Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

28.8.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Með ákvörðun nr. 3/2009 bannaði Neytendastofa Eggerti Kristjánssyni hf. sem rekur Íslenskt Meðlæti hf. notkun umbúða utan um grænmeti. Að mati Neytendastofu er gefið í skyn á umbúðunum að uppruni grænmetisins sé íslenskur sem er ekki rétt.
28.8.2009

Villandi tilboðsmerkingar á vefsíðu Tölvutækni

Neytendastofu hefur gefið Tölvutækni sjö daga til að koma vefsíðunni í rétt horf. Að þeim tíma linuð þarf fyrirtækið að greiða 50.000 kr. í sekt á dag þar til viðeigandi leiðréttingar hafa verið gerðar
27.8.2009

Neytendastofa sektar ferðaskrifstofu

Neytendastofa hefur lagt 600.000 króna stjórnvaldssekt á Heimsferðir fyrir að fara ekki að tilmælum stofnunarinnar
18.8.2009

Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 20-24.

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættuleg leikföng þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
14.8.2009

Neytendastofa bannar auglýsingu Office1

Neytendastofa hefur bannað birtingu auglýsinga Office1 þar sem fullyrt er að skólavörur hjá Office1 séu um 30% ódýrari en hjá Pennanum/Eymundsson.
11.8.2009

Ástand verðmerkinga í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu

Fulltrúar Neytendastofu fóru í 78 verslanir á höfuðborgarsvæðinu í sumar til að kanna hvort vörur væru verðmerktar og hvort samræmi væri á milli verðs á hillu og í kassa. Teknar voru af handahófi 50 vörutegundir í hverri matvöruverslunum.
5.8.2009

Á kayak umhverfis Ísland

Á frídegi verslunarmanna lauk Gísli H. Friðgeirsson, starfsmaður mælifræðisviðs Neytendastofu, róðri í kringum Ísland á sjókayak, fyrstur Íslendinga.
30.7.2009

Einingarverð vöru

Þar sem úrval af vörum er oft mikið getur verið erfitt að átta sig á hagkvæmustu kaupunum. Kröfur eru gerðar til seljenda um að þeir sýni fullt verð
24.7.2009

Könnun á skartgripum úr eðalmálmum

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur gert könnun á verðmerkingum og ástandi ábyrgðastimpla vegna sölu skartgripa á Akureyri.
20.7.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvarðanir Neytendastofu

Áfrýjunarnefndin féllst á það mat Neytendastofu að þar sem starfsmaðurinn gegndi enn störfum hjá Petesen þegar hann gerði samning við birginn hafi hann brugðist trúnaðarskyldu sinni með því að hagnýta sér upplýsingar sem teldust til atvinnuleyndarmála
16.7.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Áfrýjunarnefndin féllst á rökstuðning Neytendastofu um að samanburður og framsetning á meðalávöxtun í dreifibréfi Allianz hafi verið ófullnægjandi og villandi þar sem ekki var gerður greinarmunur á þeim fjárfestingarleiðum sem almennum viðsemjendum Kaupþings er gefinn kostur á
16.7.2009

Ástand verðmerkinga á höfuðborgarsvæðinu

Í mars og apríl sl. kannaði Neytendastofa ástand verðmerkinga í 515 sérvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verðmerkingar voru yfirleitt í góðu lagi inni í verslununum en ástandið í sýningargluggum var verulega ábótavant og átti það sérstaklega við um verslanir á Laugaveginum.
10.7.2009

Ákvörðun vegna afpöntunar pakkaferðar

Til Neytendastofu leitaði hópur skotveiðimanna vegna afpöntunar pakkaferðar. Í kjölfar hruns íslensku krónunnar og breyttra aðstæðna vegna þess óskaði hópurinn eftir því að hætta við eða fresta ferðinni
9.7.2009

Ummæli framkvæmdarstjóra Brimborgar ólögmæt

Sparibíll kvartaði til Neytendastofu yfir fullyrðingum á vefsíðu Brimborgar sem og yfir ummælum framkvæmdastjóra Brimborgar á spjallvef fyrirtækisins.
8.7.2009

Starfsmaður Neytendastofu rær kringum Ísland

Mynd með frétt
Gísli H. Friðgeirsson, starfsmaður mælifræðisviðs Neytendastofu freistar þess nú að róa kringum Ísland á sjókajak, fyrstur Íslendinga.
7.7.2009

Nýr löggildingaraðili

Mynd með frétt
Síðastliðinn föstudag þann 3. júlí 2009 veitti Neytendastofa Löggildingu ehf. Gullengi 112 í Reykjavík, umboð til að löggilda ósjálfvirkar vogir með 3000 kg vigtunargetu og sjálfvirkar vogir.
6.7.2009

Viðhorfskönnun Kvörðunarþjónustu

Í mars 2009 sendi kvörðunarþjónusta Neytendastofu út könnun til viðskiptavina á viðhorfi þeirra til kvörðunarþjónustunnar og bauð þeim að gera tillögur að breytingum.
25.6.2009

Farandsölumenn

Neytendastofa vill benda fólki á að gæta varúðar þegar verslað er við farandsölumenn. Að gefnu tilefni er sérstaklega varað við að kaupa raftæki og skartgripi sem sagðir eru úr ekta gulli af farandsölumönnum.
24.6.2009

Hættuleg rafföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 17-22

Hættuleg rafföng – yfirlit Neytendastofu dags. 23. júní 2009 vegna viku nr. 17-22. Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
23.6.2009

Senseo kaffivélar öruggar á Íslandi

Neytendastofa vill koma á framfæri að engin þörf er á afturköllun á Senseo kaffivélum hér á landi þar sem að vatn á Íslandi er ekki kalkríkt.
23.6.2009

Vivanco fjöltengi tekið af markaði

Innflytjandi Vivanco fjöltengja hefur ákveðið að taka ákveðna tegund Vivanco fjöltengja af markaði
12.6.2009

Reykjanesbæ heimilt að nota heitið Vatnaveröld

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna ekki Reykjanesbæ að nota heitið Vatnaveröld á sundmiðstöð bæjarins
12.6.2009

Fundur Welmec WG6 um forpakkningar

Dagana 27. og 28. maí 2009 hélt Neytendastofa fund með vinnuhópi 6 hjá samtökum um lögmælifræði í Evrópu (Welmec) en þessi tiltekni vinnuhópur fjallar um forpakkningar (e. prepackages).
8.6.2009

Neytendastofa bannar Símanum hf. notkun ákveðinna fullyrðinga

Neytendastofa hefur fjallað um auglýsingar Símans hf., sem bera yfirskriftina „Aðgerðaáætlun Símans fyrir fólkið og fyrirtækin“, og komist að þeirri niðurstöðu að hluti auglýsinganna brjóti gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
5.6.2009

NSH Sendibílastöð bannað að nota "Sendibílastöð Hafnarfjarðar" í firmaheiti sínu

Neytendastofa hefur bannað NSH Sendibílastöð að nota Sendibílastöð Hafnarfjarðar í firmaheiti sínu. Neytendastofa taldi notkun á heitinu „NSH Sendibílastöð Hafnarfjarðar“ og „Nýja Sendibílastöð Hafnarfjarðar“ of líka firmaheiti Sendibílastöðvar Hafnarfjarðar

Page 80 of 93

TIL BAKA