Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir árum

30.12.2017

Sölubann á skotelda

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt sölubann á skotelda hjá Stjörnuljós ehf. Fulltrúi Neytendastofu gerði könnun á útsölustöðum skotelda á höfuðborgarsvæðinu, þar sem skoðaðar voru leiðbeiningar og viðvörunarmerkingar og hvort að vörurnar voru CE merktar.
Meira
29.12.2017

Sölubann á skotelda.

Mynd með frétt
Neytendastofa gerði könnun á skoteldum á höfuðborgarsvæðinu. Skoðað var hvort að merkingar væru í lagi og hvort að skoteldarnir væru ekki örugglega CE merktir. Merkið táknar að framleiðandinn ábyrgist að varan sé í lagi og samræmist viðeigandi Evrópskum öryggiskröfum. Þegar hefur Neytendastofa lagt sölubann á fjórar tegundir, sem reyndust ekki CE-merktar og
Meira
28.12.2017

Samtengdar skotkökur

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fengið fjölda ábendinga vegna fréttaflutnings um samtengdar kökur. Vegna þess viljum við koma því á framfæri að það er með öllu óheimilt að breyta skoteldum, hvort sem um er að ræða samtengingu á kökum eða breytingu á púðurmagni. Það er eingöngu framleiðandinn sem getur framleitt samtengdar kökur
Meira
21.12.2017

Snudduband frá Elodie Details

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fengið tilkynningu í gegn um Rapex eftirlitskerfið um hættuleg snuddubönd frá Elodie Details. Plasthringur sem er á enda snuddubandsins getur auðveldlega brotnað. Einnig kom í ljós við prófun á vörunni að klemma á snuddubandinu er ekki í lagi og getur verið hættuleg börnum
Meira
20.12.2017

Tillögur um takmörkun litarefna í húðflúrlitum (tattú)

Mynd með frétt
Húðflúr (tattú) hefur undanfarin ár notið mikilla vinsælda og talið að um 12% neytenda á EES svæðinu hafi fengið sér húðflúr og væntanlega um helmingi fleiri á aldrinum 18- 35 ára. Um litarefnin gilda ekki samræmdar reglur og af þeirri ástæðu óskaði framkvæmdastjórn ESB eftir því að Evrópska efnafræðistofnunin (ECHA) myndi gera úttekt á þeirri áhættu sem fylgir notkun litarefna
Meira
20.12.2017

Hekla hf. innkallar Amarok

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir á Volkswagen Amarok bifreiðum árgerð 2017 og 2018. Ástæða innköllunar er að slanga fyrir vökvastýri getur skemmst vegna nudds við hosuklemmu.
Meira
19.12.2017

BL ehf. innkallar Nissan Navara

Lógó BL
​Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Navara D40 árgerð 2005-2012. Um er að ræða 517 bifreiðar. Innköllunin felst í því að skoðuð og mæld er grind bifreiðanna, þ.e. hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla
Meira
19.12.2017

Bílaumboðinu Öskju gert að breyta auglýsingum sínum

Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum vegna auglýsinga Bílaumboðsins Öskju um 7 ára ábyrgð á nýjum Kia bifreiðum. Ábendingarnar snéru að því að í auglýsingunum kæmi ekki fram að til þess að njóta ábyrgðarinnar þurfi að fara með bifreiðina í reglulega þjónustuskoðun og greiða sérstaklega fyrir hverja skoðun. Neytendastofa taldi ástæðu til að skoða markaðssetninguna nánar og gerði við það tilefni einnig athugasemdir við upplýsingar í auglýsingunum sem snéru að neytendalánum.
Meira
18.12.2017

Snuddubönd frá Sebra Interior for kids

Mynd með frétt
Neytendastofa vill beina þeim tilmælum til foreldar að fylgjast vel með hvort snuddubandið sem verið er að nota sé í lagi. Við skoðun þarf að kanna hvort að einhverjar skemmdir eru á snuddubandinu, hvort að sprunga er á festingum og hvort klemmur eru farnar að gefa eftir. Ef smáir hlutir losna af snuddubandinu getur það skapað köfnunarhættu. Slysin gerast fljót
Meira
15.12.2017

Ófullnægjandi upplýsingar vegna neytendalána Brúar lífeyrissjóðs

Neytendastofu barst kvörtun frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna markaðssetningar Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Snéri kvörtunin að ófullnægjandi upplýsingagjöf í kynningum Brúar lífeyrissjóðs á neytendalánum, annars vegar í fréttabréfi og hins vegar á vefsíðu sinni.
Meira
15.12.2017

Dagsektir lagðar á fasteignasala

Neytendastofa gerði könnun árið 2016 á upplýsingagjöf hjá fasteignasölum landsins. Skoðaðar voru vefsíður 109 fasteignasala á landinu ásamt því að kanna sölustaði þeirra sem staðsettar voru á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin snéri að ástandi verðmerkinga á sölustað og á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld.
Meira
14.12.2017

Hagkaup innkallar Ty marglita mjúkdýr

Mynd með frétt
Neytendastofu vekur athygli á innköllun á hjá Hagkaup á Ty marglita mjúkdýr sem lítur út eins og púddluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty mjúkdýrinu samanber mynd (The Beanie Boo´s collection/rainbow).
Meira
13.12.2017

BL innkallar Range Rover

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL um innkallanir á Range Rover og Range Rover Sport árgerð 2017. Um er að ræða 18 bifreiðar.
Meira
11.12.2017

Leysibendar sem leikföng

Neytendastofa vill vekja athygli á frétt á heimasíðu Geislavarna ríkisins sem einnig má sjá hér að neðan. Við viljum benda fólki á að hafa samband við Neytendastofu ef það telur að verið sé að selja hér á landi vöru sem er hættuleg fólki. Ef varan heyrir ekki undir eftirlit Neytendastofu þá munum við koma ábendingunni á réttan stað.
Meira
4.12.2017

Gagnaveita Reykjavíkur sektuð vegna ummæla framkvæmdastjóra

Síminn hf. kvartaði til Neytendastofu vegna blaðagreinar framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. sem birtist í Fréttablaðinu þann 16. nóvember 2016. Í blaðagreininni var fjallað um ljósleiðaravæðingu og þjónustu Símans og Gagnaveitunnar.
Meira
27.11.2017

BL ehf . innkallar Nissan

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf ehf um innköllun á Nissan bifreiðum sem framleiddar voru á árabilinu 2001 - 2013.
Meira
23.11.2017

Svartir föstudagar

Víða má sjá auglýsingar verslana um fyrirhugaða tilboðsdaga fyrir jólainnkaup, svonefnda svarta föstudaga eða „Black Friday“ sem eru að bandarískri fyrirmynd. Þessi siður er einnig að ryðja sér til rúms hjá nágrannaþjóðum okkar. Nýlega lauk danski umboðsmaður neytenda aðgerðum gagnvart stórverslunum vegna villandi markaðssetningar á svörtum föstudegi í Danmörku. Vörurnar höfðu í flestum tilfellum verið boðnar með villandi verðhagræði, ýmist með hækkun fyrra verðs rétt fyrir tilboðsdagana eða með röngum fyrri verðum.
Meira
20.11.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2017. Í ákvörðun Neytendastofu lagði stofnunin 10 milljóna króna stjórnvaldssekt á E – content fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. E-content er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálán, 1909, Múla og Hraðpeninga.
Meira
16.11.2017

Neytendastofa skoðar Snuð

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur síðustu árin lagt mikla áherslu á að skoða vörur ætlaðar börnum. Í kjölfar þessara skoðana hefur komið í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem hafa ekki verið í lagi, og jafnvel hættulegar börnum. Í samstarfi við eftirlitsstjórnvöld á Evrópska efnahagssvæðinu voru nú síðast skoðuð snuð og snuðbönd.
Meira
13.11.2017

Brimborg innkallar Ford Kuga

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um innköllun á Ford Kuga bifreiðum sem framleiddar voru á árabilinu 2012 - 2014.
Meira
8.11.2017

Hekla hf innkallar Mitsubishi

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir Mitsubishi bifreiðum. Um er að ræða þrjár innkallanir:
Meira
6.11.2017

Innköllun á Hino Vörubílum

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rapex vörueftirlitskerfinu um að innköllun á Hino vörubifreiðum. Um er að ræða vörubifreiðar sem framleiddar voru á árunum 2007 til 2014. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að handbremsa sé ekki í lagi.
Meira
1.11.2017

Sölubann á 89 tegundir af þyrilsnældum

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt sölubann á 89 tegundir af þyrilsnældum (e. spinner) sem fluttar voru inn af BSV ehf. og seldar voru í verslun Heimkaupa. Innflytjandi leikfanganna gat ekki sýnt fram á gögn um að leikföngin væru framleidd í samræmi við viðeigandi kröfur. Margar af þyrilsnældunum voru merktar þannig að þær væru fyrir börn á öllum aldri.
Meira
30.10.2017

G.Á.P. innkallar endurskinsprey

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá G.Á.P. um að búið sé að taka út sölu og verið sé að innkalla ALBEDO 100 endurskinsprey Sparkling Gey, þar sem komið hefur í ljós að varan uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til endurskins
Meira
26.10.2017

Vigtarmannanámskeið

Námskeið til löggildingar vigtarmanna var haldið 9. – 11 október. Í húsakynnum Neytendastofu í Reykjavík sátu 13 þátttakendur námskeiðið en samtímis sátu 11 þátttakendur í Vestmannaeyjum námskeiðið með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Endurmenntunarnámskeið vigtarmanna var haldið þann 12. október.
Meira
24.10.2017

mjúkdýr innkallað

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning um hættulega vöru í gegnum Rapex viðvörunarkerfið. Þar var á ferðinni mjúkdýr sem eru frá fyrirtækinu Ty sem fást víða á Íslandi. Um er að ræða krúttlegt mjúkdýr í regnbogalitunum.
Meira
23.10.2017

BL ehf. Innkallar Dacia Duster bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á Dacia Duster bifreiðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á flauta hætti að virka vegna spennumismunar
Meira
20.10.2017

Mía snudduband

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur borist tilkynning um að sölu hafi verið hætt á Mía snudduböndum
Meira
18.10.2017

Festu það!

Mynd með frétt
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni OECD sem kallast Festu það! En stutt er síðan vinsælar kommóður voru innkallaðar vegna dauðaslysa eftir að hafa fallið á börn. Húsgögn og sjónvörp eru ein af mest földu slysagildrum á heimilum fyrir börn. Á hverjum klukkutíma eru að meðaltali 3 börn í Bandaríkjunum sem fara á slysdeild þar sem kommóður, sjónvörp eða eitthvað annað húsgagn hefur dottið á þau.
Meira
13.10.2017

Hæstiréttur staðfestir ákvörðun um neytendalán

Neytendastofa tók ákvörðun þann 23. september 2014 um að Íslandsbanki hefði brotið gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu en Íslandsbanki stefni stofnuninni og vildi að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Hæstiréttur hefur nú sýknað Neytendastofu af kröfum bankans og stendur því ákvörðun hennar.
Meira
9.10.2017

Celsus braut gegn ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa hefur lagt 150.000 kr. stjórnvaldssekt á Celsus fyrir að brjóta gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. Með ákvörðun Neytendastofu nr. 14/2015 bannaði stofnunin Celsus m.a. að birta fullyrðingar um að Proderm sólarvörn væri langvirk án þess að fram kæmi hvað átt væri við með fullyrðingunni.
Meira
6.10.2017

Tölvulistinn sektaður

Neytendastofa hefur lagt 700.000 kr. stjórnvaldssekt á Tölvulistann fyrir að brjóta gegn útsölureglum. Málið hófst með þríþættri kvörtun Tölvutek yfir háttsemi Tölvulistans í tengslum við verðlækkanir. Í fyrsta lagi var kvartað yfir villandi framsetningu á verðlækkun á borðtölvum og að þær hafi verið boðnar á lækkuðu verði lengur en í lögboðnar sex vikur. Í öðru lagi að auglýsingar um allt að 70% verðlækkun væru villandi því um væri að ræða örgjörva frá árinu 2010 sem í öllu falli hafi ekki verið seldur á tilgreindu fyrra verði um nokkurra ára skeið. Í þriðja, og síðasta, lagi yfir villandi framsetningu á verðlækkun á tiltekinni fartölvu og að hún hafi verið boðin á lækkuðu verði lengur en í sex vikur.
Meira
5.10.2017

Sektað vegna brota á ákvörðunum

Neytendastofa hefur lagt 1 millj. kr. stjórnvaldssekt á Úranus ehf. og 300.000 kr. stjórnvaldssekt á Stóru bílasöluna ehf. vegna auglýsingar um 5 ára ábyrgð á bifreiðum. Með ákvörðun Neytendastofu nr. 43/2014 komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að auglýsingarnar væru villandi og brytu gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem ábyrgðartími byrjaði að líða við innflutning en ekki afhendingu. Var birting þeirra því bönnuð.
Meira
5.10.2017

Brimborg innkallar Citroén og Peugeot

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg um innköllun á Citroén C5 og Peugeot 3000 bifreiðum sem framleiddar frá apríl til júní árið 2016
Meira
4.10.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd Neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2017. Niðurstaða Neytendastofu var sú að ekki væri ástæða til aðgerðar vegna kvörtunar Brúar Venture Capital vegna notkunar Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga á auðkenninu BRÚ.
Meira
4.10.2017

NUK snuðkeðjur innkallaðar

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Halldórs Jónssonar ehf. á NUK snuðkeðjum. Við prófun á keðjunum kom í ljós NUK snuðkeðjur (art no. 101256.329) með strikamerki 4008600177012 eru of langar og geta því verið hættulegar börnum. NUK snuðkeðjurnar hafa verið til sölu í verslunum og apótekum.
Meira
3.10.2017

Sekt fyrir brot á ákvörðun

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á N1 hf. fyrir að hafa brotið gegn ákvörðun stofnunarinnar nr. 1/2017. Með fyrri ákvörðun Neytendastofu var N1 bönnuð birting auglýsinga þar sem sagði:
Meira
29.9.2017

Snuð með nafni

Neytendastofu hafa borist þó nokkrar tilkynningar um snuð, þar sem túttan er að losna af eða er við það að losna. Þessi tegund af snuði er pöntuð á netinu á breskri síðu og er hægt að biðja um að þau séu merkt.
Meira
21.9.2017

Mitsubishi Motors innkallar Mitsubishi Pajero

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innköllun á Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012 vegna öryggispúða frá framleiðandanum Takata.
Meira
20.9.2017

Tímabundið sölubann á 89 tegundum af „spinnerum“

Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við sölu og afhendingu á 89 tegundum af þyrilsnældum (e. fidget spinners) hjá innflytjanda hér á landi. Innflytjandinn hefur ekki enn sýnt fram á að varan sé örugg fyrir börn en hefur fjórar vikur til að sýna fram á að varan sé í lagi.
Meira
14.9.2017

Victoria‘s Secret innkallar farsímahulstur

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Victoria‘s Secret um innköllun á farsímahulstrum fyrir IPhone. Hulstrin eru gerð úr plasti sem innihalda vökva og glimmer. Samkvæmt tilkynningunni geta hulstrin auðveldlega brotnað með þeim afleiðingum að terpentína (e. white spirit) lekur úr hulstrinu
Meira
13.9.2017

Innköllun á Maserati

Maserati vörumerkið
Neytendastofa vekur athygli á evrópskri innköllun á Maserati bifreiðum. Þessi bílategund hefur engan umboðs eða þjónustuaðila á Ísland og málið því af öðrum toga en flestar bifreiðainnkallanir Neytendastofu. I
Meira
12.9.2017

Bílaumboðið Askja innkallar 17 Mercedes-Benz vörubíla

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju varðandi innköllun á Mercedes-Benz vörubílum. Um er að ræða gerðirnar: Axor Econic, Actros, Antos og Arocs.
Meira
8.9.2017

Sölubann á „spinnera“ hjá Hagkaup

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur sett sölubann á þyrilsnældur (e. spinner) hjá Hagkaup þar sem ekki var sýnt fram á öryggi vörunnar og að hún væri í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.
Meira
8.9.2017

BL. ehf innkallar Nissan Micra

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á Nissan Micra, framleiðsluár 2016-2017. Ástæða innköllunar er að sá möguleiki er staðar að samsetning teng
Meira
4.9.2017

Lindex innkallar Disney Frozen sokkapakka

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Lindex um að eitt par (þeim með myndinni af Önnu) í Disney Frozen pakkanum með vörunúmeri 833 7410285 5170 1611 uppfylli því miður ekki kröfur Lindex um gæði. Sokkarnir innihalda kemískt efni sem sé bannað í allri framleiðslu Lindex.
Meira
1.9.2017

BL ehf. Innkallar Hyundai bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 269 Hyundai bifreiðum. Um er að ræða Santa FE bifreiðar framleiddar á árnunum 2012-2016.
Meira
30.8.2017

Bílasmiðurinn innkallar Recaro barnabílstóla

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á Recaro barnabílstólum frá Bílasmiðnum. Um er að ræða Recaro Zero 1 bílstól fyrir 0-18 kg og Recaro Optia bílstól fyrir 9-18 kg með smart click og Recaro Fix.
Meira
25.8.2017

Toyota innkallar 314 Toyota Hilux

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Toyota muni innkalla 314 Toyota Hilux á Íslandi framleidda á tímabilinu apríl 2016 til febrúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í einstaka bílum geti festing sem heldur rafleiðslum aftan við stýrisöxul verið laus.
Meira
22.8.2017

BL ehf. Innkallar Nissan bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL um innköllun á 342 Note og Tiida bifreiðar. Um er að ræða árgerð 2005 til 2013 af Note og ágerð 2007 til 2014 af Tiida.
Meira
21.8.2017

Hagkaup innkallar Amia dúkkur

Mynd með frétt
Neytendastofu vill vekja athygli á innköllun Hagkaupa á Amia dúkkum frá þýska leikfangaframleiðandanum Vedes en dúkkurnar hafa verið seldar hér á landi undanfarnar vikur. Ástæðan er galli í framleiðsl
Meira
18.8.2017

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 104 bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz GLE, GLE Coupé og E-Class
Meira
17.8.2017

Hekla innkallar 27 bifreiðar

Mynd með frétt
Hekla hf. tilkynnir um innköllun á Skoda Octavia og Volkswagen Scirocco, Eos, Golf, Jetta, og Caddy vegna mögulegrar bilunar í ABS/ESC stjórnboxi. Ef bilun verður virkar ekki stöðuleikastýring sem varnar því að bíllinn renni til við yfirstýringu, undirstýringu og nauðhemlun.
Meira
9.8.2017

Má lækka kostnað við gjaldeyrisyfirfærslur?

Á Íslandi gilda reglur Evrópusambandsins á sviði fjármálaþjónustu vegna aðildar Íslands að EES samningnum. Í samræmi við aðgerðaráætlun Evrópusambandsins á sviði fjármálaþjónustu hefur nú verið sett af stað könnun þar sem leitað er álits jafnt einstaklinga sem fyrirtækja til að kanna með hvaða hætti sé hægt að lækka kostnað við yfirfærslur á gjaldeyri yfir landamæri innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Meira
8.8.2017

Ófullnægjandi upplýsingar hjá Boxinu verslun ehf.

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Boxið verslun ehf., sem rekur vefsíðuna boxid.is, þurfi að koma upplýsingum um einingarverð og þjónustuveitanda á vefsíðunni boxid.is í lögmætt horf.
Meira
4.8.2017

Norðursigling sektuð

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á fyrirtækið Norðursiglingu ehf. fyrir að hafa brotið gegn ákvörðun stofnunarinnar frá 8. febrúar 2017.
Meira
25.7.2017

Skorkort neytendamála 2017: Þekking íslenskra neytenda á réttindum sínum eykst

Skorkort neytendamála fyrir árið 2017 hefur verið birt. Í skorkortinu, sem gefið er út af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, eru neytendamarkaðir metnir út frá þremur lykilþáttum: þekkingu og trausti; samræmi við reglur og eftirlit; kvartanir og úrlausn þeirra. Þar er einnig farið yfir framfarir á innri markaði EES út frá sjónarhóli neytenda
Meira
21.7.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu frá 6. febrúar 2017. Með ákvörðun Neytendastofu bannaði stofnun frekari birtingu „BOOM“ auglýsinga Makklands þar sem þær brytu gegn góðum viðskiptaháttum.
Meira
19.7.2017

ON innkallar sundkúta

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Orku náttúrunnar ehf. um að sundkútar merktir fyrirtækinu hafi verið teknir úr notkun. Ákvörðun um innköllunina var tekin í ljósi ábendingar til Neytendastofu og umfjöllunar í fjölmiðlum um að sundkútarnir væru ekki nægilega öruggir og skilyrðum laga og reglugerða sem gilda um vöruna væru ekki uppfyllt.
Meira
19.7.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 62/2016. Ákvörðunin snéri að broti Hópkaupa á útsölureglum þar sem ekki var sýnt fram á raunverulega verðlækkun á ljósmyndanámskeiði.
Meira
18.7.2017

Bakarí þurfa að bæta verðmerkingar

Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í 39 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu í júní s.l. Athugað var hvort verðmerkingar væru í lagi í borði, gos- og mjólkurkælum og öðrum hillum sem voru til staðar. Athugasemdir voru gerðar við 22 bakarí, sérstaklega var tekið eftir að vörur sem voru á afgreiðsluborði eða stökum borðum í versluninni voru oft óverðmerktar.
Meira
17.7.2017

Smálánafyrirtæki sektuð

Neytendastofa hefur lagt 10 millj. kr. stjórnvaldssekt á E-content fyrir brot gegn fyrri ákvörðunum stofnunarinnar. E-content er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálán, 1909, Múla og Hraðpeninga sem Neytendastofa hafði þegar tekið ákvörðun um að brytu gegn lögum um neytendalán með háttsemi sinni.
Meira
12.7.2017

Neytendastofa setur sölubann á "spinnera"

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur sett sölubann á spinnera (þyrilsnældur) hjá þremur innflytjendum þar sem þeir gátu ekki að sýnt fram á öryggi þeirra og að varan væri í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Auk þess sem varúðarmerkingar og upplýsingar á umbúðum voru ófullnægjandi.
Meira
11.7.2017

Sölubann á skotelda hjá E-þjónustunni ehf.

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á þremur skoteldum sem E-þjónustan flutti til landsins. Um er að ræða flugeld (PPATA), eina skotköku (Secret gift) og stjörnuljós (Gold Sparklers).
Meira
10.7.2017

Sölubann á skotelda hjá Stjörnuljós ehf.

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á skotkökurnar STORMUR og LITRÍKAR ÞRUMUR sem Stjörnuljós ehf. fluttu til landsins.
Meira
7.7.2017

Tölvutek sektað

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt að fjárhæð 1 milljón á Tölvutek fyrir að brjóta eldri ákvörðun stofnunarinnar. Málið snýr að fullyrðingu um að Tölvutek sé stærsta tölvuverslun landsins.
Meira
6.7.2017

Toyota innkallar Toyota Proace bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 4 Toyota Proace sendibílum, framleiðslutímabil 2016-2017. Ástæða innköllunarinnar er að festing fyrir kælidælu í loftræsikerfi (A/C) gæti verið ranglega hert.
Meira
28.6.2017

Fullyrðingar Símans ekki villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Vodafone yfir fullyrðingum Símans um hraðasta farsímanetið. Vodafone taldi fullyrðinguna villandi og gerði einnig ýmsar athugasemdir við framkvæmd prófunarinnar sem fullyrðingin byggir á og við framsetningu í auglýsingunum.
Meira
26.6.2017

Brimborg innkallar Mazda bifreiðar

vörumerki Mazda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 29 Mazda 3 bifreiðum, framleiðsluár 01.07.2015 – 18.09.2015. Á ákveðnum Mazda 3 bifreiðum þarf að athuga plastsuðu á ICV ventli á bensíntank.
Meira
22.6.2017

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 6 bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz E-Class. Ástæða innköllunarinnar er sú að á E-class bifreiðum sem koma með taxi merki frá framleiðanda er möguleiki á því að líming í merki losni.
Meira
20.6.2017

Öryggishlið fyrir börn

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur undanfarin ár lagt áherslu á að skoða vörur fyrir börn, eins og hjálma, leikföng, fatnað, ferðarúm og barnarimlarúm. Komið hefur í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem ekki hafa verið í lagi og í sumum tilfellum veitt falskt öryggi fyrir forráðamenn barna og jafnvel verið hættuleg börnum.
Meira
16.6.2017

Bönd í 17. júní blöðrum

Mynd með frétt
Nú er þjóðhátíðardagurinn 17. júní skammt undan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Börnum er þessi dagur oft sérstakt tilhlökkunarefni enda jafnan ýmis skemmtun í boði til að gleðja þau. Svo þessi stund verði sem ánægjulegust er mikilvægt að hugað sé að öryggi barna.
Meira
13.6.2017

BL ehf. Innkallar Hyundai bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 14 bifreiðum af gerðinni Hyundai H1 TQ, framleiðsluár 2015-2016. Ástæða innköllunar er að upp hefur komið tilvik um leka á hráolíuslöngu við samskeyti, hráolíuleki getur komið í vélarrúmi og ef ekkert er gert þá getur lekið hráolíu.
Meira
8.6.2017

Ný ferðatilskipun Evrópusambandsins tryggir aukin réttindi ferðamanna

Neytendastofa vekur athygli á því að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur boðað til kynningarfundar þann 15. júní n.k. um nýja ferðatilskipun Evrópusambandsins.
Meira
7.6.2017

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 86 bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz CLA, GLA, A-Class og B-Class. Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er fyrir því að vacuum slanga frá bremsukút losni frá, valdandi þess að bremsu pedall verður mjög harður.
Meira
1.6.2017

Tímabundið sölubann á „spinnera“

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt á tímabundið bann hjá þremur innflytendum hér á landi við sölu og afhendingu á spinnerum vegna skorts á merkingum og upplýsingum um vöruna. Spinnerarnir sem um ræðir eru ekki CE-merktir og bera ekki varúðarmerkingar í samræmi við gildandi reglur um leikföng.
Meira
31.5.2017

Ársskýrsla Rapex

Rapex er tilkynningarkerfi fyrir hættulegar vörur innan Evrópska efnahagssvæðisins, hvert land hefur sinn tengilið, en á Íslandi er það Neytendastofa. Gefin hefur út ársskýrsla Rapex fyrir árið 2016. Samtals bárust alls 2044 tilkynningar í Rapex kerfið um hættulegar vörur. Flestar tilkynningarnar bárust vegna leikfanga (26%), bifreiða (18%) og fatnaðar og fylgihluta (14%). Algengustu hætturnar fyrir neytendur voru líkamstjón (25%), efnahætta (23%) og köfnunarhætta (11%).
Meira
18.5.2017

BL ehf. Innkallar Land Rover bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 39 bifreiðum af gerðinni Range Rover, Range Rover Evoque, Discovery Sport, framleiðsluár 2016
Meira
17.5.2017

Duldar auglýsingar Krónunnar og 17 sorta

Neytendastofa hefur bannað fyrirtækjunum Krónunni og 17 sortum að nota duldar auglýsingar í markaðssetningu. Neytendastofu barst fjöldi ábendinga vegna stöðufærslna einstaklinga á Instagram þar sem fjallað var um ágæti vara og vörumerkja Krónunnar og 17 sorta. Fór Neytendastofa því fram á upplýsingar um það hvort einstaklingarnir hafi fengið greitt fyrir umfjallanirnar og hvernig staðið hafi verið að markaðssetningunni.
Meira
15.5.2017

BL ehf. Innkallar Renault bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 10 bifreiðum af gerðinni Reanult Talisman, framleiðsluár frá 2016-2017. Ástæða innköllunar er að í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós að bæta þarf festingu hljóðeinangrunar í mælaborði yfir pedulum bifreiðar. Þetta er gert til að minnka líkur á að hljóðeinangrun geti losnað frá.
Meira
12.5.2017

Upplýsingar á vefversluninni pantadu.is ófullnægjandi

Neytendastofu hafa borist fjölmargra kvartanir og ábendingar frá neytendum um að þeir nái ekki í forsvarsmenn vefsíðunnar pantadu.is. Við skoðun Neytendastofu á síðunni kom í ljós að nauðsynlegar upplýsingar um þjónustuveitanda komu ekki fram. Stofnunin vakti athygli forsvarsmanns vefsíðunnar á þessu og fór fram á að upplýsingagjöfin yrði bætt.
Meira
11.5.2017

Auðkennið Ísfabrikkan

Neytendastofu barst erindi Nautafélagsins ehf. þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins Gjóna ehf. á auðkenninu „Ísfabrikkan“. Taldi Nautafélagið að notkun Gjónu á auðkenninu væri villandi og til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna.
Meira
9.5.2017

Orku bönnuð notkun lénsins cromax.is

Neytendastofu barst kvörtun frá Coatings Foreign IP Co. LL. vegna notkunar Orku ehf. á auðkenninu CROMAX og skráningar lénsins cromax.is. Í erindinu kom fram að Coatings Foreign IP væri eigandi vörumerkisins CROMAX og að hætta væri á að neytendur rugluðust á vörumerkinu og léninu cromax.is
Meira
5.5.2017

Bílaumboðið Askja innkallar Kia bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 3 Kia Niro bifreiðum, framleiddar frá 23. desember 2016 – 4. janúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er sú að Kia Motors hefur gefið það út að raftengi við stýristúpumótor gæti verið skemmt eftir samsetningu hjá birgja.
Meira
3.5.2017

BL ehf. Innkallar BMW bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á tveim bifreiðum af gerðinni BMW Alpina F10, framleiðsluár frá 2010-2011
Meira
28.4.2017

Bílaumboðið Askja innkallar 31 Mercedez Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á 31 Mercedes Benz Actros 963, Antos 963, Arocs 964, Atego 967 og Econic 956 bifreiðum.
Meira
25.4.2017

Toyota innkallar Land Cruiser bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 296 Land Cruiser 150 bifreiðum, framleiðslutímabil 2015-2016. Ástæða innköllunarinnar er vegna hugsanlegrar bilunar í mengunarvarnarbúnaði.
Meira
21.4.2017

Fast ráðningum bönnuð notkun auðkennisins TALENT

Talent ráðningar og ráðgjöf ehf. kvartaði yfir notkun Fast ráðninga á léninu talent.is og fór fram á að félaginu yrði bönnuð öll notkun auðkennisins TALENT. Bæði fyrirtækin starfa við starfsmannaráðningar og ráðgjöf til fyrirtækja því tengdu og eru því keppinautar á markaði.
Meira
19.4.2017

Flugeldasalar verða að laga sölusíður sínar

Neytendastofu barst fyrir síðustu áramót nokkur fjöldi ábendinga vegna útsölu hjá flugeldasölum. Í kjölfarið kannaði Neytendastofa sölusíður og auglýsingar fjölda aðila á flugeldamarkaðnum. Neytendastofa lauk málum gagnvart sölusíðunum Gullborg, Alvöru flugeldar, Súperflugeldar, Stjörnuljós.is, Flugeldakaup.is og Flugeldasala.is með ákvörðun.
Meira
18.4.2017

Neytendastofa gerir átak í snuðum

Mynd með frétt
Flestir foreldrar líta á snuð sem ómissandi þátt í lífi barns til jafns við bleyjur og barnavagna. Að mörgu er að gæta þegar snuð eru keypt og hafa verður í huga að þeim er ætlað að vera í munni ungra barna. Það skiptir því máli að rétt sé staðið að vali og meðferð snuða til að stuðla að öryggi barnsins.
Meira
12.4.2017

Kids II innkallar leikfang

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Kids II á Oball rattle vegna slysahættu. Varan hefur verið í sölu frá 1 janúar 2016 t.d. í Toys R Us
Meira
11.4.2017

Hekla innkallar Audi Q5 bifreiðar

Mynd með frétt
Hekla hf. kallar inn 81 bíl af gerðinni Audi Q5 með panorama sólþaki árgerð 2011 til 2016. Ástæða innköllunar er möguleg tæring í þrýstihylki fyrir höfuðlíknabelgi, sem getur orðið til þess að þeir geta blásið út án ástæðu og valdið meiðslum á farþegum í aftursætum.
Meira
10.4.2017

Neytendastofa vigtar páskaegg

Mynd með frétt
Neytendastofa fer reglulega og vigtar forpakkaðar vörur til að sannreyna að uppgefin þyngd á umbúðum sé í samræmi við þyngd vörunnar.
Meira
7.4.2017

Hekla innkallar Volkswagen bifreiðar

Mynd með frétt
Hekla hf. kallar inn 12 bíla af gerðinni Volkswagen Golf, Passat, Up og Transporter árgerð 2017, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili
Meira
3.4.2017

Engey ehf innkallar Tigex snudduband

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Engey ehf á Tigex snuddubandi vegna slysahættu. Ástæða innköllunarinnar er sú að smáir hlutir gætu losnað af snuddubandinu og valdið köfnunarhættu
Meira
30.3.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 59/2016. Í ákvörðun Neytendastofu er fjallað um þríþætt brot E-content gegn ákvæðum laga um neytendalán.
Meira
29.3.2017

Neytendastofa stoppar sölu á 124 leikföngum

Mynd með frétt
Neytendastofa fékk ábendingu um að mjúkdýr í versluninni Minn heimur væru ekki í lagi. Í kjölfarið var farið í verslunina og 124 mjúkdýr tekin til nánari skoðunar. Við nánari skoðun kom í ljós að það vantaði CE merkið á öll mjúkdýrin en leikföng sem markaðssett eru hér á landi eiga að vera CE merkt.
Meira
28.3.2017

Viðskiptahættir Graníthallarinnar bannaðir

Neytendastofa hefur í kjölfar kvartana frá neytendum yfir langvarandi tilboðsauglýsingum Graníthallarinnar eins og „Vegna mikilla eftirspurnar framlengjum við „allt innifalið“ tilboðið á öllum legsteinum“.
Meira
27.3.2017

Brimborg innkallar Citroen C4

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 107 Citroen bifreiðum af gerðinni C4, framleiðsluár 2011-2012. Innköllunin fellst í að skoða ástand festingu fyrir húdd.
Meira
21.3.2017

Neytendastofa kannar hávaða í leikföngum

Mynd með frétt
Það er erfitt að gera sér grein fyrri hversu skaðleg áhrif hávaði í leikföngum hefur á heyrn barna, til lengri eða skemmri tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að börnin koma til með að heyra hávaðann frá leikfanginu oft á dag. Heyrnaskaði meðal barna hefur aukist enda er það svo að einn afmarkaður hávaði frá leikfangi getur orsakað það að barn tapar heyrn á ákveðnu hljóðsvæði og varanlegum skaða á heyrn
Meira
15.3.2017

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedez Benz bifreið

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á einni Mercedes Benz E220 CDI bifreið, árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að Í gæðaferli Mercedes-Benz hefur komið upp möguleiki á því að þyngdarskynjara stjórnbox fyrir farþegasæti hafi verið vitlaust sett í
Meira
8.3.2017

Toyota innkallar Corolla bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 1458 Toyota Corolla bifreiðum, framleiðslutímabil 2002-2004. Ástæða innköllunarinnar er vegna galla í öryggispúða í stýri. Við árekstur sem er nógu harður til að öryggispúðinn eigi að blása út er mögulegt að drifbúnaðurinn fyrir púðann rifni og púðinn veiti ekki þá vernd sem honum er ætlað.
Meira
7.3.2017

Drög að reglugerð um skotelda

Neytendastofa vekur athygli á því að innanríkisráðuneytið hefur birt til umsagnar á vef sínum drög að reglugerð um skotelda. Eins og fram kemur á vef ráðuneytisins felur reglugerðin í sér heildarendurskoðun á gildandi reglugerð um skotelda þar sem tekið er mið af evrópustöðlum en Ísland hefur skuldbundið sig til að innleiða CE-merkingar á skotelda.
Meira
3.3.2017

Drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda

Neytendastofa vekur athygli á því að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt til umsagnar á vef sínum drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda. Eins og fram kemur á vef ráðuneytisins fjallar reglugerðin um staðlað eyðublað sem nota ska
Meira
14.2.2017

Auðkennið Íslenska fasteignasalan

Neytendastofu barst erindi Fasteignasölu Íslands ehf. þar sem kvartað var yfir notkun keppinautarins PRO.Íslenska fasteignasalan ehf. á heitinu „Íslenska fasteignasalan“
Meira
13.2.2017

Markaðssetning Norðursiglingar á „Carbon Neutral“

Neytendastofu barst erindi Gentle Giants Hvalaferða ehf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu keppinautarins Norðursiglingar ehf. Taldi Gentle Giants Hvalaferðir að notkun Norðursiglingar á slagorðinu „Carbon Neutral“ væri villandi markaðssetning.
Meira
10.2.2017

Framadagar 2017

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í framadögum sem í þetta sinn voru hjá Háskólanum í Reykjavík. Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson heimsótti kynningarbás Neytendastofu og kynnti sér starfsemi hennar og fékk innsýn í tillögur að lokaverkefnum fyrir háskólanema sem tengjast starfsemi stofnunarinnar og neytendavernd á Íslandi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd
Meira
10.2.2017

Heitið Bjössi 16 ekki bannað

Neytendastofu barst kvörtun frá Bjössa ehf. yfir því að keppinautur fyrirtækisins hafi skráð og noti firmaheitið Bjössi 16 ehf. Taldi Bjössi ehf. að brotið væri á rétti sínum og hætta væri á að ruglast yrði á fyrirtækjunum vegna líkinda heitanna. Starfsemi beggja fyrirtækja tengist akstri vörubifreiða.
Meira
7.2.2017

Suzuki bílar hf innkalla 325 Suzuki Grand Vitara

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 325 Suzuki Grand Vitara bifreiðum af árgerðum 2008-2014.
Meira
6.2.2017

Bílaumboðið Askja innkallar 57 Mercedez Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á 57 Mercedes Benz Atego bifreiðum, framleiddir frá 2013 til 2017.
Meira
3.2.2017

Hekla innkallar Volkswagen 144 bifreiðar

Mynd með frétt
eytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 144 Volkswagen Golf, Touran og Passat, sem framleiddir voru á ákveðnu tímabili og eru með tiltekna hugbúnaðarútgáfu fyrir rafkerfisstjórnun.
Meira
2.2.2017

Toyota innkallar Proace bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 34 Toyota Proace bifreiðum, framleiðsluár 2016. Ástæða innköllunarinnar er vegna hugsanlegs vatnsleka inn í bílinn frá hjólskál hægramegin að framan sem gæti skemmt rafkerfi við ABS hemlastýringatölvu
Meira
1.2.2017

Hreingerningum bannað að nota lénið cargobilar.com

Neytendastofu barst kvörtun frá Cargo sendibílaleigu yfir notkun Hreingerninga ehf. á léninu cargobilar.com. Í erindi kom fram að Cargo sendibílaleiga hafi notast við lénið cargobilar.is frá október 2005 og notkun Hreingerninga á nákvæmlega sama léni, nema með endingunni .com valdi ruglingi milli fyrirtækjanna.
Meira
31.1.2017

Neytendur greiði ekki fyrir óumbeðnar vörur

Neytendastofu hafa borist upplýsingar um að netverslunin Luxstyle Aps og Lux Internationla Sales Aps hafi sent neytendum óumbeðið vörur sem þeir hafa ekki pantað og krafist greiðslu fyrir. Sameiginleg eftirlitsnefnd neytendastofnana í EES - ríkjum (CPC-nefndin) fékk kvartanir frá fjölmörgum ríkjum. Fyrirtækin hafi sent neytendum vörur eftir að þeir einfaldlega höfðu skráð nafn sitt og heimilisfang á forsíðu vefverslunarinnar en höfðu hvorki pantað vöruna né gefið upp greiðslukortaupplýsingar.
Meira
25.1.2017

Suzuki bílar hf innkalla Suzuki Kizashi

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 8 Suzuki Kizashi bifreiðum af árgerðum 2009-2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að gæðaeftirlit sem Suzuki bifreiðar sæta af hendi framleiðanda gaf til kynna galla í gírskiptistokk fyrir sjálfskiptingu.
Meira
24.1.2017

Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga heimilt að nota auðkennið

Neytendastofu barst kvörtun frá Brú Venture Capital þar sem kvartað var yfir notkun Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga á auðkenninu BRÚ.
Meira
24.1.2017

IKEA innkallar MYSINGSÖ strandstól vegna slysahættu

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ikea vegna innköllunar á strandstól. Eftir að áklæðið hefur verið tekið af til að þvo það, er hægt að setja það aftur á með röngum hætti þannig að það skapi hættu á að stóllinn gefi sig eða að notandi klemmist.
Meira
23.1.2017

Markaðssetning á Dælunni og sumarleik N1

Neytendastofu barst erindi Skeljungs hf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu N1 hf. á Dælunni og sumarleik N1 2016. Skeljungur taldi að slagorð Dælunnar „þrír fyrir einn á eldsneyti“ og „megahraðboðstilrýmingarsérverð“ væru villandi gagnvart neytendum.
Meira
23.1.2017

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 33/2016. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Verkfæralagersins væru villandi þar sem birtar væru myndir af vörum undir yfirskriftinni „verð frá“ sem væri ekki verð hinna myndbirtu vara.
Meira
12.1.2017

Íslensk Bandarísk innkallar Jeep Renegade bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Íslensk – Bandarísk ehf um innköllun á tveimur Jeep Renegade bifreiðum, framleiðslutímabil 14.júní 2014 til og með 16. ágúst 2016.
Meira
TIL BAKA