Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

6.1.2014

BL ehf. innkallar Hyundai bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 768 Hyundai bifreiðum.
3.1.2014

Leyfi þarf til endursölu á rafsígarettum með nikótíni

Af gefnu tilefni vilja Lyfjastofnun, Neytendastofa og Tollstjóri benda á að innflutningur á rafsígarettum með nikótíni til endursölu er óheimill sé markaðsleyfi skv. lyfjalögum, nr. 93/1994, ekki fyrir hendi.
30.12.2013

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Neytendastofu óskar öllum landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Um leið viljum við vekja athygli á að lokað verður á gamlársdag. Hægt er að senda ábendingar í gegn um mínar síður á heimasíðu Neytendastofu.
30.12.2013

Sölubann á mjúkdýr

Neytendastofa hefur lagt sölubann á ,,lunda mjúkdýrʻʻ (stór og lítill), ,,kind mjúkdýrʻʻ og ,,selkópʻʻ frá framleiðandanum Happy day á grundvelli ábendingar sem stofnuninni barst. Eftir að Neytendastofa lagði tímabundið sölubann á vöruna
30.12.2013

Sölubann á óöruggt leikfang

Neytendastofa hefur lagt sölubann á leikfang á vagn frá Made by Grandma í kjölfar tímabundins sölubanns sem lagt var á vöruna á grundvelli ábendingar sem stofnuninni barst. Eftir að Neytendastofa lagði tímabundið sölubann á vöruna bárust stofnuninni engin gögn sem sýndu fram á öryggi vörunnar. Á leikfangið vantaði CE merkingu
30.12.2013

Neytendastofa hefur lagt sölubann á ,,ljóshærð dúkka Annaʻʻ

Neytendastofa hefur lagt sölubann á ,,ljóshærð dúkka Annaʻʻ frá framleiðandanum Drífa ehf. á grundvelli ábendingar sem stofnuninni barst. Eftir að Neytendastofa lagði tímabundið sölubann á vöruna bárust stofnuninni engin gögn sem sýndu fram á öryggi vörunnar. Á leikfangið vantaði CE merkingu.
30.12.2013

Neytendastofa sektar fimm smávöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu

Neytendastofa hefur sektað fimm smávöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga. Í öllum tilfellum er um að ræða sektir vegna ófullnægjandi verðmerkinga í búðargluggum. Í júní, júlí og ágúst 2013 gerðu starfsmenn Neytendastofu skoðun á ástandi verðmerkinga hjá smávöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Skoðaðar voru m.a. ástand verðmerkinga hjá verslunum í Austurveri, Firðinum, Glæsibæ, Kringlunni, Mjódd, Suðurveri, Smáralind, og í miðbæ Reykjavíkur. Þær verslanir sem stofnunin gerði athugasemdir við fengu þau fyrirmæli að lagfæra verðmerkingar sínar svo ekki þyrfti að koma til frekari aðgerða af hálfu stofnunarinnar.
30.12.2013

Neytendastofa sektar sjö veitingahús á höfuðborgarsvæðinu

Neytendastofa nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á eftirfarandi veitingahús: Austurlandahraðlestina í Lækjargötu, Cafe Bleu í Kringlunni, Kaffi Klassík í Kringlunni, Pisa á Lækjargötu, Scandinavian Smørrebrød og Brasserie á Laugarvergi, Sjávargrillið á Skólavörðustíg og Tapashúsið á Ægisgarði.
18.12.2013

Neytendastofa í árlegu jólaseríuátaki

Mynd með frétt
Á síðastliðnum vikum fór Neytendastofa í árlegt jólaseríuátak. Farið var í verslanir á höfuðborgarsvæðinu og kannað hvort að réttar varúðarmerkingar væru á íslensku. Nokkuð var um að fullnægjandi varúðarmerkingar vantaði. Neytendastofa veitti þeim verslunum þar sem fullnægjandi varúðarmerkingar vantaði tækifæri til þess að koma viðunandi merkingum í lag áður en til
18.12.2013

Bann við afhendingu endurskinsmerkja Strætó BS

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur sett bann við afhendingu endurskinsmerkja sem Strætó bs. hefur verið að afhenda og dreifa. Bannið er sett í kjölfar tímabundins sölubanns sem Neytendastofa setti á, á grundvelli ábendingar sem stofnuninni barst.
18.12.2013

Neytendastofa sektar tvö veitingahús á Selfossi

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga hjá veitingahúsum í Árborg í júlí sl. Veitingahúsunum var öllum gefinn kostur á að koma verðmerkingum sínum í lag. Flest veitingahúsin sem gerðar voru athugasemdir við höfðu bætt merkingar sínar. Veitingahúsin Menam og Riverside Resturant höfðu ekki farið að fyrirmælum
18.12.2013

Tilkynning varðandi IKEA veggljós

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá IKEA vegna vegna veggljósa. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga IKEA SMILA veggljós, eða önnur veggljós með snúru, til að ganga tafarlaust úr skugga
6.12.2013

Seinni eftirlitsferð Neytendastofu í bakarí

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá 49 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu í september sl. í kjölfar margra ábendinga frá neytendum. Skoðaði starfsmaður sérstaklega verðmerkingar í borði og í kælum. Niðurstaða könnunarinnar var að verðmerkingum var ábótavant hjá 16 bakaríum.
4.12.2013

Hekla innkallar Volkswagen

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um innköllun á fimm Amarok 2,0 L TDI bifreiðum árgerð 2011-2013.
2.12.2013

Ákvörðun Neytendastofu um auðkennið ICE LAGOON staðfest

Með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála var staðfest ákvörðun Neytendastofu um að ekki væri ástæða til að banna Must Visit Iceland ehf. notkun á vörumerkinu og auðkenninu ICE LAGOON.
29.11.2013

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest þá ákvörðun Neytendastofu að Byko hafi ekki brotið gegn lögum með því að nota orðin „harðparket“ og „plankaparket“ en ekki „plastparket“ í auglýsingum fyrir gólfefni úr plasti.
29.11.2013

Betri réttindi neytenda við kaup á pakkaferðum

Í tillögu að nýrri tilskipun sem framkvæmdastjórn ESB hefur lagt fram er nú lagt til að auka verulega neytendavernd með því að gera kröfu um að ferðasali verði að bera ábyrgð gagnvart neytendum þegar þau setja saman eigin ferð á vefsíðu þeirra með því að panta t..d flug og hótel eða sérsníða sinn eigin ferðapakka á Netinu. Þessi breyting þýðir að mati ESB að 120 milljónir manna á EES svæðinu fá nú vernd sem gildandi reglur um alferðir,
21.11.2013

Seinni eftirlitsferð Neytendastofu í matvöruverslanir

Neytendastofa gerði könnun í sumar á ástandi verðmerkinga hjá 78 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þessari könnun var svo fylgt eftir í október sl. og skoðað ástand verðmerkinga hjá þeim verslunum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við eftir fyrri heimasóknina.
20.11.2013

Forstjóri Neytendastofu kjörinn í stjórn Prosafe

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu
Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu var kjörinn í aðalstjórn Prosafe á aðalfundi samtakanna 13. nóvember 2013. Prosafe eru samtök stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu sem starfa að eftirliti með öryggi vöru sem er framleidd eða flutt inn á EES svæðið. Á vegum Prosafe eru veittir styrkir til
19.11.2013

Seinni eftirlitsferð á Neytendastofu í veitingahús

Í lok september fylgdu starfsmenn Neytendastofu eftir með könnun á 14 veitingahúsum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við verðmerkingar hjá í fyrri skoðun. Skoðað var hvort matseðill væri við inngöngudyr og
15.11.2013

Orkubú Vestfjarða fær vottað innra eftirlit með varmaorkumælum

Mynd með frétt
Orkubú Vestfjarða hefur hlotið viðurkenningu Neytendastofu á innra eftirlitskerfi með varmaorkumælum og er fyrsta dreifiveitan sem hlýtur slíka viðurkenningu. Áður hafði Orkubúið verið fyrst til að hljóta viðurkenningu á innra eftirliti með rafmagnsmælum.
14.11.2013

Seinni heimsókn Neytendastofu í fiskbúðir

Í september sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Því var svo fylgt eftir í október sl. með seinni heimsókn í þær fjórar fiskbúðir
14.11.2013

BL ehf. innkallar Hyundai bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Hyundai I30. Um er að ræða 262 bifreiðar framleiddar á árunum 2007-2011, sjá nánar hér fyrir neðan.
13.11.2013

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest þá ákvörðun að banna Gentle Giants að merkja miðasöluhús fyrirtækisins með orðunum „THE TICKET CENTER“.
13.11.2013

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Neytendastofu að ekki sé ástæða til aðgerða í tilefni auglýsinga Olíuverzlunar Íslands hf. (Olís) um að fyrirtækið styrki verkefnið Opinn skógur.

Page 53 of 93

TIL BAKA