Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

3.5.2021

Neytendalán á netinu – Sameiginleg úttekt aðildarríkja ESB og EES.

Neytendastofa tók nýverið þátt í rannsókn á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og neytendayfirvalda í Evrópu. Rannsóknin snéri að vefsíðum sem bjóða upp á neytendalán á netinu og var niðurstaðan sú að í meira en í þriðjungi tilfella voru ófullnægjandi upplýsingar veittar neytendum.
29.4.2021

Askja ehf innkallar 227 Mercedes-Benz C-Class og GLC bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf um að innkalla þurfi 227 Mercedes-Benz C-Class og GLC bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælimiðilslögn sé ekki rétt staðsett sem gæti valdið hættu lendi bifreiðin í tjóni.
20.4.2021

BL ehf innkallar 81 Renault Master lll bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 81 Renault Master III bifreiðar af árgerð 2018 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skipta þurfi um eldsneytislögn.
14.4.2021

Innköllun á klifurgrind/Pikler hjá Amarg.is

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá vefsíðunni Amarg.is um innköllun á klifurgrind eða Pikler sem vefverslunin var með í sölu. Var klifurgrindin framleidd af fyrirtækinu Fjalla Steini ehf.
8.4.2021

Verðlækkun Deal happy villandi

Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum vegna tilboða sem auglýst voru á vefsíðunni dealhappy.is. Í ábendingunum var kvartað yfir að á vefsíðunni væru vörur auglýstar með afslætti þrátt fyrir að hafa aldrei verið til sölu á auglýstu fyrra verði enda hefði vefsíðan fyrst verið tekin í notkun skömmu áður en tilboð voru auglýst. Við skoðun Neytendastofu á vefsíðunni kom einnig í ljós að klukka
7.4.2021

Markaðssetning Ísbúðar Garðabæjar á skálum og drykkjum

Neytendastofu barst kvörtun frá Ísey Skyr Bar vegna markaðssetningar S.G. Veitinga, sem rekur Ísbúð Garðabæjar, á skálum og drykkjum. Í kvörtuninni kom fram að Ísey Skyr Bar telji markaðssetninguna brjóta gegn góðum viðskiptaháttum þar sem uppskriftir og heiti réttanna séu mjög lík vörum Ísey Skyr Bars sem og kynning á heimasíðu Ísbúðar Garðabæjar.
6.4.2021

Líftækni innkallar dr. Frei andlitsgrímur

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Líftækni ehf. um innköllun á andlitsgrímum sem markaðssettar voru sem CE merktar persónuhlífar framleiddar af fyrirtækinu Medtex Swiss ltd. Grímurnar hafa verið seldar undir vörumerkinu dr.Frei Protect og eru af gerðinni FFP2, sjá meðfylgjandi myndir. Andlitsgrímurnar voru fluttar inn af Líftækni ehf. og seldar í apótekum Lyfju, Lyf og heilsu, Apótekarans, Lyfjavals og Lyfjavers.
29.3.2021

Innköllun á Cooper dekkjum

Innkölluð dekk frá Cooper
Neytendastofu barst tilkynning um innköllun á bíldekkjum frá framleiðandanum Cooper Tire & Rubber Company ("Cooper") vegna hættu sem skapast getur í tengslum við öryggi bifreiða. Um er að ræða vandamál við framleiðslu dekkja á tímabilinu 1. febrúar 2018 til 1. desember 2019.
26.3.2021

Rekstrarvörur innkalla KN95/FFP2 andlitsgrímur, vörunúmer 10KN95.

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning frá Rekstrarvörum um innköllun á KN95/FFP2 andlitsgrímum, vörunúmer 10KN95, sem seldar voru í 10 stykkja pakkningum, þar sem þær stóðust ekki prófanir. Andlitsgrímurnar voru seldar sem CE merktar persónuhlífar af gerðinni FFP2.
22.3.2021

Auðkennið JÚMBÓ

Neytendastofu barst kvörtun frá Veganmat ehf. og Oatly AB þar sem kvartað var yfir notkun Sóma ehf. á auðkenninu JÚMBÓ í nýlega breyttri mynd. Í kvörtuninni er rakið að Veganmatur og Oatly telji JÚMBÓ svo líkt auðkennunum JÖMM og OATLY sameiginlega að neytendur gætu ruglast á þeim. Töldu Veganmatur og Oatly jafnframt að viðskiptahættir Sóma væru til þess fallnir að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti og raska verulega fjárahagslegri hegðun þeirra. Sómi hafnaði þessum athugasemdum og vísaði m.a. til þess að takmörkuð samkeppni væri milli þeirra
19.3.2021

Auðkennið BRÚIN

Neytendastofu barst kvörtun frá Hótel Grindavíkur ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Alex Airport Hotel ehf. á auðkenninu BRÚIN. Í kvörtuninni var rakið að Hótel Grindavík hafi frá árinu 2011 notað auðkennið BRÚIN veitingahús sem heiti á veitingahúsi sínu og nú hafi Alex Airport Hotel tekið í notkun auðkennið BRÚIN fyrir veitingahús sitt sem sé staðsett í Marriott Cortyard hóteli fyrirtækisins í Keflavík. Taldi Hótel Grindavík að notkun Alex Airport Hotel á auðkenninu væri villandi, veitingastaðirnir á sama markaðssvæði og notkunin myndi leiða til þess að neytendur myndu ruglast á fyrirtækjunum.
18.3.2021

BL ehf. innkallar 1157 Hyundai Tucscon bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 1157 Hyundai Tucscon bifreiðar af árgerð 2015-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hætta er á skammhlaupi í HECU tölvu sem getur leitt til íkveikju og þar af leiðandi eldi í vélarrými bifreiðarinnar.
17.3.2021

Askja ehf innkallar 7 bifreiðar af tegundinni Mercedes-Benz Sprinter

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf um að innkalla þurfi 7 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bakkljós virki ekki sem skyldi vegna hugbúnaðarvillu. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.
15.3.2021

Skorkort neytendamála sýnir að neytendur vilja umhverfisvænar vörur

Neytendastofa vekur athygli á að í dag er evrópski neytendadagurinn. Í tilefni hans hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt niðurstöður könnunar á aðstæðum neytenda sem sýnir m.a. áhrif COVID-19 faraldursins á neytendur og auknar vinsældir „grænna“ valkosta. Þannig má t.d. sjá að 42% svarenda hugðust fresta öllum stórum innkaupum og 80% svarenda hyggjast ekki gera ráðstafanir um ferðalög fyrr en aðstæður vegna COVID-19 eru orðnar eðlilegar í heimaríki.
12.3.2021

Bílabúð Benna innkallar Opel Ampera

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf um að innkalla þurfi 50 Opel Ampera bifreiðar af árgerð 2016-2019.
10.3.2021

Brimborg innkallar MX-30

vörumerki Mazda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 24 Mazda MX-30 bifreiðar af árgerð 2020.
10.3.2021

BL innkallar Nissan

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 4 Nissan eNV-200 bifreiðar af árgerð 2019.
2.3.2021

Rafrettueftirlit í 42 matvöruverslunum og bensínstöðvum

Neytendastofa fór í 42 matvöruverslanir og bensínstöðvar í febrúar þar sem athugað var hvort seldar væru ólöglegar rafrettur og áfyllingar og hvort slíkar vörur væru sýnilegar viðskiptavinum. Rafrettur og áfyllingar mega ekki vera sýnilegar viðskiptavinum verslunar og þurfa að vera geymdar í t.d. lokuðum skáp eða skúffu. Athugaðar voru um 60 tegundir og reyndust þær allar vera í lagi. En aftur á móti kom í ljós að í 48% verslananna voru rafrettur og áfyllingar sýnilegar.
24.2.2021

Samanburðarauglýsingar Múrbúðarinnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Húsasmiðjunni hf. vegna auglýsinga Múrbúðarinnar ehf. Kvörtun Húsasmiðjunnar laut að auglýsingum sem fram komu á fésbókarsíðu Múrbúðarinnar þar sem Colorex málning var auglýst með 20% afslætti fram að páskum. Í auglýsingunni var gerður verðsamanburður á Colorex málningu frá Múrbúðinni og Lady 10 málningu frá Húsasmiðjunni og þau verð borin saman við verð á málningu erlendis. Var það mat Húsasmiðjunnar að auglýsingar Múrbúðarinnar og þær fullyrðingar sem þar komu fram væru villandi og að um ólögmætar samanburðarauglýsingar væri að ræða.
24.2.2021

Bílaumboðið Askja ehf innkallar 132 Mercedes-Benz Actros/Atego

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 132 Mercedes-Benz Actros/Atego bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að loftpúðar bílanna virki ekki sem skildi.
22.2.2021

Askja innkallar Mercedes-Benz C-Class

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 40 Mercedes-Benz C-Class, GLE og EQC. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að raflögn fyrir rafmagnsstýrið hafi ekki verið framleitt samkvæmt kröfum framleiðanda.
18.2.2021

Flying Tiger Copenhagen innkallar tréleikfangabíla

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Flying Tiger Copenhagen um að innkalla þurfi tréleikfangabíla. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að tengipinni getur losnað og valdið köfnunarhættu. Ekkert slys hefur átt sér stað vegna þessarar vöru og innköllun gerð í forvarnarskyni.
18.2.2021

Brimborg ehf innkallar 44 Ford Mondeo bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 44 Ford Mondeo bifreiðar af árgerð 2014-2016. Ástæða innköllunarinnar er Ford Motor Company hefur sent Brimborg upplýsingar um að gæðaeftirlit hafi leitt í ljós að nauðsynlegt er að skipta um bolta sem halda hjálparmótor. Umræddir boltar geta gefið sig vegna tæringar.
17.2.2021

Toyota á Íslandi ehf innkallar 51 Toyota Proace bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 51 Toyota Proace bifreiðar af árgerð 2016 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að tímareim getur slitnað fyrir áætlaðan líftíma.
11.2.2021

Um helmingur „grænna“ fullyrðinga fyrirtækja órökstuddar

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um niðurstöður úr fyrstu samræmdu skimun á vefsíðum þar sem fram koma fullyrðingar um umhverfisvænar vörur og/eða þjónustu. Verkefnið var unnið í samstarfi við systurstofnanir Neytendastofu í Evrópu. Neytendastofa tók þátt í verkefninu líkt og stofnunin hefur gert undanfarin ár.

Page 8 of 91

TIL BAKA