Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

25.7.2017

Skorkort neytendamála 2017: Þekking íslenskra neytenda á réttindum sínum eykst

Skorkort neytendamála fyrir árið 2017 hefur verið birt. Í skorkortinu, sem gefið er út af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, eru neytendamarkaðir metnir út frá þremur lykilþáttum: þekkingu og trausti; samræmi við reglur og eftirlit; kvartanir og úrlausn þeirra. Þar er einnig farið yfir framfarir á innri markaði EES út frá sjónarhóli neytenda
Meira
21.7.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu frá 6. febrúar 2017. Með ákvörðun Neytendastofu bannaði stofnun frekari birtingu „BOOM“ auglýsinga Makklands þar sem þær brytu gegn góðum viðskiptaháttum.
Meira
19.7.2017

ON innkallar sundkúta

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Orku náttúrunnar ehf. um að sundkútar merktir fyrirtækinu hafi verið teknir úr notkun. Ákvörðun um innköllunina var tekin í ljósi ábendingar til Neytendastofu og umfjöllunar í fjölmiðlum um að sundkútarnir væru ekki nægilega öruggir og skilyrðum laga og reglugerða sem gilda um vöruna væru ekki uppfyllt.
Meira
19.7.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 62/2016. Ákvörðunin snéri að broti Hópkaupa á útsölureglum þar sem ekki var sýnt fram á raunverulega verðlækkun á ljósmyndanámskeiði.
Meira
18.7.2017

Bakarí þurfa að bæta verðmerkingar

Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í 39 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu í júní s.l. Athugað var hvort verðmerkingar væru í lagi í borði, gos- og mjólkurkælum og öðrum hillum sem voru til staðar. Athugasemdir voru gerðar við 22 bakarí, sérstaklega var tekið eftir að vörur sem voru á afgreiðsluborði eða stökum borðum í versluninni voru oft óverðmerktar.
Meira
17.7.2017

Smálánafyrirtæki sektuð

Neytendastofa hefur lagt 10 millj. kr. stjórnvaldssekt á E-content fyrir brot gegn fyrri ákvörðunum stofnunarinnar. E-content er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálán, 1909, Múla og Hraðpeninga sem Neytendastofa hafði þegar tekið ákvörðun um að brytu gegn lögum um neytendalán með háttsemi sinni.
Meira
12.7.2017

Neytendastofa setur sölubann á "spinnera"

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur sett sölubann á spinnera (þyrilsnældur) hjá þremur innflytjendum þar sem þeir gátu ekki að sýnt fram á öryggi þeirra og að varan væri í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Auk þess sem varúðarmerkingar og upplýsingar á umbúðum voru ófullnægjandi.
Meira
11.7.2017

Sölubann á skotelda hjá E-þjónustunni ehf.

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á þremur skoteldum sem E-þjónustan flutti til landsins. Um er að ræða flugeld (PPATA), eina skotköku (Secret gift) og stjörnuljós (Gold Sparklers).
Meira
10.7.2017

Sölubann á skotelda hjá Stjörnuljós ehf.

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á skotkökurnar STORMUR og LITRÍKAR ÞRUMUR sem Stjörnuljós ehf. fluttu til landsins.
Meira
7.7.2017

Tölvutek sektað

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt að fjárhæð 1 milljón á Tölvutek fyrir að brjóta eldri ákvörðun stofnunarinnar. Málið snýr að fullyrðingu um að Tölvutek sé stærsta tölvuverslun landsins.
Meira
6.7.2017

Toyota innkallar Toyota Proace bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 4 Toyota Proace sendibílum, framleiðslutímabil 2016-2017. Ástæða innköllunarinnar er að festing fyrir kælidælu í loftræsikerfi (A/C) gæti verið ranglega hert.
Meira
TIL BAKA