Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

1.2.2007

Verðlagsábendingar frá almenningi

Í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lækkun á virðisaukaskatti af matvælum og þjónustu veitinga- og gistihúsa frá og með 1. mars. 2007 telur Neytendastofa nauðsynlegt að virkja almenning til eftirlits með verði á vörum og þjónustu við þessi tímamót.
30.1.2007

Ákvörðun Neytendastofu nr. 4/2007

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vetrarsól ehf. hafi með óviðeigandi ummælum um keppinaut sinn brotið gegn ákvæðum 5. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.
22.1.2007

Ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2007

Atlantik ehf. kvartaði yfir notkun Trans-Atlantic ehf. á firmanafni sínu
22.1.2007

Ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2007

Neytendastofa telur að Skjárinn miðlar ehf. hafi með skráningu lénsins sirkus.is vísvitandi verið að vekja með neytendum hugmyndir um tengsl sjónvarpsstöðvarinnar Sirkus við Skjáinn miðla ehf.
22.1.2007

Ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2007

Neytendastofa hefur tekið til afgreiðslu erindi Nýju tæknihreinsunarinnar ehf. þar sem kvartað er yfir notkun Tæknihreinsunar ehf. á firmanafninu.
22.1.2007

Ákvörðun nr. 1/2007

Neytendastofa hefur tekið til afgreiðslu erindi Nýju tæknihreinsunarinnar ehf. þar sem kvartað er yfir notkun Tæknihreinsunar ehf. á firmanafninu.
4.1.2007

Nýjar ákvarðarnir Neytendastofu

Neytendastofa hefur nýverið tekið ákvörðun í þremur málum
22.12.2006

Lifandi ljós getur verið lifandi hætta

Neytendastofa vill að gefnu tilefni brýna fyrir neytendum að fara varlega með kerti og kertaskreytingar.
21.12.2006

Látum ekki rafmagnið setja brennimark sitt á heimilið um jólin

Um þessar mundir er notkun hvers kyns skrautljósa meiri en á öðrum tímum ársins. Notkun sakleysislegra ljósakeðja getur verið hættuleg séu þær ekki meðhöndlaðar á réttan hátt
28.11.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 16/2006

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kortaþjónustan ehf. hafi brotið gegn ákvæðum 6. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins með því að uppfæra ekki upplýsingar um keppinaut á heimasíðu fyrirtækisins.
20.11.2006

Áfýjunarnefnd neytendamála vísar frá kæru Heimsferða ehf.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli nr. 5/2006 vísað frá kæru Heimsferða ehf. í kjölfar ákvörðunar Neytendastofu. Neytendastofa, í ákvörðun nr. 9/2006, taldi Heimsferðir hafa brotið gegn alferðalögum með kröfu um viðbótargreiðslu fyrir ferð vegna gengisbreytinga.
6.11.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 15/2006

Neytendastofa hefur bannað notkun firmanafnsins Garðar og vélar ehf. Stofnunin telur að veruleg hætta sé á að neytendur og viðskiptamenn villist á firmanöfnunum Garðvélar ehf. og Garðar og vélar ehf.
25.10.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 12/2006

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að innheimta Fasteignasölunnar Fasteign.is á umsýslugjaldi úr hendi kaupanda fasteignar án þess að gera um það sérstakan samning brjóti gegn ákvæðum 5. gr. laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.
24.10.2006

Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir ákvörðun Neytendastofu úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur í máli nr. 3/2006 fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2006. Neytendastofa hafði lagt fyrir Nýherja hf. að láta afskrá lénið fartolva.is þar sem skráning og notkun lénsins bryti gegn ákvæðum 5. og 12. gr. laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.
17.10.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 11/2006

Neytendastofa hefur bannað Orms lyftum ehf. að nota firmanafnið Orms lyftur í kjölfar kvörtunar Bræðranna Ormsson ehf. og Íslandslyfta ehf.
17.10.2006

Ákvörðun Neytendastofu nr. 10/2006

Neytendastofa hefur bannað Europro ehf. alla notkun tilboðsblaða, pöntunarblaða og vörulista fyrirtækisins í núverandi formi í kjölfar kvörtunar Würth á Íslandi ehf.
12.10.2006

Skýrsla nefndar um neysluviðmið

Starfshópur, sem skipaður var af viðskiptaráðherra árið 2004 til þess að leita svara við þeirri spurningu „hvort framkvæmanlegt sé að semja neysluviðmið fyrir Ísland og hverjir séu kostir þess og gallar“, hefur skilað áliti sínu.
27.9.2006

Áfrýjunarnefnd neytendamála vísar frá kæru Timeout.is sf.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað í máli nr. 4/2006, Timeout.is sf. gegn Neytendastofu. Neytendastofa hafði í ákvörðun nr. 3/2006 ekki talið ástæðu til afskipta vegna kvörtunar Timeout.is sf. yfir notkun Netvísis ehf. á léninu timeout.is.
6.9.2006

Hættulegar rafhlöður í fartölvum

Neytendastofa vekur athygli á innköllun Apple á rafhlöðum fyrir fartölvur fyrirtækisins af gerðunum iBook G4 og PowerBook G4.
21.8.2006

Hættulegar rafhlöður í fartölvum

Neytendastofa vekur athygli á innköllun EJS hf og Dell á rafhlöðum fyrir fartölvur af gerðinni Dell.
18.7.2006

Víkkun á umfangi faggildingarsviðs kvörðunarþjónustu Neytendastofu frá UKAS

Þann 4. júlí 2006 gaf breska faggildingarstofan UKAS út nýtt vottorð um faggildingu kvörðunarþjónustu Neytendastofu
18.7.2006

Nýkomið er út Mælifræðiágrip með fræðslu um mælifræði

Neytendastofa hefur fræðsluhlutverk og nú gefur hún út Mælifræðiágrip, fæst ókeypis hjá stofnuninni
17.7.2006

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur úrskurðað í máli nr. 2/2006, kæra Iceland Excursion Allrahanda ehf. á ákvörðun Neytendastofu um að kærandi hafi með fullyrðingunum „best prices“ og „better tours – better prices“ brotið gegn ákvæðum 6. og 7. gr. laga nr. 57/2005

Page 85 of 90

TIL BAKA