Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

25.6.2019

Hættulegar svefnvöggur eða svefnstólar á markaði

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á hættulegum vöggum fyrir kornabörn. Að minnsta kosti 50 börn hafa látist í þessum vöggum eða stólum. Nýlega innkallaði Mattel, framleiðandi Fisher Price, allar vöggur af tegundinni Rock‘n Play.
Meira
19.6.2019

Vaxtaendurskoðunarákvæði ófullnægjandi

Neytendastofu barst erindi vegna skilmála fasteignaláns sem tekið var árið 2005 með vaxtaendurskoðunarákvæði frá Frjálsa fjárfestingarbankanum, nú Arion banka.
Meira
18.6.2019

Heimkaup innkallar á Stiga barnahjálma

Hættulegur Stiga barnahjálmur
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Vetararsól um innköllun á Stiga barnahjálmum af gerðinni Sum XI. Barnahjálmarnir hafa verið til sölu í netverslun Heimkaups.
Meira
12.6.2019

Auðkennin Netökuskóli og Netökuskólinn

Neytendastofu barst kvörtun Akt ehf. vegna notkunar Ekils ehf. á auðkennunum netökuskóli og netökuskólinn. Í kvörtuninni kemur fram að Akt sé eigandi orð- og myndmerkisins NETÖKUSKÓLINN og vörumerkið væri skráð hjá Einkaleyfastofunni. Var krafist að Ekli yrði bönnuð öll notkun á auðkenninu.
Meira
12.6.2019

Jaguar innkallar 48 bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 48 Jaguar I-Pace bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að nauðsynlegt er að endurforrita þurfi vélartölvu vegna reikningsskekkju sem varðar bremskukerfi bifreiðanna. Viðkomandi bifreiðareiganda verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.
Meira
11.6.2019

Suzuki innkallar 490 bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki Bílar ehf um að innkalla þurfi 490 Suzuki Swift bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að sökum forritunargalla í tölvu fyrir líknarbúnað (Air-Bag) getur búnaðurinn orðið virkur ef afturhurð er skellt aftur.
Meira
7.6.2019

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes-Benz bifreið. Um er að ræða afturhjóladrifna bifreið með rafmagsstýri. Rannsóknir benda til þess að við ákveðið högg á hjólbarða getur ró á stýrismaskínu brotnað.
Meira
7.6.2019

Bílabúð Benna innkallar Opel Vivaro-B

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf um að innkalla þurfi Opel Vivaro-B bifreið. Ástæða innköllunarinnar er að handbremsubarki getur veirð gallaður. Viðkomandi bifreiðareiganda verður tilkynnt um innköllunina símleiðis
Meira
4.6.2019

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz Sprinter

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Um er að ræða 2 bifreiðar.
Meira
TIL BAKA