Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
15.2.2010
Matvöruverslanir stórbæta verðmerkingar
Á síðustu vikum hafa starfsmenn Neytendastofu farið í 74 matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu og kannað verðmerkingar og samræmi hillu- og kassaverðs á 50 vörum. Kom fram að 59 af 74 verslunum voru með verðmerkingar að mestu í lagi.
12.2.2010
Neytendastofa sektar BYKO fyrir brot gegn útsölureglum

Neytendastofa hefur lagt 10.000.000 kr. stjórnvaldssekt á BYKO fyrir að brjóta gegn þeim lagaákvæðum og reglum sem gilda um útsölur.
11.2.2010
Sýnileg framför verðmerkinga í kvikmyndahúsum á höfuðborgarsvæðinu

Fulltrúar neytendastofu hafa undanfarin mánuð farið í tvær heimsóknir í kvikmyndahús á höfuðborgarsvæðinu til að athuga verðmerkingar í afgreiðsluborði og nammibar.
10.2.2010
Toyota innkallar bifreiðar af gerðinni Prius
Neytendastofa hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun af nýjustu útgáfu af Prius. Á Íslandi varðar innköllunin alls fjóra bíla og hefur Toyota nú þegar haft samband við eigendur viðkomandi bíla.
10.2.2010
Bed and Breakfast almennt heiti
Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna B&B Guesthouse ekki notkun á heitunum Bed and Breakfast Keflavík Centre og Bed and Breakfast Keflavík Centrum.
9.2.2010
Bílasamningur Avant
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í tilefni kvörtunar vegna bílasamnings Avant í erlendri mynt. Stofnuninni barst kvörtun þar sem lántaki taldi sig ekki hafa fengið nægar upplýsingar
5.2.2010
Toyota innkallar bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins 5011 bifreiðar sem væntanlega eru í umferð hér á landi.
2.2.2010
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu að hluta
SP-Fjármögnun leitaði til áfrýjunarnefndar neytendamála vegna ákvörðunar Neytendastofu nr. 25/2009. Í ákvörðun Neytendastofu var um það fjallað að Neytendastofa teldi breytingar á skilmálum SP-Fjármögnunar, þar sem fast vaxtaálag var gert breytilegt,
29.1.2010
Tiger innkallar hitapoka
Tiger hvetur viðskiptavini sína sem eiga hitapoka sem seldir hafa verið í verslunum þeirra að skila þeim í næstu verslun Tiger tafarlaust.
27.1.2010
Vigtarmannanámskeið í janúar 2010

Námskeiðum til löggildingar vigtarmanna og til endurlöggildingar vigtarmanna voru haldin í Reykjavík
27.1.2010
Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 45- 50.

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
21.1.2010
BabySam innkallar barnabeisli
Neytendastofa vekur athygli á innköllun BabySam á barnabeislum framleiddum í Danmörk af Baby Dan af gerðinni Dan2-sele frá árinu 2009
20.1.2010
Verðskrá tannlækna á höfuðborgarsvæðinu
Starfsmenn Neytendastofu hafa síðustu daga verið að skoða hvort verðskrá hjá 149 tannlæknum á höfuðborgarsvæðinu sé birt.
15.1.2010
Endurmenntunarnámskeið
Endurmenntunarnámskeið til endurlöggildingar vigtarmanna verður haldið 25. janúar n.k.
11.1.2010
Sælgæti í kvikmyndahúsum óverðmerkt

Neytendastofu hafa borist fjölmargar athugasemdir að undanförnu um lélegar verðmerkingar á söluvörum hjá kvikmyndahúsum á höfuðborgarsvæðinu.
7.1.2010
Griffli heimilt að auglýsa Alltaf ódýrari en bannað að auglýsa Lang langflestir titlar á einum stað.
Í ákvörðun Neytendastofu er fjallað um auglýsingar og fullyrðingar Griffils m.a. í tengslum við skiptabókamarkað félagsins og verðkönnun Morgunblaðsins á námsbókum.
7.1.2010
Vodafone bannað að kynna þjónustupakka sína sem tilboð

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun vegna kvörtunar Símans yfir því orðalagi Vodafone að kalla þjónustupakka fyrir fyrirframgreidda farsímaþjónustu tilboð.
22.12.2009
Verðmerkingar sérvöruverslana í Spönginni til fyrirmyndar
Fulltrúar Neytendastofu fóru í eftirlitsferð í Mjóddina, Spöngina, Fjörðinn og Strandgötuna í Hafnarfirði. Í heildina var farið í 44 fyrirtæki og voru 27 þeirra með vörur í sýningarglugga.
22.12.2009
IKEA innkallar LEOPARD barnastólinn

IKEA biður viðskiptavini sína sem eiga LEOPARD barnastól að hætta strax að nota stólinn og skila sætinu og grindinni til IKEA. Tekið er á móti stólnum í Skilað og skipt og verður hann að fullu endurgreiddur.
17.12.2009
Neytendastofa sektar Toys"R"Us

Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni lagt 500.000- kr. stjórnvaldssekt á Toys"R"Us fyrir brota á útsölureglum.
17.12.2009
Allianz gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt.
Nýi Kaupþing banki, nú Arion banki, kvartaði til Neytendastofu yfir samanburði Allianz á nokkrum lífeyrissparnaðarleiðum. Nýi Kaupþing taldi samanburðinn villandi og þá ávöxtun sem borin var saman ekki samanburðarhæfa
16.12.2009
Tilkynning varðandi Gorenje kæli-/frystiskápa
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá Gorenje varðandi kæli-/frystiskápa. Við tilteknar kringumstæður er möguleiki á galla í einingu
16.12.2009
Innköllun á brunndælum frá Kärcher
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Kärcher á brunndælum sem Rafver hefur umboð fyrir.
16.12.2009
Verðmerkingum í sýningargluggum stóru verslanamiðstöðvanna hrakar
Farið er reglulega í umfangsmikið eftirlit til að minna verslunareigendur á þessa skyldu sína og eru þeir sem ekki fara eftir ábendingum um úrbætur á verðmerkingum sektaðir.
15.12.2009
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
Neytendastofu barst kvörtun frá neytenda vegna ferðar sem hann hafði keypt með Icelandair. Neytandinn bókaði þriggja nátta ferð til Seattle af vefsíðu Icelandair og greiddi fyrir 57.650- kr. Síðar kom tilkynning frá Icelandair þess efnis að verð ferðarinnar hafi verið rangt
Page 77 of 93