Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
19.11.2025
21 Evrópskt flugfélag samþykkir að breyta viðskiptaháttum sínum þegar kemur að umhverfisfullyrðingum
21 flugfélag hefur samþykkt að breyta starfsháttum sínum er lúta að umhverfisfullyrðingum sem álitnar voru villandi af samstarfsneti neytendayfirvalda í Evrópu (CPC). Málið var unnið undir forystu neytendayfirvalda í Belgíu (Directorate General for Economic Inspection), Hollandi (Authority for Consumers and Markets), Noregi (the Norwegian Consumer Authority) og Spáni (Directorate General of Consumer affairs). Málið á rætur að rekja til þess að í júní 2023 gáfu Samtök evrópskra neytendasamtaka (European Consumer Organisation (BEUC)) út yfirlýsingu þar sem fordæmdar voru villandi umhverfisfullyrðingar Evrópskra flugfélaga.
Meira12.11.2025
Drög að leiðbeiningum fyrir gjaldskyld bílastæði
Neytendastofa birti ákvarðanir um merkingar á gjaldskyldum bílastæðum í sumar auk þess sem unnið er að fleiri málum um þessar mundir. Í tilefni þeirra athugasemda sem stofnunin hefur gert og sem hluti af aðgerðum atvinnuvegaráðuneytisins vegna bílastæða hefur stofnunin sett upp drög að leiðbeiningum fyrir fyritæki á þessum markaði.
Meira4.11.2025
Sekt vegna verðmerkinga
Neytendastofa gerði skoðun á ástandi verðmerkinga hjá 142 verslunum og þjónustuveitendum í Kringlunni og Smáralind. Í verðmerkingareftirliti er skoðað hvort söluvörur eru veðmerktar, hvar sem þær eru sýnilegar eða aðgengilegar neytendum. Einnig er skoðað hvort að verðskrá yfir framboðna þjónustu sé sýnileg.
Meira