Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
29.5.2009
"Fólkið í næsta húsi" braut lög um viðskiptahætti og markaðssetningu
Neytendastofu bárust fjölmargar kvartanir frá neytendum vegna auglýsingar Garðlistar sem send var á heimili í landinu og leit út sem sendibréf frá nágrönnum.
27.5.2009
Rafmagnsöryggismál flytjast Brunamálastofnunar
Á Alþingi hafa verið samþykkt lög nr. 29/2009, um breytingu á ýmsum lögum vegna færslu eftirlits með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga frá Neytendastofu til Brunamálastofnunar. Neytendastofa sinnir þó áfram markaðseftirliti með rafföngum sem ekki eru varanlega tengd mannvirkjum
26.5.2009
Námskeið í maí
Námskeiðum til löggildingar vigtarmanna og til endurlöggildingar vigtarmanna voru haldin í byrjun maí. Á löggildingarnámskeiðið, sem er 3 daga, mættu 13 en sérstaklega góð mæting var á eins dags endurmenntunarnámskeiðið eða 28. Þátttakendur koma víðsvegar af landinu og úr ýmsum atvinnugreinum en mest frá fiskiðnaðinum og frá höfnum landsins.
12.5.2009
Hárgreiðslustofur sektaðar vegna verðmerkinga
Verðmerkingaeftirlit Neytendastofu gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá hárgreiðslustofum og hefur stofnunin í kjölfarið sektar þrjár þeirra fyrir slakar verðmerkingar.
11.5.2009
Bannað að auglýsa mánaðarlega afborgun án heildarkostnaðar
Neytendastofa hefur bannað Heklu að auglýsa mánaðarlega afborgun bifreiðar sem keypt er með láni án þess að heildarkostnaður lánsins komi fram í auglýsingunni.
4.5.2009
Neytendastofa bannar auglýsingar Wilson's
Neytendastofa hefur bannað auglýsingar Wilson's þar sem því er haldið fram að Wilson's séu bestir og ódýrastir.
30.4.2009
Fullbókað á endurmenntunarnámskeið
Neytendastofa vill benda vigtarmönnum á að auglýst endurmenntunarnámskeið 11. maí er fullbókað. Ekki verður tekið á móti fleiri umsóknum og þær sem berast eftir daginn i dag verða ekki teknar gildar.
29.4.2009
Neytendastofa sektar Og fjarskipti ehf.
Neytendastofa hefur lagt 200.000 kr. stjórnvaldssekt á Og fjarskipti ehf., rekstraraðila Vodafone, þar sem fyrirtækið braut gegn ákvörðun stofnunarinnar um banni við notkun á orðinu fríkeypis.
29.4.2009
Ofhitnun rafhlöðu í farsíma
Neytendastofa vekur athygli á frétt RÚV um rafhlöðu í Nokia farsíma sem ofhitnaði og ítarlegar upplýsingar Hátækni ehf, umboðsaðila Nokia, vegna málsins.
22.4.2009
Rapex - tilkynningakerfi
Rapex er tilkynningakerfi þar sem koma fram ábendingar til allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu varðandi allar hættulegar vöru aðra en matvæli, lækningavörur og lyf.
8.4.2009
Nýtt fréttabréf Neytendastofu
Rafrænt fréttabréf Neytendastofu er nýr miðill sem hefur þann tilgang að flytja fréttir og greinar um málefni sem varða hagsmuni og réttindi neytenda.
8.4.2009
Neytendastofa bannar Og fjarskiptum ehf. notkun ákveðinna fullyrðinga
Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Og fjarskipti ehf. hafi með auglýsingum á áskriftarleiðinni Vodafone Gull brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
3.4.2009
Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir að hluta úr gildi ákvörðun Neytendastofu.
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði sínum nr. 10/2008 fellt að hluta úr gildi ákvörðun Neytendastofu, frá 4. september 2008, um að Hitaveita Suðurnesja hafi vantalið tekjur við skýrsluskil rafveitueftirlitsgjalds fyrir árin 2004 til 2008
2.4.2009
Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir úr gildi ákvörðun Neytendastofu
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði sínum nr. 6/2008 fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu, frá 18. ágúst 2008, um að Landsvirkjun skuli leiðrétta frádrátt við skýrsluskil rafveitueftirlitsgjalds fyrir árin 2004 til 2008.
1.4.2009
Möguleg eldhætta af uppþvottavélum
Neytendastofa vekur athygli á aðvörun framleiðanda um mögulega eldhættu af ákveðnum gerðum uppþvottavéla frá Electrolux, AEG, Zanussi og Husqvarna.
30.3.2009
Nýtt kerfi fyrir vigtarmenn
Neytendastofa er að taka í notkun nýtt kerfi til að skrá þátttakendur á námskeið til löggildingar vigtarmanna, til að sækja um bráðabirgðalöggildingu og birta lista yfir löggilta vigtarmenn.
27.3.2009
Sínum augum lítur hver á silfrið
Þegar keyptir eru skartgripir þá getur kaupandi ekki gert sér grein fyrir hversu mikið magn af eðalmálmi þ.e. gulli, silfri, palladíum og platínum eru í skartgripnum með því einu að snerta hann eða horfa á hann.
23.3.2009
Norrænar stofnanir á sviði neytendamála auka eftirlit með bönkum og lánastofnunum

Neytendastofa og norrænar systurstofnanir hennar, sem fara með eftirlit og framkvæmd laga á sviði neytendamála á Norðurlöndunum, hafa markað sér þá sameiginlegu stefnu fyrir næsta ár að auka eftirlit með bönkum og lánastofnunum með það að markmiði að réttindi neytenda séu að fullu virt.
19.3.2009
Fréttatilkynning
Af gefnu tilefni, vill Neytendastofa koma því á framfæri að stofnunin beinir iðulega tilmælum til auglýsenda um að hætta birtingu auglýsinga á meðan á málsmeðferð stendur hjá stofnuninni. Oft eru þau sett fram í þeim tilgangi að hraða málsmeðferð þegar Neytendastofa telur það heppilegast fyrir lyktir málsins
13.3.2009
Ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2009
Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Kaupþing banki hf. hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán, nr. 121/1994, vegna skilmála bankans á lánum í erlendri mynt með því að tilgreina ekki í skilmálum myntkörfulánssamnings með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytist.
12.3.2009
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði staðfest ákvörðun Neytendastofu vegna kvartana Toyota á Íslandi hf. og Brimborgar ehf. á fullyrðingum Heklu í tengslum við varanlegar verðlækkanir hjá félaginu.
10.3.2009
Símatími neytendaréttarsviðs er milli kl. 9 og 12 mánudaga til föstudaga
Neytendaréttarsvið svarar fyrirspurnum um óréttmæta viðskiptahætti en undir það falla m.a. auglýsingar, notkun á orðunum ókeypis, frítt og gjöf, útsölur og skilaréttur, neytendalán, alferðir þ.e. pakkaferðir, húsgöngu og fjarsölu og rafræn viðskipti á milli kl. 9 til 12 mánudaga til föstudaga.
9.3.2009
Ákvörðun Neytendastofu nr. 5/2009
Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Halldór Guðmundsson hafi brotið gegn ákvæðum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að nýta sér trúnaðarupplýsingar um birgja Petersen ehf. í atvinnuskyni og án heimildar forráðarmanna Petersen.
9.3.2009
Ákvörðun Neytendastofu nr. 4/2009
Með ákvörðun Neytendastofu, dags. 30. janúar 2009, var Og fjarskiptum bönnuð notkun orðsins fríkeypis fyrir þjónustu sem greiða þarf fyrir. Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Og fjarskipti ehf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að ákvörðun Neytendastofu.
23.2.2009
Ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2009
Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna Eggerti Kristjánssyni hf. sem rekur Íslenskt Meðlæti hf. notkun umbúða utan um grænmeti. Að mati Neytendastofu er gefið í skyn á umbúðunum að uppruni grænmetisins sé íslenskur sem er ekki rétt
Page 81 of 93