Neytendastofa sektar 365 miðla

Í kjölfar ábendinga frá neytendum tók Neytendastofa upp að nýju mál vegna tilkynninga í tengslum við verðbreytingar hjá 365 miðlum. Stofnunin tók árið 2009 ákvörðun um að 365 miðlar hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að tilkynna viðskiptavinum sínum ekki með fullnægjandi
Meira
9.11.2015

Útvarpsauglýsing Skeljungs villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Olíuverzlun Íslands hf. vegna auglýsinga Skeljungs á Orkulyklinum, en í auglýsingunni kom fram fullyrðingin: „[Orkulykillinn] veitir afslátt af ódýrasta eldsneytinu á Orkunni og á þjónustustöðvum Shell.“
Meira
6.11.2015

Neytendastofa sektar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar

Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum á Suðurlandi og í Reykjavík sektað sex fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga hjá þeim. Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða almennt
Meira
4.11.2015

Verðmerkingar í verslunum og á vefsíðum golfverslana

Neytendastofa kannaði verðmerkingar og merkingar á vefsíðum golfverslana á Höfuðborgarsvæðinu. Skoðað var hjá Golfbrautin, Golfbúðin, Golfskálinn, Hole in One og Örninn Golfverslun.
Meira
2.11.2015

Lindex innkallar barnavesti

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Lindex á bleiku barnavesti með vörunúmeri 7233167 sem uppfyllir ekki gæða- og öryggisskilyrði. Í tilkynningu frá Lindex kemur fram að hnapparnir hafa ekki verið festir
Meira
30.10.2015

Ólavía og Oliver innkalla Julia barnarúm

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun hjá Ólavíu og Oliver á barnarúmi frá Basson sem heitir Julia. Barnarúmið getur verið hættulegt börnum þar sem þeim getur stafað hengingarhætta af því hvernig horn rúmsins eru hönnuð.
Meira
28.10.2015

Toyota innkallar 2249 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 2249 Yaris, Corolla, Auris, Rav4, Urban Cruiser bifreiðar af árgerðum frá 2005-2010.
Meira
23.10.2015

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála um loftið

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að notkun Boltabarsins á heitinu væri til þess fallin að valda ruglingshættu við Loft Bar sem rekinn er af Farfuglum ses. Taldi Neytendastofa að líta yrði til þeirrar ríku
Meira
22.10.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 53/2014 vegna kvörtun Norðurflugs ehf. vegna notkunar Þyrluþjónustunnar ehf. á lénunum helicopters.is, helicoptericeland.is og vörumerkinu HELO HELICOPTER SERVICE OF ICELAND
Meira
21.10.2015

Innköllun á Silver Cross Micro kerrum

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Silver Cross Micro kerru. Ástæða innköllunarinnar er að hætta er á að barn geti skorið sig á skörpum brúnum eða klemmt
Meira
15.10.2015

Lokun skiptiborðs Neytendastofu vegna verkfalls SFR

Skiptiborð Neytendastofu verður að óbreyttu lokað frá fimmtudeginum 15. október til miðvikudagsins 21. október vegna verkfalls félagsmanna SFR. Ekki verður brugðist við tölvupósti á netfangið postur@neytendastofa.is fyrr en að verkfalli loknu á miðvikudag.
Meira
14.10.2015

Toyota innkallar 32 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 32 Toyota Proace bifreiðar árgerð 2013.
Meira
6.10.2015

Öryggi neytenda í Evrópu

Rapex er tilkynningarkerfi eftirlitsstjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem fram koma ábendingar til allra ríkja um hættulegar vörur aðrar en matvæli, lækningavörur og lyf. Hlutverk þess er að miðla upplýsingum um hættulegar vörur eins fljótt og auðið er.
Meira
5.10.2015

Hekla hf innkallar loftpúða í Mitsubishi Lancer

Mynd með frétt
Hekla hf innkallar loftpúða í Mitsubishi Lancer Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Hekla hf varðandi innköllun á loftpúðum. Mitsubishi hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi Lancer árgerðum 2003 til 2008.
Meira
1.10.2015

Villandi samanburðarauglýsingar Gagnaveitunnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Símanum vegna auglýsinga Gagnaveitunnar á ljósleiðara. Í auglýsingunum var vatnsglas og vatnsflaska meðal annars notuð sem myndlíking fyrir eiginleika ljósleiðara samanborið við aðra gagnaflutningstækni á markaði.
Meira
30.9.2015

Neytendastofa sektar Símann

Neytendastofa hefur lagt 1.500 þús. kr. stjórnvaldssekt á Símann fyrir villandi og ósanngjarnar auglýsingar. Um er að ræða annars vegar fullyrðingu um að Vodafone hafi slökkt á hliðrænum útsendingum RÚV og neytendur hvattir til að flytja sjónvarpsviðskipti sín yfir til Símans. Hins vegar er um að ræða auglýsingar þar sem ýmist var fullyrt að 70% landsmanna segi Sjónvarp Símans standa framar helsta keppinaut, að 70% landsmanna velji Sjónvarp Símans eða að 70% velji Sjónvarp Símans.
Meira
29.9.2015

Neytendastofa sektar sjö matvöruverslanir

Neytendastofa hefur sektað sjö rekstraraðila matvöruverslana fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar. Voru verslanirnar sektaðar um samtals 6.050.000 kr.
Meira
28.9.2015

Rúmfatalagerinn innkallar hluta af barnaferðarúmi

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun hjá Rúmafatalagernum á skiptiborði sem fylgir barnaferðarúmi Sanibel/Nappedam vörunúmer 3902206. Varan hefur verið til sölu í öllum verslunum Rúmfatalagersins frá ágúst 2013.
Meira
23.9.2015

Skorkort neytendamála sýnir þörf á úrlausnarleiðum utan dómstóla

Skorkort neytendamála fyrir árið 2015 sýnir að markaður fyrir rafræn viðskipti yfir landamæri hefur enn tækifæri til að stækka. Aðspurðir svörðu 61% neytenda því að þeir upplifi sig öruggari í viðskiptum í sínu ríki heldur en yfir landamæri. Skorkortið, sem einblínir að þessu sinni á rafrænan innri markaði, leiðir einnig í ljós að vantraust, landfræðilegar hindranir og mismunun í verði eru enn helstu hindranirnar fyrir rafræn viðskipti yfir landamæri.
Meira
18.9.2015

Ilva innkallar barnarúm

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Ilvu á Malik barnarúmum vegna mögulegrar slysahættu. Ástæða innköllunar er sú að barnarúmin eru ekki nægilega örugg og uppfylla ekki kröfur um öryggi.
Meira
16.9.2015

Námskeið vigtarmanna 5. – 7. Október

Neytendastofa mun daganna 5. - 7. október standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn. Námskeiðið verður einnig tengt með fjarfundarbúnaði við fræðslu- og símenntunarmiðstöðina Visku í Vestmannaeyjum.
Meira
14.9.2015

Samanburðarauglýsingar Skjásins brutu ekki gegn lögum

Neytendastofu barst kvörtun frá 365 miðlum ehf. vegna samanburðarauglýsinga Skjásins ehf. á Skjá Einum þar sem bornar voru saman ágæti sjónvarpsáskrifta Skjásins og Stöð 2.
Meira
11.9.2015

Neytendastofa sektar bílasölur

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að tvær bílasölur skuli greiða dagsektir þar til fullnægjandi úrbætur hafa verið gerðar á vefsíðum fyrirtækjanna. Neytendastofa gerði skoðun á vefsíðum allra bílasala með notaða bíla og gerði kröfur um úrbætur þar sem þörf var á.
Meira
11.9.2015

Slæmt ástand verðmerkinga á Hellu og Hvolsvelli

Neytendastofa gerði könnun í júlí sl. á ástandi verðmerkinga hjá 15 fyrirtækjum á Hellu og Hvolsvelli. Þessari könnun var svo fylgt eftir í lok ágúst og var ástand skoðað hjá þeim sex verslunum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við eftir fyrri heimsókn
Meira
4.9.2015

Seinni eftirlitsferð á Selfoss og í Hveragerði

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga og hvort að það væri ekki samræmi á milli hillu- og kassaverðs hjá 54 verslunum í Hveragerði og á Selfossi. Kom í ljós að verðmerkingar voru ekki í lagi í 23 fyrirtækjum. Þegar könnuninni var fylgt eftir kom í ljós að níu fyrirtæki höfðu ekki farið eftir fyrirmælum Neytendastofu um að lagfæra verðmerkingarnar hjá sér.
Meira
2.9.2015

Ólavía og Óliver innkalla barnabók

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ólavíu og Óliver vegna innköllunar á Heimess barnabók með áfastri snuðkeðju. Ástæða innköllunarinnar er köfnunarhætta þar sem keðjan getur fest í koki barns
Meira
25.8.2015

Aðeins ein vefsíða í lagi

Neytendastofa gerði könnun á 15 íslenskum vefsíðum sem selja barnafatnað á netinu. Athugað var hvort vefsíðurnar uppfylltu kröfur um merkingar á fatnaði og hvort fullnægjandi upplýsingar væru að finna um viðkomandi söluaðila. Af þeim síðum sem skoðaðar voru var aðeins ein vefsíða í lagi
Meira
21.8.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa bannaði DV ehf. birtingu fullyrðingarinnar „frítt“ og „í kaupbæti“ í auglýsingum dagblaðsins á áskriftarleið með iPad spjaldtölvu. Taldi stofnunin að kostnaður vegna iPad spjaldtölvunarinnar í áskriftarleið DV
Meira
20.8.2015

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Neytendastofa tók með bréfi dags. 13. mars 2015 þá ákvörðun um að taka kvörtun varðandi neytendalán ekki til efnislegrar meðferðar eða frekari afgreiðslu.
Meira
20.8.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa bannaði bakaríinu Reynir bakari að notast við orðið konditori í vörumerki og auglýsingum með ákvörðun 6/2015. Stofnuninni hafði borist kvörtun frá Konditorsambandi Íslands þar sem fram kom að ábyrgðaraðili bakarísins hafi ekki réttindi til að nota þetta lögverndaða starfsheiti
Meira
19.8.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók þá ákvörðun þann 29. janúar 2015 að ekki væri ástæða til aðgerða vegna viðskiptahátta Eignamiðlunar Suðurnesja ehf. við gerð samnings um söluþjónustu fasteignasala. Með úrskurði nr. 4/2015 staðfesti áfrýjunarnefnd neytendamála þá niðurstöðu.
Meira
19.8.2015

Máli vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála

Kredia ehf. og Smálán ehf. kærðu til áfrýjunarnefndar neytendamála þá ákvörðun Neytendastofu að leggja dagsektir á félögin þar til farið yrði að ákvörðun Neytendastofu nr. 28/2014 um útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
Meira
17.8.2015

94% neytenda vilja aðstoð Neytendastofu

Ársskýrsla Neytendastofu er komin út. Í skýrslunni er m.a. að finna niðurstöður úr þjóðmálakönnun Háskóla Íslands þar sem fram kemur að 94% neytenda vilja fá aðstoð Neytendastofu ef þeir eru ósáttir eða lenda í vandræðum í viðskiptum sínum við kaup og sölu á vörum eða þjónustu
Meira
14.8.2015

Könnun á mat- og drykkjaseðlum í Reykjavíkur

Neytendastofa kannaði veitingastaði og kaffihús í og við miðbæ Reykjavíkur í þeim tilgangi að athuga hvort farið væri eftir reglum um verðmerkingar. Skoðað var hvort matseðill væri við inngöngudyr og hvort upplýsingar um magn drykkja kæmu þar fram
Meira
13.8.2015

BL ehf innkallar 157 Subaru bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. að innkalla þurfi 79 Subaru Forester og 78 Subaru XV Impreza bifreiðar af árgerðunum 2012-2014.
Meira
11.8.2015

Toyota innkallar 3563 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 2899 Yaris og 664 Hilux bifreiðar af árgerðum 2006-2011. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum,
Meira
5.8.2015

BL ehf innkallar 146 Land Rover bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. að innkalla þurfi 146 Land Rover bifreiðar af árgerðinni 2006-2012.
Meira
31.7.2015

BL ehf innkallar Range Rover bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. að innkalla þurfi 29 Range Rover bifreiðar af árgerðinni 2013-2016. Ástæða innköllunarinnar er að það getur gerst að hurðir bílanna lokist ekki tryggilega
Meira
29.7.2015

Toyota innkallar 119 Aygo bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 119 Aygo bifreiðar af árgerðinni 2014-2015.
Meira
27.7.2015

Það þarf að bæta verðmerkingar í Vestmannaeyjum

Neytendastofu hafa í gegnum tíðina borist fjöldi ábendinga varðandi verðmerkinga í Vestmannaeyjum. Fulltrúar stofnunarinnar fóru í kjölfar þess til Vestmannaeyja í byrjun júlí og gerðu könnun á því hvort verðmerkingar hjá verslunum uppfylltu skilyrði laga og reglna.
Meira
24.7.2015

Ástand verðmerkinga á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði

Neytendastofa athugaði í júní sl. hvort að samræmi væri á milli hillu- og kassaverð í 20 verslunum í Árborg og Hveragerð, um leið var athugað hvort að verðmerkingar væru í lagi og hvort vogir í kjörborði matvöruverslana væru löggiltar. Farið var á 10 bensínstöðvar, þrjú apótek, fimm matvöruverslanir og tvær byggingavöruverslanir.
Meira
23.7.2015

BL ehf innkallar 235 Renault Clio IV bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 235 Renault Clio IV bifreiðar af árgerðinni 2014-2015. Ástæða innköllunarinnar
Meira
22.7.2015

Ástand verðmerkinga á Hellu og Hvolsvelli

Neytendastofa kannaði verðmerkingar hjá fyrirtækjum á Hellu og Hvolsvelli þann 7.júlí sl. Farið var í 15 fyrirtæki og fengu sex þeirra fyrirmæli frá Neytendastofu um að bæta ástand verðmerkinga.
Meira
21.7.2015

Toyota innkallar 5450 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 5450 Yaris, Corolla, Avensis og Lexus SC430 bifreiðar af árgerðum 2003-2008. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum, röng hleðsla í drifbúnaði öryggispúðanna
Meira
20.7.2015

Verðmerkingar í byggingavöruverslunum og timbursölum á höfuðborgarsvæðinu

Neytendastofa kannaði verðmerkingar hjá níu byggingavöruverslunum og fimm timbursölum. Þær níu byggingavöruverslunum sem skoðaðar voru tilheyrðu Bauhaus, Byko, BYMOS, Fossberg, Húsasmiðjunni og Múrbúðinni. Kannaðar voru verðmerkingar almennt auk þess sem teknar voru 25 vörur af handahófi þar sem borið var saman hillu- og kassaverð.
Meira
17.7.2015

Bílabúð Benna ehf. innkallar 286 Chevrolet Captivur

Lógó Chevrolet
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna varðandi innkallanir á 286 Chevrolet Captiva bifreiðum af árgerð 2011-2015
Meira
17.7.2015

Verðmerkingar og vínmál í Hveragerði og á Selfoss

Neytendastofa skoðaði í Hveragerði og Selfossi verðmerkingar og hvort að vínmál á veitingastöðum væru lagi. Farið var á þrjá veitingastaði í Hveragerði og þrjá á Selfossi. Kannað var hvort matseðill væri við inngang og magnupplýsingar drykkja kæmu fram á matseðli. Af þessum sex veitingastöðum
Meira
15.7.2015

Toyota á Íslandi innkallar 145 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á sjö Prius + bifreiðum og 138 Auris bifreiðum, árgerð 2010-2014. Ástæða innköllunarinnar er að uppfæra þarf forrit í stjórntölvu fyrir rafmótora.
Meira
14.7.2015

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli 20/2014 komist að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hafi brotið gegn ákvæðum þágildandi laga um neytendalán með skilmála um vaxtaendurskoðun
Meira
13.7.2015

Auk neytendavernd með bílaleigubíla í Evrópu

Í dag, 13. júlí, hafa fimm stór bílaleigufyrirtæki samþykkt að endurskoða framkvæmd sína gagnvart neytendum í kjölfar sameiginlegra aðgerða neytendayfirvalda í Evrópu og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Neytendur munu hagnast af skýrari skilmálum um tryggingar og eldsneytisáfyllingar
Meira
13.7.2015

BL ehf innkallar 75 Dacia Duster bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 75 Dacia Duster bifreiðar af árgerðinni 2015. Ástæða innköllunarinnar er að athuga þarf handbremsubarka hvort losnað hafi upp á þeim við handbremsuhandfang inní bíl.
Meira
9.7.2015

Dagsektir lagðar á Define the line

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun þess efnis að vefverslunin Define the line skuli greiða dagsektir þar til upplýsingum á síðunni verður komið í lag.
Meira
8.7.2015

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu frá 30. október 2014. Neytendastofa taldi ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunar um öryggisgalla í undirskriftarbúnaði Auðkennis. Þá taldi Neytendastofa að kvartandi hafi ekki verið aðili að rannsókn stofnunarinnar í kjölfar kvörtunarinnar.
Meira
6.7.2015

Suzuki bílar hf innkallar 221 Suzuki Ignis bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki um innköllun á 221 Suzuki Ignis bifreiðum af árgerðinni 2001-2006. Ástæða innköllunarinnar er að feiti sem notuð er á snertur kveikjulásins getur orðið leiðandi af hitamyndun sem verður við neista myndun
Meira
2.7.2015

Aðeins 25% matvöruverslana hafa lagað verðmerkingar

Neytendastofa kannaði nýlega ástand verðmerkinga hjá matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Því var svo fylgt eftir núna í júní og var farið í þær 24 verslanir sem stofnunin hafði gert athugasemd við í fyrri heimsókn. Eins og áður voru valdar 50 vörur af handahófi og samræmi á milli hillu og kassaverðs athugað auk þess sem skoðað var almennt hvort vörur í verslununum væru verðmerktar.
Meira
1.7.2015

10 ára afmæli Neytendastofu

Mynd með frétt
Neytendastofa fagnar 10 ára stofnafmæli sínu í dag 1. júlí 2015 er lög nr. 62/2005, um Neytendastofu tóku gildi. Neytendum eru tryggð margvísleg réttindi í viðskiptum og stofnun sérstaks eftirlits með réttindum neytenda markaði þáttaskil í neytendavernd hér á landi
Meira
30.6.2015

BL ehf innkallar Nissan Note og Nissan Leaf bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi fimm Nissan Note og 30 Nissan Leaf bifreiðar af árgerðinni 2013-2014.
Meira
26.6.2015

BL ehf innkallar Subaru Impreza XV bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 15 Subaru Impreza XV bifreiðar af árgerðinni 2012. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að þegar setið er í farþegasæti og aukahlutur er tengdur við 12V notenda innstungu bifreiðar t.d. Ipod eða snjallsíma og viðkomandi snertir járn íhluti bílsins sem er jarðtengdur
Meira
24.6.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu. Olís og Atlantsolía kvörtuðu til Neytendastofu yfir auglýsingum og kynningarefni Orkunnar þar sem fram kom að Orkan byði ávallt upp á lægsta eldsneytisverðið eða ódýrasta eldsneytið töldu félögin fullyrðingarnar ekki standas
Meira
22.6.2015

Norræn neytendayfirvöld samhæfa aðgerðir gegn duldum auglýsingum

Á fundi norrænna neytendayfirvalda í Osló þann 15. – 16. júní síðastliðinn var meðal annars rætt að duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa aukist á undanförnum árum. Breið samstaða er um aukið norrænt samstarf og samhæfingu aðgerða á þessum vettvangi. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu norræna neytendayfirvalda sem birtist í dag.
Meira
18.6.2015

Um 2500 tilkynningar varðandi hættulegar vörur í Evrópu

Á árinu 2014 voru samtals 2.435 tilkynningar um hættulegar vörur á heimasíðu Rapex. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rapex sem nú hefur verið gefin út fyrir árið 2014. Flestar vörurnar voru leikföng, fatnaður, vefnaðarvörur og tískuvörur. Rapex er tilkynningarkerfi eftirlitsstjórnvalda þar sem koma fram ábendingar til allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu varðandi hættulegar vörur.
Meira
16.6.2015

Neytendastofa kannar blöðrur

Mynd með frétt
Neytendastofa fór núna á dögunum og kannaði merkingar á blöðrum. Á pakkningunni þarf að koma fram að blöðrur séu ekki fyrir átta ára og yngri til að blása upp. Farið var í Hagkaup, Nettó, Krónuna, Bónus, Rúmfatalagerinn, Partýbúðina, A4 og Megastore. Alls voru 350 blöðrur skoðaðar og voru allar merkingar á þeim í lagi.
Meira
15.6.2015

Neytendastofa sektar bakarí

Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu sektað þrjú fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga. Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða ástand verðmerkinga í miklum fjölda bakaría annars vegar í febrúar og hins vegar í apríl 2015. Í seinni eftirlitsferð Neytendastofu hafði ástand verðmerkinga batnað umtalsvert
Meira
14.6.2015

Go Green heimilt að nota gogreencars.is

Neytendastofu barst kvörtun frá bílaleigunni Green Car þar sem kvartað var yfir notkun bílaleigunnar Go Green á léninu gogreencars.is. Taldi Green Car lénið svo líkt léni Green Car, greencar.is, að hætta væri á að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum.
Meira
12.6.2015

Viljayfirlýsingu á milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína

Innanríkisráðuneytið og Stjórnardeild Alþýðulýðveldisins Kína um gæðaeftirlit, skoðanir og sóttvarnir hafa undirritað viljayfirlýsingu á milli ríkjanna eða MOU (e. Memorandum of Understanding). Samkomulagið hefur verið í vinnslu síðan Liu Yuting, aðstoðarráðherra heimsótti Ísland árið 2013. Frá þeim tíma hafa sérfræðingar skipst á drögum sem eru nú endanleg og var yfirlýsingin undirrituð þann 11. júní síðastliðinn
Meira
12.6.2015

Ábyrgðir þegar raftæki eru keypt á netinu

Neytendastofa tók síðast liðið haust þátt í samræmdri skoðun neytendayfirvalda á Evrópska efnahagssvæðinu á samtals 437 vefsíðum sem selja raftæki (t.d. farsíma, tölvur, myndavélar og sjónvörp). Þar af voru 12 íslenskar vefsíður skoðaðar af Neytendastofu sem valdar voru með hliðsjón af stærð og vinsældum
Meira
11.6.2015

Tiger innkallar viðarvélmenni

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á viðarvélmenni vegna verksmiðjugalla. Þessi útgáfa af vélmennum getur verið hættuleg þar sem eyrun á hliðunum geta dottið af og valdið köfnunarhættu
Meira
10.6.2015

Leiðbeiningar Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar

Mega auglýsingar vera í formi „frétta“? Má borga fyrir góða umfjöllun um sig í dagblaði eða tímariti eða jafnvel fyrir slæma umfjöllun um keppinaut? Þurfa bloggarar að segja frá því þegar þeir skrifa um vörur eða þjónustu sem þeir hafa fengið gefins?
Meira
9.6.2015

BL ehf innkallar 61 Subaru Outback bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 61 Subaru Outback bifreiðar af árgerðinni 2015.
Meira
8.6.2015

Innköllun Apple á Beats Pill XL ferðahátalara

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist ábending um innköllun Apple á Beats Pill XL ferðahátalara. Það er mat Apple að í undantekningartilvikum geti rafhlaðan í ferðahátalaranum ofhitnað og valdið brunahættu sem ollið gæti minniháttar líkams- eða eignatjóni
Meira
5.6.2015

Sektarákvörðun staðfest

Neytendastofa lagði 50.000 kr. stjórnvaldssekt á JR húsið, sem rekur Bíla áttuna, fyrir ófullnægjandi verðmerkingar í lok árs 2014. Bíla áttan kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar og fór fram á að hún yrði felld úr gildi enda væri óeðlilegt og skjóti skökku við að leggja stjórnvaldssekt á félagið eftir að lagfæringum á verðmerkingum hafi verið lokið.
Meira
3.6.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa taldi ekki ástæðu til aðgerða í tilefni kvörtunar Iceland Taxi yfir notkun Iceland Taxi Tours á auðkenninu, eins og fram kom í ákvörðun stofnunarinnar nr. 52/2014.
Meira
29.5.2015

BL ehf innkallar 98 Renault Master III og Trafic III bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 35 Renault Master III og 52 Renault Trafic III bifreiðar af árgerðunum 2014-2015. Ástæða innköllunarinnar er að athuga þarf lásfestingu fyrir ytri hurðahúna
Meira
28.5.2015

Samanburður Augljós ekki villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Sjónlagi yfir samanburðarauglýsingu Augljóss þar sem borin voru saman verð á laser augnaðgerðum. Taldi Sjónlag auglýsinguna villandi og ósanngjarna bæði gagnvart neytendum og keppinautum m.a. þar sem bornar voru saman aðgerðir framkvæmdar með ólíkum aðferðum.
Meira
27.5.2015

BL ehf innkallar 1.989 Nissan og Subaru bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 1462 Nissan Double Cab, Almera, Patrol, Terrano og X-Trail einnig 527 Subaru Impreza/WRX bifreiðar af árgerðunum 2004 - 2007.
Meira
26.5.2015

Hvert á að leita ef flug tefst eða fellur niður vegna verkfalls?

Félagsmenn VR hafa boðað til verkfalls, m.a. í flugafgreiðslu, dagana 31. maí og 1. júní næstkomandi og allsherjarverkfalls frá 6. júní næstkomandi. Óljóst er að hvaða áhrif þetta mun hafa á flugsamgöngur en gott er fyrir neytendur að vita hvert á að leita.
Meira
25.5.2015

Toyota á Íslandi að innkallar 1279 RAV4, Hilux og Yaris

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 1149 RAV4, 63 Hilux og 67 Yaris bifreiðar af árgerðum 2003 til 2005. Ástæða innköllunar er að raki geti á löngum tíma og við
Meira
22.5.2015

Auglýsingar Proderm

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun vegna kvörtunar Beiersdorf yfir fullyrðingum í auglýsingum Celsus á Proderm sólarvörn. Kvörtun Beiersdorf var í mörgum liðum þar sem kvartað var yfir níu fullyrðingum bæði í auglýsingum og á vefsíðu. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að í fimm tilvikum væru neytendum veittar villandi upplýsingar og því lagt bann við birtingu fullyrðinganna í
Meira
22.5.2015

IKEA innkallar PATRULL KLÄMMA og PATRULL SMIDIG öryggishlið

Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á PATRULL KLÄMMA og PATRULL SMIDIG öryggishliðum sem fest er með þvingum, en það getur skapast slysahætta ef hliðin eru notuð efst í stigaop.
Meira
21.5.2015

Toyota innkallar 4309 Yaris og Corolla bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 4309 Yaris og Corolla bifreiðar af árgerðum 2001 til 2006. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum, röng hleðsla í drifbúnaði öryggispúðanna
Meira
13.5.2015

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Isavia ohf. hafði kvartað til Neytendastofu vegna notkunar Húsbílaleigunnar ehf. á heitinu „Keflavík Airport Car Rental“ og léninu keflavikairportcarrental.is
Meira
12.5.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Með ákvörðun nr. 32/2014 bannaði Neytendastofa Símanum hf. að auglýsa að félagið hefði yfir að ráða stærsta farsímaneti landsins án þess að nánari skýringar fylgdu með fullyrðingunni
Meira
9.5.2015

Kæru Hagsmunasamtaka heimilanna vísað frá áfrýjunarnefnd

Hagsmunasamtök heimilanna höfðu kvartað til Neytendastofu vegna auglýsinga Samtaka atvinnulífsins. Neytendastofa vísaði kvörtun samtakanna frá þar sem Samtök atvinnulífsins séu frjáls félagasamtök sem stundi ekki viðskipti og að hinar umkvörtuðu auglýsingar snúi ekki að kynningu á vöru,
Meira
8.5.2015

Of margar matvöruverslanir ekki í lagi

Neytendastofa kannaði nýlega ástand verðmerkinga hjá matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 75 verslanir og valdar af handahófi 50 vörur í hverri verslun. Heildarúrtak könnunarinnar var því 3.750 vörur.
Meira
7.5.2015

Öryggi stiga kannað

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á síðasta ári þar sem öryggi stiga á íslenskum markaði var kannað. Á hverju ári þarf um hálf milljón manna á Evrópska efnahagssvæðinu að leita sér læknisaðstoðar vegna slysa sem verða við notkun stiga. Algengustu meiðslin eru beinbrot.
Meira
30.4.2015

Seinni ferð Neytendastofu í bakarí

Neytendastofa fór í bakarí á höfuðborgarsvæðinu í febrúar sl. til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Því var svo fylgt eftir í núna í apríl með seinni heimsókn í þau 13 bakarí
Meira
27.4.2015

Neytendastofa bannar auglýsingar DV á iPad áskrift

Neytendastofa hefur bannað DV ehf. birtingu fullyrðingarinnar „frítt“ og „í kaupbæti“ í auglýsingum dagblaðsins á áskriftarleið með iPad spjaldtölvu. Í auglýsingunum var til að mynda að finna eftirfarandi fullyrðingar: „Fáðu áskrift að DV og þú færð FRÍAN iPad með áskriftinni“
Meira
21.4.2015

BL ehf innkallar 35 Land Rover bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 35 Land Rover Discovery 4 bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2015-2016. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti framleiðanda að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla sé í ABS stjórnboxinu sem getur leitt til þess að bilanameldingar komi í mælaborð
Meira
16.4.2015

Bílaleigur í Evrópu samþykkja aðgerðir gegn verðmismunun eftir búsetu

Þar sem tími sumarleyfa er að ganga í garð og margir huga að ferðalögum erlendis vill Neytendastofa vekja athygli neytenda á að þeir njóta ýmissa réttinda innan Evrópu. Ef neytandi ætlaði að leigja bíl t.d. í Bretlandi þá gat munað miklu á milli landa hvort að bílinn var leigður af neytenda frá Ísland, Bretlandi eða Þýskaland. Þetta er búið að stoppa.
Meira
13.4.2015

Etanólarineldstæði verði öruggari og hættuminni fyrir neytendur

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fengið margar tilkynningar síðustu árin um slys sem hafa orðið vegna etanólarineldstæða. Samskonar tilkynningar hafa borist öðrum systurstjórnvöldum Neytendastofa á EES-svæðinu undanfarin ár. Mörg þessara slysa eru mjög alvarleg og þeim hafa oft hlotist mikil brunasár
Meira
13.4.2015

Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf að innkalla þurfi þrjár Mercedes Benz bifreiðar af gerðinni E-Class (model series 212) and CLS-Class (model series 218) með motor M271, M272, M274, M276, M278, M156 or M157.
Meira
10.4.2015

Reykjavík Motor Center innkallar BMW bifhjól

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Reykjavík Motor Center að innkalla þurfi 36 BMW bifhjól framleidd á tímabilinu 04.12.2002 - 05.04.2011. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti framleiðanda að við hefðbundið viðhald á bremsudisk eða umfelgun
Meira
8.4.2015

Bílabúð Benna innkallar 20 Chevrolet Malibu

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna varðandi innkallanir á 20 Chevrolet Malibu bifreiðum af árgerð 2012-2015. Í tilkynningunni kemur fram að ástæða innköllunar er að Chevrolet
Meira
8.4.2015

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 19/2014 þar sem Olíuverzlun Íslands hf. var bönnuð notkun á heitinu Rekstrarvörur í kjölfar kvörtunar Rekstrarvara ehf. Áfrýjunarnefndin
Meira
8.4.2015

Kæru Hagsmunastaka heimilanna vísað frá áfrýjunarefnd

Neytendastofa tók ákvörðun þann 16. maí 2014, nr. 24/2014, um að ekki væri ástæða til aðgerða vegna markaðssetningar Íslandsbanka á vaxtagreiðsluþaki óverðtryggðra húsnæðislána. Hagsmunasamtök heimilanna sendu Neytendastofu kvörtun þar sem bent var á að þjónustan fæli ekki í sér raunverulega hámarksvexti heldur
Meira
7.4.2015

Neytendastofa bannar Álftavatni ehf. notkun lénsins kexhotel.is.

Neytendastofa hefur bannað Álftavatni ehf. og Þorsteini Steingrímssyni að nota lénið kexhotel.is. Stofnuninni barst kvörtun frá Kex Hostel ehf. sem taldi að með notkun lénsins væri brotið gegn vörumerkjarétti Kex Hostel.
Meira
7.4.2015

Aqua Spa ehf. bannað að nota auðkennið Aqua Spa og lénið aqua-spa.is.

Neytendastofa hefur bannað Aqua Spa ehf. að nota auðkennið Aqua Spa og lénið aqua-spa.is. Stofnuninni barst kvörtun frá Átak heilsurækt sem taldi að með notkuninni bryti Aqua Spa ehf. gegn vörumerkjarétti Átaks heilsuræktar.
Meira
30.3.2015

Neytendastofa aðili að átaksverkefni OECD

Mynd með frétt
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni á vegum Efnahags- framfarastofnunin (OECD) vegna þvottaefnahylkja í uppþvottavélar. Áttakinu er ætlað að upplýsa neytendur, sérstaklega foreldra hvernig öruggast er að nota og geyma þvottatöflurnar og halda þeim frá börnum.
Meira
27.3.2015

Töfrahetjuegg Góu ekki fyrir börn yngri en þriggja ára

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á að Töfrahetju eggin frá Góu eru ekki ætluð börnum undir þriggja ára þar sem leikföng sem þeim fylgja innihalda smáhluti sem geta valdið köfnunarhættu. Á umbúðir páskaeggsins vantaði varúðarmerkingar þar sem fram kemur að eggin eru
Meira
27.3.2015

Skrifað undir árangursstjórnunarsamning Neytendastofu og innanríkisráðuneytis

Mynd með frétt
Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, skrifuðu í gær undir árangursstjórnunarsamning ráðuneytisins og Neytendastofu. Samningurinn er til fimm ára
Meira
24.3.2015

BL ehf innkallar 88 Renault Captur bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 88 Renault Captur bifreiðar framleidda á tímabilinu janúar 2013 til nóvember 2014. Ástæða innköllunarinnar
Meira
19.3.2015

Fyrirtæki á Akureyri sektuð vegna skorts á verðmerkingum

Neytendastofa hefur Í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í verslunum á Akureyri sektað fjögur fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga í verslunum þeirra.
Meira
18.3.2015

Eftirlit Neytendastofu skilar árangri

Í febrúar sl. fór fulltrúi Neytendastofu í ritfangaverslanir á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Könnuninni var svo fylgt eftir núna í mars með seinni heimsókn.
Meira
16.3.2015

BL ehf innkallar Renault Clio IV Sport bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi tvær Renault Clio IV Sport bifreiðar af árgerðinni 2014. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti
Meira
13.3.2015

Neytendur og fjármálalæsi

Á hverjum degi tekur þú ákvarðanir sem hafa áhrif á fjárhag þinn, heimilið, fyrirtæki og samfélagið allt. Á alþjóðlegri fjármálalæsisviku sem nú stendur yfir hefur meðal annars verið fjallað um mikilvægi þess að neytendur hafi rétt tæki og tól til þess að skilja eigin fjármál og til þess að geta tekið skynsamar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum.
Meira
12.3.2015

Bílabúð Benna ehf. innkallar 705 Chevrolet Spark

Lógó Chevrolet
Neytendastofa hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna varðandi innkallanir á 705 Chevrolet Spark bifreiðar af árgerð 2010-2015.
Meira
9.3.2015

BL ehf innkallar Renault Trafic III bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 4 Renault Trafic III bifreiðar af árgerðinni 2014 og 2015. Ástæða innköllunar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti framleiðanda að möguleiki er á sprungu
Meira
6.3.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2014 þar sem stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hafi brotið gegn upplýsingaskyldu sinni samkvæmt lögum um neytendalán.
Meira
5.3.2015

Ábendingar til Neytendastofu um framkvæmd leiðréttingar á lánum

Neytendastofu hafa að undanförnu borist ábendingar og kvartanir frá neytendum þar sem þeir hafa bent á að framkvæmd leiðréttingar af hálfu fjármálafyrirtækja virðist í vissum tilvikum vera í andstöðu við gildandi lög um leiðréttinguna og ráðstöfun séreignarsparnaðar.
Meira
27.2.2015

Tilboðsvörur ekki verðmerktar í bakaríum

Athugasemdir voru gerðar við 13 bakarí, af þeim voru fimm verslanir Bakarameistarans en þær voru Bakarameistarinn Austurveri, Glæsibæ, Húsgagnahöllinni, Smáratorgi og Suðurveri, stofnunin gerði einnig athugasemd við Jóa Fel Holtagörðum, Hringbraut, Kringlunni og Litlatúni, Kökuhornið Bæjarlind, Hverafold Bakarí, Fjarðarbakarí í Grafarholti og Sveinsbakarí Hólagörðum
Meira
27.2.2015

Toyota innkallar 5KET-012 á 4 Yaris bifreiðum

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 4 Yaris bifreiðar. Ástæða innköllunar er að mögulegt er að einn eða fleiri festiboltar af fjórum fyrir hjólnaf á afturhjóli séu ekki rétt hertir og geti losnað við notkun bílsins.
Meira
26.2.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli 10/2014 staðfest ákvörðun Neytendastofu frá 1. apríl 2014. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðgerða vegna kvörtunar
Meira
25.2.2015

Reyni bakara bannað að nota konditori

Neytendastofa hefur bannað bakaríinu Reynir bakari að notast við orðið konditori í vörumerki og auglýsingum. Stofnuninni barst kvörtun frá Konditorsambandi Íslands þar sem fram kom að ábyrgðaraðili bakarísins hafi ekki réttindi til þess að nota þetta lögverndaða starfsheiti
Meira
24.2.2015

K.Steinarssyni bannað að nota lénið heklakef.is.

Neytendastofa hefur bannað K.Steinarssyni ehf. að nota lénið heklakef.is. Stofnuninni barst kvörtun frá Heklu hf. sem taldi að með notkun lénsins bryti K.Steinarsson gegn vörumerkjarétti Heklu og rétti til firmanafns.
Meira
23.2.2015

Samanburðarauglýsingar Pennans brutu ekki gegn lögum

Neytendastofu barst kvörtun frá A4 vegna auglýsinga Pennans á skólavörum en auglýsingarnar höfðu verið sendar meðlimum vildarklúbbs Pennans með tölvupósti. Taldi A4 að auglýsingarnar fælu í sér villandi samanburð.
Meira
20.2.2015

Verðmerkingar í ritfangaverslunum kannaðar

Neytendastofa kannaði verðmerkingar í 16 ritfangaverslunum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í flestum verslununum var könnunin athugasemdalaus en fjórar verslanir þurfa að laga verðmerkingar hjá sér. Það eru verslanirnar Eymundsson Álfabakka, Penninn Hallarmúla, A4 Skeifunni og A4 Smáralind.
Meira
19.2.2015

BL ehf innkallar Range Rover bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 5 Range Rover, Range Rover Sport og Discovery bifreiðar af árgerðinni 2015.
Meira
18.2.2015

Villandi frétt um tilboð Hagkaupa

Á vefmiðlinum vísir.is var birt frétt sl. sunnudagskvöld sem vegna framsetningar og mynda sem þar birtust var afar villandi gagnvart neytendum, verslununum Hagkaup og Víði auk Neytendastofu.
Meira
9.2.2015

Toyota innkallar 332 Yaris Hybrid bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 332 Yaris Hybrid bifreiðar af árgerðinni 2012-2014. Ástæða innköllunar er að galli í forðageymi fyrir hemlavökva getur leitt til þess að ef leki kemur að fremra hemlakerfi geta forðageymar
Meira
6.2.2015

Bílabúð Benna ehf. innkallar 33 Chevrolet Aveo

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna varðandi innkallanir á 33 Chevrolet Aveo bifreiðum af árgerð 2012-2014.
Meira
5.2.2015

Hekla innkallar 11 Volkswagen Crafter bíla árgerð 2012 og 2013

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Volkswagen Crafter bíla af árgerðinni 2012 og 2013, framleidda á afmörkuðu tímabili.
Meira
4.2.2015

BL ehf innkallar 13 Land Rover bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 13 Land Rover Defender bifreiðar með 2,2L og 2,4L vélum af árgerðinni 2011-2012. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram olíuleki
Meira
3.2.2015

Hekla hf innkallar 445 Mitsubishi Pajero bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf að innkalla þurfi Mitsubishi Pajero bifreiðar af árgerðinni 2007-2014 með vélartegund 4M41. Ástæða innköllunar er að bilun í tímakeðjustrekkjara getur valdið því að hann virki ekki sem
Meira
2.2.2015

Verðmerkingaeftirlit á Akureyri skilar árangri

Fulltrúar Neytendastofu fóru í desember á Akureyri til að athuga hvort þau 36 fyrirtæki sem höfðu fengið tilmæli um að lagfæra verðmerkingar hjá sér væru búin að því. Í heildina voru 78% fyrirtækja búin að bæta verðmerkingar sínar frá því í sumar sem sýnir að eftirlit Neytendastofu skilar árangri.
Meira
2.2.2015

Neytendastofa sektar sundlaugar

Neytendastofa hefur Í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu sektað Reykjavíkurborg vegna ástand verðmerkinga hjá tveim sundlaugum í Reykjavík.
Meira
30.1.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að smálánafyrirtækin 1909, Hraðpeningar og Múla hafi brotið gegn lögum um neytendalán með innheimtu kostnaðar fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats.
Meira
30.1.2015

Neytendastofa leggur dagsektir á Kredia og Smálán

Neytendastofa hefur lagt 250.000 kr. dagsektir á Kredia og Smálán þar til farið hefur verið að ákvörðun stofnunarinnar um gjald fyrir flýtiþjónustu.
Meira
29.1.2015

Bernhard innkallar Peugeot 308 II bifreið

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi Peugeot 308 II bifreið af árgerðinni 2013. Ástæða innköllunarinnar er að skipta þarf út læsingarhring á gírstöng
Meira
29.1.2015

Askja innkallar 135 Mercedes Benz bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf að innkalla þurfi 135 Mercedes Benz bifreiðar af gerðinni Sprinter, ML, SLK, C-Class, E-Class Coupe/Conv, CLS, S-Class, CSA, GLA, A-Class og B-Class með motor OM651
Meira
23.1.2015

Hekla hf innkallar VW Polo GP bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf að innkalla þurfi VW Polo GP bifreiðar af árgerðinni 2015.
Meira
21.1.2015

BL ehf innkallar 198 Nissan Qashqai bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 198 Nissan Qashqai J10 bifreiðar af árgerðinni 2012. Ástæða innköllunarinnar er að styrkleika missir getur komið fram í festingu stýris
Meira
20.1.2015

Askja innkallar 7 Mercedes Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf að innkalla þurfi 7 Mercedes Benz Actros/Antos bíla af árgerðinni 2013-2014. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á lausri skrúfu/bolta á stífu sem tengis loftpúðafjöðrum að framan og þarf að herða á skrúfu/boltum.
Meira
9.1.2015

Námskeið vigtarmanna 19. - 21. janúar

Neytendastofa mun daganna 19. - 21. janúar standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn. Námskeiðið verður einnig tengt með fjarfundarbúnaði við Þekkingarsetur Þingeyjinga á Húsavík.
Meira
9.1.2015

Nicotinell auglýsingar ósanngjarnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Vistor, umboðsaðila Nicorette hér á landi, yfir auglýsingum Artasan, umboðsaðila Nicotinell, þar sem því var haldið fram að auglýsingarnar væri villandi og ósanngjarnar bæði gagnvart neytendum og keppinautum.
Meira
8.1.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lagði 350.000 kr. stjórnvaldssekt á Plúsmarkaðinn vegna verðmerkinga á síðasta ári. Ákvörðunin var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest sektina. Í úrskurðinum kemur fram að það hafi verið í fullu samræmi við meðalhófsreglu að beita sektum fyrir brot
Meira
8.1.2015

Bönd og reimar í barnafötum

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á síðasta ári þar sem skoðað var hvort að bönd og reimar í barnafatnaði væru of löng. Á hverju ári verða börn fyrir slysum um allan heim vegna þess að bönd eða reimar hafa verið of löng, í fatnaði. Vegna þessa hafa þau flækst t.d. í reiðhjólum, hurðum og í leikvallartækjum.
Meira
5.1.2015

Neytendastofa sektar hjólbarðaverkstæði fyrir ófullnægjandi verðmerkingar

Neytendastofa hefur sektað fimm hjólbarðaverkstæði í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga. Neytendastofa fór í heimsóknir á hjólbarðaverkstæði á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að skoða verðmerkingar og fengu þau fyrirtæki sem stofnunin gerði athugasemdir við fyrirmæli um að lagfæra
Meira
TIL BAKA