Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

16.10.2020

Sölubann á leikfangabílum hjá Kids Cool Shop

Neytendastofa hefur sett sölubann á leikfangabílana Lamborghini Aventador, New Ford Ranger og Volkswagen Beetle Dune hjá Kids Cool Shop þar sem ekki var sýnt fram á öryggi varana og að þær væru í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.
6.10.2020

Ísbúðir sektaðar

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart ísbúðum sem þurftu að koma upplýsingum um þjónustuveitanda á vefsíðum sínum í lögmætt horf. Ákvarðanirnar eru teknar í kjölfar átaks Neytendastofu þar sem kannaðar voru annars vegar verðmerkingar á sölustað og upplýsingar á vefsíðum.
29.9.2020

Hekla hf innkallar 14 VW Crafter bifreiðar

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 14 VW Crafter bifreiðar af árgerð 2018. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að rúða í afturhurð gæti losnað. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
25.9.2020

3 M andlitsgrímur innkallaðar

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á andlitsgrímum sem hafa meðal annars verið seldar í verslunum Krambúðarinnar, Nettó, Kjörbúðarinnar og Iceland. Ekki er vitað hver framleiðandi vörunnar er en fyrir ofan strikamerki á umbúðum stendur „3 M 100 maskar“. Framan á umbúðum stendur jafnframt „Disposable face masks two ply 100 pieces“.
18.9.2020

Innköllun á 578 Hyundai Santa Fe CM

Lógó Hyundai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 578 Hyundai undirtegund Santa Fe CM bifreiðar af árgerð 2005 - 2009. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skammhlaup getur myndast í skriðvarnarkerfi bifreiðarinnar.
17.9.2020

BL innkallar Renault Espace

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 13 Renault Espace V bifreiðar af árgerð 2017 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að skoða þarf spoiler á afturhlera á umræddum bifreiðum.
16.9.2020

Neytendastofa tekur þátt í mælifræðisamstarfi ríkja á norðurslóðum.

Mynd með frétt
Neytendastofa tekur nú þátt í samstarfi Norðurlanda og Eystrasaltslanda í mælifræði. Samstarfshópurinn heitir EMN (European Metrology Network) og er hlutverk hans að efla samstarf á milli landanna með því að miðla hugmyndum og þekkingu.
15.9.2020

Rekstrarvörur taka andlitsgrímur úr sölu

Andlitsgrímur hætt sölu
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rekstrarvörum um að hætt hafi verið sölu á einnota andlitsgrímum. Framleiðandinn er Zhongshan Zhiteng clothing co. og heiti vörunnar er KN95.
15.9.2020

Skilmálabreytingar Reebok Fitness óréttmætar

Neytendastofu bárust kvartanir yfir skilmálabreytingum sem Reebok Fitness gerði þegar líkamsræktarstöðvar þurftu að loka tímabundið vegna samkomutakmarkana. Breytingin fólst í því að í stað þess að segja upp ótímabundinni áskrift rafrænt á vefsíðu Reebok Fitness, eins og áður hafði verið, þurftu neytendur að mæta á skrifstofu félagsins á tilteknum tíma dags.
14.9.2020

Geymslum gert að birta upplýsingar á heimasíðu

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Geymslum ehf. vegna tveggja vefsíða fyrirtækisins, geymslur.is og geymsla24.is.
14.9.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz X-Class

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að Active Brake Assist kerfið virki ekki sem skyldi.
11.9.2020

BL innkallar 160 Discovery

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 160 Land Rover Discovery af árgerð 2017-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að Þegar afturhurðum er lokað er hætta á að þær lokist ekki tryggilega.
9.9.2020

Bíumbíum innkallar hettupeysur

Bíumbíum innköllun peysa
Neytendastofa vill benda á innköllun Bíumbíum á How to kiss a frog hettupeysu sem fengist hefur í versluninni. Hættan felst í því að bönd í hettum eða í hálsmáli geta valdið hættu á kyrkingu. Um er að ræða vöruna Gola Hoodie Dress in Powder velvet, vörunúmer AW1930-2Y.
8.9.2020

Front-X tekur andlitsgrímur úr sölu

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Front-X um að hætt hafi verið sölu á einnota andlitsgrímum. Framleiðandinn er Wuxi Gery Energy Conservation Technology og á kassanum stendur “Disposable Protective Mask”. Grímurnar voru seldar á vefsíðu www.frontx.is.
7.9.2020

Fyrra verð á tilboðsvörum Carson

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart bílasölunni Carson ehf., vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði.
4.9.2020

Kvarðanir þrýstimæla liggja niðri

Mynd með frétt
Meðal þeirra kvarðana sem boðið er upp á hjá kvörðunarþjónustu Neytendastofu eru kvarðanir þrýstimæla. Kvörðunargeta stofnunarinnar er allt upp í 100 bar þrýsting og fást kvarðaðir bæði stafrænir og hliðrænir mælar. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir nýta sér þessa þjónustu og koma þau úr ýmsum geirum íslensks iðnaðar og þjónustu.
27.8.2020

Sala á rafrettum á netinu óviðunandi

Neytendastofa gerði könnun á sölu rafrettna hjá átta vefsíðum. Samhliða því skoðaði Neytendastofa hvort veittar væru upplýsingar um þjónustuveitanda og rétt neytenda til að falla frá samningi. Vefsíðurnar reyndust allar óviðundandi.
25.8.2020

Verðmerkingar í gleraugnaverslunum

Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í 22 gleraugnaverslunum í lok júlí og byrjun ágúst s.l. Athugað var hvort verðmerkingar á vörum og á þjónustu væru sýnilegar í verslun og á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld. Á vefsíðum var einnig athugað hvort upplýsingar um þjónustuveitanda væru fullnægjandi, svo sem kennitala, heimilisfang, netfang, virðisaukaskattsnúmer og hvort fyrirtækið er ehf., slf. eða hf.
25.8.2020

Lín design innkallar barnasmekki

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá Lín design á hvítum barnasmekkum með mynd af Hugga hrút.
24.8.2020

Kæru SI vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála

Neytendastofu barst kvörtun frá Samtökum iðnaðarins yfir viðskiptaháttum verktakafyrirtækis sem samtökin töldu brjóta gegn góðum viðskiptaháttum. Snéri kvörtunin að því að fyrirtækið kynnti í markaðssetningu sinni að það byði upp á þjónustu á sviði skrúðgarðyrkju án þess að nokkur einstaklingur innan fyrirtækisins hefði tilskilin réttindi til þess.
21.8.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa bannaði Arnarlandi notkun á auðkenninu SUPERDRY og öðrum auðkennum sem svipuðu til þess, með ákvörðun nr. 39/2019.
19.8.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz X-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að hámarksþyngd ofan á þaki bifreiðarinnar er ekki rétt skv. handbók í bifreiðinni.
18.8.2020

Brimborg innkallar 22 Ford Kuga PHEV bifreiðar

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 22 Ford Kuga PHEV bifreiðar af árgerð 2019-2020. Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir Ford hafa leitt í ljós að við afar sjaldgæfar aðstæður getur drifrafhlaða bílsins þurft að losa sig við heitar lofttegundir til þess að minnka þrýsting og hita.
13.8.2020

Automatic bönnuð notkun auðkennisins FILTERTÆKNI

Neytendastofu barst erindi Filtertækni ehf. þar sem kvartað var yfir að fyrirtækið Automatic ehf. notaði auðkennið FILTERTÆKNI sem leitarorð í símaskrá Já.is. Í svari Automatic var því hafnað að fyrirtækin tvö störfuðu á sama markaði og talið eðlilegt að fyrirtæki sem sérhæfi sig í síum styðjist við leitarorðið „filtertækni“ á Já.is.
7.8.2020

Brimborg innkallar þurfi 56 Volvo S80, S60, V70, XC70, S60CC, V60, XC60, V60CC, V40 og V40CC bifreiðar

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf. um að innkalla þurfi 56 Volvo S80, S60, V70, XC70, S60CC, V60, XC60, V60CC, V40 og V40CC bifreiðar af árgerðum 2014-2017. Bifreiðarnar eru fjögurra strokka díselvélar. Ástæða innköllunarinnar er að áfylling á kælivökva á vél getur haft í för með sér að lofttappi myndast í kælikerfinu sem getur leitt til ófullnægjandi kælingar á íhlutum vélarinnar.

Page 11 of 91

TIL BAKA