Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

30.3.2009

Nýtt kerfi fyrir vigtarmenn

Neytendastofa er að taka í notkun nýtt kerfi til að skrá þátttakendur á námskeið til löggildingar vigtarmanna, til að sækja um bráðabirgðalöggildingu og birta lista yfir löggilta vigtarmenn.
Meira
27.3.2009

Sínum augum lítur hver á silfrið

Þegar keyptir eru skartgripir þá getur kaupandi ekki gert sér grein fyrir hversu mikið magn af eðalmálmi þ.e. gulli, silfri, palladíum og platínum eru í skartgripnum með því einu að snerta hann eða horfa á hann.
Meira
23.3.2009

Norrænar stofnanir á sviði neytendamála auka eftirlit með bönkum og lánastofnunum

Mynd með frétt
Neytendastofa og norrænar systurstofnanir hennar, sem fara með eftirlit og framkvæmd laga á sviði neytendamála á Norðurlöndunum, hafa markað sér þá sameiginlegu stefnu fyrir næsta ár að auka eftirlit með bönkum og lánastofnunum með það að markmiði að réttindi neytenda séu að fullu virt.
Meira
19.3.2009

Fréttatilkynning

Af gefnu tilefni, vill Neytendastofa koma því á framfæri að stofnunin beinir iðulega tilmælum til auglýsenda um að hætta birtingu auglýsinga á meðan á málsmeðferð stendur hjá stofnuninni. Oft eru þau sett fram í þeim tilgangi að hraða málsmeðferð þegar Neytendastofa telur það heppilegast fyrir lyktir málsins
Meira
13.3.2009

Ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2009

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Kaupþing banki hf. hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán, nr. 121/1994, vegna skilmála bankans á lánum í erlendri mynt með því að tilgreina ekki í skilmálum myntkörfulánssamnings með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytist.
Meira
12.3.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði staðfest ákvörðun Neytendastofu vegna kvartana Toyota á Íslandi hf. og Brimborgar ehf. á fullyrðingum Heklu í tengslum við varanlegar verðlækkanir hjá félaginu.
Meira
10.3.2009

Símatími neytendaréttarsviðs er milli kl. 9 og 12 mánudaga til föstudaga

Neytendaréttarsvið svarar fyrirspurnum um óréttmæta viðskiptahætti en undir það falla m.a. auglýsingar, notkun á orðunum ókeypis, frítt og gjöf, útsölur og skilaréttur, neytendalán, alferðir þ.e. pakkaferðir, húsgöngu og fjarsölu og rafræn viðskipti á milli kl. 9 til 12 mánudaga til föstudaga.
Meira
9.3.2009

Ákvörðun Neytendastofu nr. 5/2009

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Halldór Guðmundsson hafi brotið gegn ákvæðum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að nýta sér trúnaðarupplýsingar um birgja Petersen ehf. í atvinnuskyni og án heimildar forráðarmanna Petersen.
Meira
9.3.2009

Ákvörðun Neytendastofu nr. 4/2009

Með ákvörðun Neytendastofu, dags. 30. janúar 2009, var Og fjarskiptum bönnuð notkun orðsins fríkeypis fyrir þjónustu sem greiða þarf fyrir. Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Og fjarskipti ehf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að ákvörðun Neytendastofu.
Meira
TIL BAKA