Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

23.2.2009

Ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2009

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna Eggerti Kristjánssyni hf. sem rekur Íslenskt Meðlæti hf. notkun umbúða utan um grænmeti. Að mati Neytendastofu er gefið í skyn á umbúðunum að uppruni grænmetisins sé íslenskur sem er ekki rétt
Meira
16.2.2009

Ástand verðmerkinga á hársnyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu

Neytendastofa hefur gert könnun á ástandi verðmerkinga á hársnyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var á 128 stofur og kannað hvort verðlisti yfir helstu þjónustuliði væri til staðar og hvort sérvara væri merkt. Aðeins 63 stofur, eða 49%, höfðu allar verðmerkingar sínar í lagi.
Meira
13.2.2009

Ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2009

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna hf. að fjárhæð kr. 440.000- vegna útsölu félagsins.
Meira
13.2.2009

Ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2009

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Allianz á Íslandi hf. hafi brotið gegn ákvæðum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins, með dreifibréfi þar sem kynnt er raunávöxtun viðbótalífeyrissparnaðar.
Meira
5.2.2009

Upplýsingar um seðilgjöld

Algengt er að fyrirtæki leggi aukagjald (fylgikröfu) á kröfur sínar sem greiðanda er ætlað að inna af hendi. Algengt heiti þessa gjalds er seðilgjald en það ber einnig ýmis önnur heiti svo sem tilkynningagjald, innheimtugjald, útskriftagjald og jafnvel „annar kostnaður“.
Meira
TIL BAKA