Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

31.5.2021

Bílaumboðið Askja ehf. innkallar 15 Mercedes-Benz CLA, GLA, A-Class og B-Class bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 15 Mercedes-Benz CLA, GLA, A-Class og B-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að slag getur komið í stýrisöxulinn. Innköllun felst í skoðun og umskiptum ef þurfa þykir.
Meira
31.5.2021

Bílaumboðið Askja ehf. innkallar 122 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 122 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skinna losni sem tengist bremsupedala. Komið það fyrir munu bremsuljósin loga stöðugt.
Meira
26.5.2021

Brimborg innkallar Ford Galaxy bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford Galaxy / X-Max bifreiðar af árgerð 2015-2020. Ástæða innköllunarinnar er að nauðsynlegt er á að skipta um bolta í hjólaspyrnu að aftan. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Meira
26.5.2021

Askja ehf innkallar 22 Mercedes-Benz C-Class og GLC bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 22 Mercedes-Benz C-class og GLE bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælimiðilslögn sé ekki rétt staðsett. Innköllun felst í skoðun og möglega lagfæringu á staðsetningu umræddarar kælimiðilslagnar Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Meira
21.5.2021

Úrskurður áfrýjunarnefndar

Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Geymslum um að fyrirtækinu bæri að veita upplýsingar annars vegar um sjálft sig og hins vegar um verð á þjónustu sinni á vefsíðunum geymslur.is og geymsla24.is.
Meira
19.5.2021

Trendland.is sektað

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á rekstraraðila vefsíðunnar trendland.is fyrir brot á útsölureglum. Í kjölfar ábendinga frá neytendum um að vörur á vefsíðunni hafi ekki verið seldar á tilgreindu fyrra verði, áður en þær voru boðnar á lækkuðu verði, fór Neytendastofa fram á að sýnt væri að verðlækkunin væri raunveruleg.
Meira
19.5.2021

Ákvörðun um neytendalán staðfest

Neytendastofa lauk ákvörðun um neytendalán með bréfi, dags. 17. september 2020. Komst stofnunin þar að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til aðgerða m.a. þar sem lánveitandi féllst á að skilmáli lánsins um breytingu vaxta væri ekki í samræmi við ákvæði laga um neytendalán og notkun þeirra hafi þegar verið hætt.
Meira
18.5.2021

IKEA innkallar HEROISK og TALRIKA diska, skálar og bolla

Innkallaður borðbúnaður IKEA
Neytendastofa hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á HEROISK og TALRIKA diskum, skálum og bollum vegna hættu á að þau brotni og valdi bruna. Í tilkynningu IKEA kemur fram að hætta er á
Meira
17.5.2021

Fullyrðingar í auglýsingum Landsbjargar rangar

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun um auglýsingar Landsbjargar um umhverfisvænni flugelda. Skoðun Neytendastofu tók annars vegar til auglýsinga Landsbjargar þar sem væru ýmsar fullyrðingum um umhverfisvænni flugenda undir yfirskriftinni „Öndum léttar – Umhverfisvænni flugeldar“ og hins vegar til myndmerkis með skopgerðum flugeldi á grænum bakgrunni með laufblaði þar sem stóð „Umhverfisvænni flugeldar“.
Meira
17.5.2021

Lénið polsen.is

Neytendastofu barst kvörtun frá Poulsen ehf. yfir skráningu og notkun Orku ehf. á léninu polsen.is. Taldi Poulsen að notkun á léninu skapaði hættu á ruglingi fyrir neytendur því sjón- og hljóðlíking væri alger enda sé það aðeins stafurinn „u“ sem skilji á milli lénanna.
Meira
10.5.2021

Skráning og notkun lénsins sending.is

Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Hraðsendingar ehf. á léninu sending.is. Í kvörtuninni kom fram að Sending ehf. hafi starfrækt sendibílaakstur í rúm 20 ár og sinni sendingum af öllu tagi. Nú hafi annar aðili tekið upp nafn félagsins sem skapi ruglingshættu fyrir viðskiptavini félaganna.
Meira
10.5.2021

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Neytendastofa tók ákvörðun um upplýsingagjöf Borgarefnalaugarinnar á Facebook síðu félagsins sem áfrýjunarnefnd neytendamála hefur nú fellt úr gildi.
Meira
5.5.2021

Hættuleg róla innkölluð hjá Bauhaus

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu og afhendingu á rólunni Round Swing with Net frá framleiðandum Nordic Play sem var til sölu hjá Bauhaus. Við prófun á rólunni kom í ljós að festingar uppfylltu ekki skilyrði staðla um öryggi leikfanga og því væri hætta á að festingar gætu losnað með þeim afleiðingum að börn falli úr rólunni,
Meira
5.5.2021

BL innkallar Hyundai Kona EV - Eigendur beðnir að hlaða bílinn einungis í 90% að hámarki meðan beðið er eftir nýrri rafhlöðu

Hyundai Motor Company hefur tilkynnt BL, umboðsaðila framleiðandans hér á landi, að fyrirhugað sé að skipta um háspennurafhlöður í tilteknum fjölda rafbíla af gerðinni Kona EV sem framleiddir voru á tímabilinu maí 2018 til mars 2020 í verksmiðjunni í Ulsan í S-Kóreu. Útskiptin eru vegna mögulegrar hitamyndunar í háspennurafhlöðu við ákveðin skilyrð sem valdið getur skammhlaupi og mögulega bruna í rafhlöðunni.
Meira
3.5.2021

Neytendalán á netinu – Sameiginleg úttekt aðildarríkja ESB og EES.

Neytendastofa tók nýverið þátt í rannsókn á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og neytendayfirvalda í Evrópu. Rannsóknin snéri að vefsíðum sem bjóða upp á neytendalán á netinu og var niðurstaðan sú að í meira en í þriðjungi tilfella voru ófullnægjandi upplýsingar veittar neytendum.
Meira
TIL BAKA