Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
16.2.2009
Ástand verðmerkinga á hársnyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu
Neytendastofa hefur gert könnun á ástandi verðmerkinga á hársnyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var á 128 stofur og kannað hvort verðlisti yfir helstu þjónustuliði væri til staðar og hvort sérvara væri merkt. Aðeins 63 stofur, eða 49%, höfðu allar verðmerkingar sínar í lagi.
13.2.2009
Ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2009
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna hf. að fjárhæð kr. 440.000- vegna útsölu félagsins.
13.2.2009
Ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2009
Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Allianz á Íslandi hf. hafi brotið gegn ákvæðum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins, með dreifibréfi þar sem kynnt er raunávöxtun viðbótalífeyrissparnaðar.
5.2.2009
Upplýsingar um seðilgjöld
Algengt er að fyrirtæki leggi aukagjald (fylgikröfu) á kröfur sínar sem greiðanda er ætlað að inna af hendi. Algengt heiti þessa gjalds er seðilgjald en það ber einnig ýmis önnur heiti svo sem tilkynningagjald, innheimtugjald, útskriftagjald og jafnvel „annar kostnaður“.
30.1.2009
Námskeið vigtarmanna

Námskeið til löggildingar og endurlöggildingar vigtarmanna voru haldin í húsnæði Neytendastofu í Borgartúni 21 í Reykjavík dagana 19. -21. og 26. janúar síðastliðinn.
22.1.2009
Ástand verðmerkinga á Akranesi og í Borgarnesi.
Í desember gerði Neytendastofa könnun á verðmerkingum í matvöruverslunum, bakaríum og sérvöruverslunum á Akranesi og í Borgarnesi.
21.1.2009
Ástand verðmerkinga á Selfossi og í Hveragerði
Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga í Selfoss og í Hveragerði. Skoðaðar voru matvöruverslanir, bakarí, fiskbúðir og sérvöruverslanir
21.1.2009
Ástand verðmerkinga á Suðurnesjum.
Neytendastofa hefur gert könnun á ástandi verðmerkinga í matvöruverslunum, bakaríum, fiskbúðum og sérvöruverslunum á Suðurnesjunum. Könnunin var gerð í desember.
19.1.2009
Ástand verðmerkinga á bensínstöðvum
Í desember kannaði Neytendastofa bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði, Selfossi, Reykjanesi, Akranesi og Borgarnesi. Skoðaðar voru 92 stöðvar og athugað hvort verðmerkingar væru í samræmi við ákvæði reglna um verðmerkingar
16.1.2009
Eftirlit með vogum og eldsneytisdælum
Neytendastofa var með eftirlit með löggildingu voga og á eldsneytisdælum. Skoðað var hvort vogir í verslunum og eldsneytisdælur á sölustöðum eldsneytis væru með löggildingu í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi, Hveragerði Akranesi og Borgarnesi.
16.1.2009
Þátttaka á löggildingarnámskeið hjá Neytendastofu á árinu 2008
Á árinu 2008 voru haldin 3 almenn námskeið til löggildingar vigtarmanna og 4 endurmenntunarnámskeið. Öll námskeið voru haldin í Reykjavík fyrir utan eitt endurmenntunarnámskeið sem var haldið á Neskaupstað
16.1.2009
Brot löggiltra vigtarmanna á árinu 2008
Á árinu 2008 var enginn löggiltur vigtarmaður sviptur löggildingu. Einn vigtarmaður fékk áminningu á árinu vegna þess að sannað þótti að allur afli hafi ekki verið vigtaður í ákveðnum tilvikum.
9.1.2009
Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir úr gildi ákvarðanir Neytendastofu
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum nr. 8/2008 og 9/2008 fellt úr gildi ákvarðanir Neytendastofu
9.1.2009
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði nr. 7/2008 staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2008 vegna kvörtunar Beiersdorf ehf. yfir fullyrðingum Celsus ehf. á Proderm sólvörn.
5.1.2009
Aðgerðaráætlun Neytendastofu vegna ólögmætra innheimtu á seðilgjöldum
Viðskiptaráðherra hafa verið afhentar niðurstöður könnunar Neytendastofu á innheimtu fjármálafyrirtækja á seðilgjöldum og öðrum fylgikröfum fyrir kröfuhafa.
17.12.2008
Ákvörðun Neytendastofu nr. 30/2008
Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Vodafone hafi með skráningu og notkun lénsins mittfrelsi.is brotið gegn ákvæðum laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins
16.12.2008
Ákvörðun Neytendastofu í tilefni skilmálabreytingar Frjálsa fjárfestingarbankans.
Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að krefjast þess að Frjálsi fjárfestingabankinn felli brott eða breyti skilmálabreytingu sem lánþegar bankans sem óska eftir frystingu lána í erlendri mynt þurfa að gangast undir.
12.12.2008
Innköllun á kertum
Hagkaup og heildverslunin Danco innkalla gölluð kerti. Um er að ræða kertalínu sem fengist hefur í verslunum Hagkaupa og sem Danco hefur selt til ýmissa verslana frá því í október 2008.
11.12.2008
Ástand verðmerkinga í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu
Í nóvember gerði Neytendastofa könnun á ástandi verðmerkinga í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 73 verslanir og valdar af handahófi 25 vörur í hverri verslun. Heildarúrtak könnunarinnar var því 1.825 vörur. Kannað var hvort vörurnar væru verðmerktar og hvort verðmerking á hillu samræmdist verði í kassa.
4.12.2008
Ákvörðun Neytendastofu nr. 29/2008
Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að World for 2 skuli greiða 50.000 kr. í sekt á dag að fjórtán dögum liðnum verði ekki farið að banni stofnunarinnar
1.12.2008
Látum ekki rafmagnið setja brennimark sitt á heimilið um jólin
Rafmagn er einn stórvirkasti brennuvargur nútímans. Á hverju ári verða margir eldsvoðar sem eiga upptök sín í rafbúnaði. Stundum kviknar í vegna bilunar en oftast er um að ræða að gáleysi í umgengni við rafmagn valdi slysum eða íkveikju.
25.11.2008
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði nr. 6/2008 staðfest ákvörðun Neytendastofu sem fram kom í bréfi til áfrýjanda þann 16. júlí 2008. Fallist var á það mat Neytendastofu
21.11.2008
Ákvörðun Neytendastofu nr. 28/2008
Með ákvörðun Neytendastofu, dags. 28. október 2008, bannaði stofnunin Stóreign að nota fullyrðinguna „Fremstir í atvinnufasteignum“ í auglýsingum sínum sem og á heimasíðu fyrirtækisins.
21.11.2008
Réttar mælingar eru allra hagur

Neytendastofa vekur athygli á að mælitæki eins og eldsneytisdælur fyrir bensín og dísel olíu, vogir í búðarkössum (afgreiðslukössum) og einnig vogir í kjötborðum eiga að vera löggilt og til marks um það eiga slík tæki að bera sérstakan löggildingarmiða til að staðfesta að löggilding sé í gildi.
21.11.2008
Innköllun hjá IKEA vegna IRIS og ALVINE felligluggatjalda
IKEA biður alla viðskiptavini sína, sem eiga IRIS eða ALVINE felligluggatjöld merktum framleiðsludagsetningunni 0823 (ár, vika) eða fyrr, vinsamlegast að hafa samband við þjónustudeildina í síma 520-2500 eða koma á þjónustuborðið í versluninni
Page 82 of 93